Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 21

Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 21
Nr. 5 Heima er bezt 149 48 prósent að fjórum klukku- stundum liðnum. Þegar að sög- nnni kom mundu þeir, sem not- nðu yfirheyrsluaðferðina, 10 prósentum meira en hinir, sem notuðu allan tímann til lestrar. Þessi tilraun sannaði þrjú merk atriði hvað nám snertir. í fyrsta lagi varð árangurinn langbeztur hjá þeim, sem notuðu mestan hluta tímans til þess að hlýða sjálfum sér yfir námsefnið, ef miðað er við hvað þeir kunnu strax að lestri loknum. í öðru lagi mundu þeir einnig náms- efnið betur þegar frá leið. í þriðja lagi kom yfirheyrsluað- ferðin að langmestu gagni í sam- bandi við efni, sem læra varð með þululærdómsaðferðinni. í sjálfu sér eru niðurstöðurnar ekki nema eðlilegar. Sá s em beitir yfirheyrsluaðferðinni prófar alltaf sjálfur svo að segja jafnóðum og hann les hvað hann kann og hvað hann kann ekki. Það sem hann kann getur hann látið eiga sig og í þess stað einbeitt huganum að því sem hann kann ekki. Yfir- heyrsluaðferðin er því hyggindi sem í hag koma, þar eð hún kemur í veg fyrir óþarfa vinnu, en beinir námsorkunni inn á heppilegar brautir. Allmikið hefur verið um það deilt hvort heppilegra sé að læra námskafla í heild eða skipta honum í smábúta. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessu atriði, sýna að heppilegra er að læra alllanga kafla sem heildir. Að vísu sækist nám betur í fyrstu með því að búta þá sundur en sá tími, sem vinnst á þann hátt fgr forgöðum þegar að því kem- ur að setja þarf bútana saman á ný og meira til. Heppilegast verður því að teljast að lesa fyrst kaflann sem heildd og gera sér grein fyrir heildarefni hans og aðalatriðum. Síðan mun réttast að einbeita sér að aðalatriðun- um og hlýða sjálfum sér yfir þau öðru hvoru unz þau hafa verið lærð og skilin til hlítar, þá rekur hygginn nemandi smiðshöggið á verkið með því að rifja upp fyr- ir sjálfum sér kaflann sem heild. Þeir sem ráða yfir allmikl- um tíma til náms geta gert sér námið auðveldara með því að skipta tímanum milli lestrar og smáhvílda. Hversu langar þær hvíldir eigi að vera, er ekki hægt að segja neitt ákveðið um, því námsþrek manna er svo mis- jafnt. Samt er óhætt að segja, að öllum nemendum sé hollt að taka sér smáhvíld þegar þeir hafa lokið lestri í einni náms- grein og eiga aðra óskylda fyrir höndum. Þá er öllum sem við nám fást hollt að athuga hvort þeir muna betur það sem þeir lesa hátt eða í hljóði og haga námi sínu eftir því. Hvað fólki hentar í þessu efni er afarmis- munandi, þar eð sumir muna langbezt það sem þeir heyra, en aðrir það, sem þeir sjá. Heppi- legt er að ræða sem mest um' námsefni við félaga sína, sam- anber það, sem áður var sagt um blaðamanninn, sem skriftaði fyrir húsfreyju sinni á hverju kvöldi þeim báðum til gagns og ánægju. Flestir, sem glímt hafa við flókin viðfangsefni á námsferli sínum munu kannast við, að stundum koma tímar þegar þeim finnst ekkert gangast við námið. Sennilega kannast allir, sem hafa lært að skrifa á rit- vél, við þessa dauðu punkta í náminu. í raun og veru erum við að læra, þótt okkur finnist lítið eða ekkert gangast. Við nem- um staðar á einhverum náms- hjallanum, kryfjum til mergjar námsefnið, sem við höfum náð í á leiðinni upp brattann, athug- um það nákvæmlega og gerum meira eða minna ósjálfrátt ráð stafanir til að það festist í minni. Þegar allt þetta er um garð gengið leggjum við á næstu námsbrekku og sækjum af kappi á brattann, unz efnisnámið neyðir okkur til þess að nema staðar á nýjum námshjalla. Má því með sanni segja, að við lær- um flókið námsefni í einskonar stökkum, og er engin ástæða til þess að örvænta, þótt okkur finnist lítið ganga um hríð. Lengi vel var sú skoðun ríkj- andi, að ef fólk lærði einhverja námsgrein vel og vandlega, ætti það hægara með að læra aðra áður óþekkta námsgrein síðar. Hefur algerlega tilgangslaust nám oft verið réttlætt með því, að það auki þó að minnsta kosti almennan þroska. Vísindalegar rannsóknir hafa nú sannað, að þessi skoðun á ekki við rök að styðjast. Hitt er svo annað mál, að ef við lærum hentuga náms- aðferð um leið og við lærum ein- hverja námsgrein, þá höfum við lært það, sem kemur okkur að gagni meðan við lifum. Við höf- um lært að læra. í raun og veru ættu allir skólar að leggja mikla áherzlu á að kenna nemendum sínum að nota sem heppilegast- ar námsaðferðir og minnast þess, að meira máli skiptir að kunna aðferð, sem gerir okkur auðvelt að læra hvað sem er og hvenær sem er, heldur en að læra ákveðna lexíu í ákveðinni bók um ákveðið efni. Hafi nemand- inn lært að læra og skilið, að það er honum sjálfum fyrir beztu að nota sem hagkvæmastar að- ferðir, verður námið allt auð- veldara og skemmtilegra en ella. Að síðustu skulum við rifja upp aðalatriði þessarar greinar, en þau eru þessi: 1. Notaðu ekki allan tímann til lestrar, hlýddu sjálfum þér yfir námsefnið öðru hvoru og athugaðu hvað þú kannt. Mundu, að þessi aðferð hefur reynzt sérstaklega vel, ef um samhengislítið námsefni er að ræða. 2. Myndaðu þér heildaryfirlit yfir námsefnið, taktu vel eftir aðalatriðunum og legðu áherzlu á þau. Kljúfðu ekki námsefnið sundur að óþörfu, það tefur fyr- þér við námið. 3. Athugaðu hvernig minni þínu er háttað, hvort þú manst bezt það, sem þú heyrir eða sérð. Hagaðu námi þínu eftir því, að hvaða niðurstöðu þú kemst. 4. Ræddu um námsefnið við félaga þína eða rifjaðu upp það helzta, sem þú hefur lært á dag- inn, á kvöldin, rétt áður en þú ferð að hátta. 5. Lestu ekki margar náms- greinar án þess að hvíla þig á milli. Viljirðu muna eitthvað sérstaklega vel, þá lestu það að kvöldi vel og vandlega og rifjaðu það síðan upp næsta morgun. 6. Láttu ekki hugfallast, þótt þér finnist námið gangast seint, þegar þú fæst við flókin við- fangsefni. 7. Mundu, að þú getur ekki bætt minni þitt, en þú getur lært að nota það betur en áður. 8. Gerðu þér ljóst, hvað þú Framh. á bls. 157.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.