Heima er bezt - 01.05.1954, Page 20
148
Heima er bezt
Nr. 5
eftir því, þegar hann var kom-
inn um fimmtugt, að hann var
farinn að gleyma ýmsu, sem
hann hafði ætlað að skrifa í
blaðið og jafnvel fundum, sem
ákveðnir höfðu verið með nokk-
urra daga fyrirvara. Þegar
blaðamaðurinn kvartaði um
þetta við húsfreyju sína, gaf hún
honum það ráð, að hann skyldi
segja henni frá öllu markverðu,
sem fyrir kæmi á daginn, og
skyldi hún síðan reyna að
minna hann á, ef með þyrfti.
Blaðamaðurinn fylgdi þessu
ráði og kom þá í ljós, að minni
hans var í raun og veru jafn-
gott og verið hafði, hann hafði
aðeins leyft sér að nota ranga
minnisaðferð, nefnilega þá, að
rifja ekki upp í huganum það,
sem gera skyldi. Þegar hann fór
að flytja húsfreyju sinni starfs-
skýrslu dagsins, komst hann
brátt að raun um, að hann
mundi allt vel, en húsfreyjan lét
sér hið nýja fyrirkomulag vel
líka, því á þennan hátt fylgdist
hún betur en áður með vinnu
manns síns, sem oft og tíðum
var hin ánægjulegasta.
Enn alvarlegra er þó, ef menn
temja sér flausturseftirtekt, því
þá er með öllu útilokað, að þeir
muni það, sem þeir ætla sér, eða
þeim er ætlað, því vitanlega get-
ur enginn maður munað það,
sem hann hefur aldrei lært.
Þetta eftirtektarleysi sumra
manna getur stafað af því, að
þeir gera ekki nógu skýran
greinarmun á minningu og því
að muna. Segjum sem svo, að
við göngum gegnum listasafn
eða fagran skrúðgarð. Við hríf-
umst af fegurð staðanna og
geymum hugljúfa minningu um
fegurð þeirra í huganum. Ef ein-
hver bæði okkur að lýsa þessum
stöðum nákvæmlega, mundum
við fljótlega komast að raun um,
að slíkt væri okkur með öllu of-
viða. Við gætum ef til vill brugð-
ið upp hrífandi hugblæsmynd,
en við gætum ekki lýst einstök-
um atriðum að neinu gagni.
Kæmum við hinsvegar á lista-
safnið dag eftir dag og nytum
tilsagnar þeirra, sem fullt skyn
bera á listaverkin, bæði hvað
stíl og önnur sérkenni þeirra
snertir, myndum við sennilega
brátt geta sagt svo greinilega
frá staðnum, að öðrum kæmi
frásögn okkar að fullu gagni.
Sama máli gegnir, ef við ætl-
um að læra lexíu í bók. Við les-
um ef til vill lexíuna yfir nokkr-
um sinnum og höldum, að við
kunnum hana. Opnum við bók-
ina, finnst okkur við kannast
vel við allt námsefnið og lokum
bókinni í þeirri trú, að nú höfum
við lært efnið vel. í raun og
veru erum við að draga sjálf
okkur á tálar með því að haga
námi okkar þannig. Við erum í
raun og veru ekki komin lengra
en svo, að við könnumst mjög
vel við námsefnið, en við kunn-
um það ekki. Eina örugga ráðið
til þess að ganga algerlega úr
skugga um, hvort við kunnum
það, sem við ætlum að læra, er,
að við tökum okkur til og hlýð-
um okkur yfir lexíuna eða lát-
um einhvern annan gera það.
Við getum í raun og veru skipt
verki því, sem með einu orði er
kallað að læra í fernt. Fyrst að
athuga efnið, síðan að geyma
það í minni, þá að endurþekkja
það og loks að gera grein fyrir
því, þannig, að ekki verði um
það villzt, að við kunnum það
til hlítar.
Ekki er nóg að kunna náms-
efni strax að lestri þess loknum,
við verðum að ganga úr skugga
um, að við munum öll aðalatriði
þess dögum og jafnvel árum
saman, ef okkur ríður á nokkru
að kunna það.
Oft hefur verið um það deilt,
á hvaða tíma dags sé heppileg-
ast að læra á þann hátt að lesa
aftur og aftur hið sama eða með
því að hlýða sjálfum sér yfir
öðru hverju.
Hvað fyrra atriðinu viðvíkur,
hefur það komið í ljós, að náms-
efni, sem lært er að kvöldi
skömmu áður en gengið er til
hvílu, festist betur í minni en
námsefni, sem lært er að morgni
dags. Þessi niðurstaða er fljótt
á litið hálf öfgakennd, þar eð
flestir munu gera ráð fyrir, að
þeir séu betur fyrirkallaðir að
morgni, þegar þeir eru endur-
nærðir eftir svefn og hvíld næt-
urinnar. Ástæðan til þess, að við
munum síður það, sem við lær-
um að morgni, er heldur ekki sú,
að okkur veitist námið erfiðara
á þeim tíma dags, Það er þvert
á móti auðveldast að læra
skömmu eftir að risið er úr
rekkju eftir nægan svefn. Ástæð-
an til þess, að okkur gleymist
frekar morgunlærdómur, er sú,
að margt gerist á daginn, sem
truflar taugakerfið í varðveizlu
þess, að svo eða svo langur tími
er liðinn síðan efni var fest í
minni, heldur vegna þess, að svo
margt hefur gerzt síðan efnis-
nám fór fram. í því sama er að
nokkru að leita skýringar á því,
að fullorðið fólk man ekki alltaf
jafn vel og unglingar. Fullorðna
fólkið verður oftast að hafa hug-
ann við fleira en ungmenni og
truflar það eðlilega einstök
minnisatriði.
Þá er hitt atriðið, hvort
heppilegra sé að læra kafla, með
því að lesa þá hvað eftir annað
eða með því að hlýða sjálfum
sér yfir þá öðru hvoru. Þeirri
spurningu verður bezt svarað
með því að greina frá rannsókn-
um, sem ameríski sálfræðingur-
inn Gates gerði á efnisnámi.
Gates vitprófaði fyrst alla, sem
þátt tóku í tilrauninni og gekk
úr skugga um, að greind þeirra
væri mjög áþekk. Síðan skipti
hann fólkinu í hópa og lét hvern
hóp læra sama námsefnið, en
með mismunandi aðferðum.
Efnið, sem fólkið átti að læra,
var ýmist merkingarlaust eða
með fullri merkingu. Merking-
arlaust efni var t. d. sundurlaus
atkvæði eins og tiks, sir, krir,
roks og feks. Efni með fullri
merkingu var smásaga. Einn til-
raunahópurinn notaði nú allan
tímann til lestrar, annar notaði
einn fimmta hluta tímans til
þess að hlýða sjálfum sér yfir
námsefnið, en þeir, sem gengu
lengst í yfirheyrsluaðferðinni,
notuðu fjóra fimmtu hluta tím-
ans til þess að hlýða sjálfum sér
yfir. Árangurinn af hinum mis-
munandi aðferðum var sá, að
þeir, sem notuðu mestan tíma
til þess að hlýða sjálfum sér yf-
ir, mundu bezt það, sem þeir
höfðu lesið. Þannig mundu þeir,
sem höfðu notað allan tímann
til lestrar, aðeins 35 prósent af
hinum merkingarlausu atkvæð-
um strax að lestri loknum, en
aðeins 15 prósent þeirra að fjór-
um klukkustundum liðnum.
Hinsvegar mundu þeir, sem
höfðu notað yfirheyrsluaðferð-
ina, 74 prósent af atkvæðunum
strax að lestri þeirra loknum og