Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 24
152 Heima er bezt Nr. 5 hennar og formæður hafa hald- ið svo hátt. Um þessar mundir fær hún bréf frá ömmu Sólrúnu, bréf, sem leið henni aldrei úr minni, jók baráttuþrek hennar og styrkti hana í hverri raun síðar á ævinni. Þetta bréf ér á þessa leið: Elsku litla Hrefna mín! — Legðu rækt við þær gáfur, sem í þér búa, og vertu einungis ánægð með það bezta. Leyfðu aldrei táli hins hvíta ljóss að villa þér sjónir og eyðileggja gildi lífs þíns og fegurð sálar þinnar. Mundu, að ættleggur þinn nær til Ólafs konungs hvíta og Auðar djúpúðgu. Hafðu þína frægu feður að fyrirmynd. Vertu aldrei ánægð með neitt yfirskin, og eyddu aldrei tíma þínum til ónýtis, því hann er dýrmætur. Vinn hverja stund að nytsamri hjálparstarfsemi, ekki einungis fyrir þig sjálfa, heldur einnig fyrir aðra. Byggðu sjálfa þig upp til þess að ná takmarki því, er þú setur þér, barnið mitt. Ég treysti þér, og ég ann þér svo mikið. Láttu mig ekki verða fyrir vonbrigð- um. Guð sé með þér. Amma Sólrún. Er Hrefna flýði á náðir móð- ur sinnar, gerði hún sér Ijóst, að hún mundi ekki geta verið hjá henni lengi, enda varð sú raunin. Hún var aftur send af stað, og lá nú leiðin til Norður- Dakota í Bandaríkjunum. Átti hún að fara til frænku sinnar, er þar bjó. Farangur sinn og þar með eigur allar hafði hún í koddaverinu, en svo slysalega tókst til, að hún glataði því á leiðinni, svo að hún kom slypp og snauð til Bandaríkjanna, átti ekki annað en fötin, sem hún stóð í. En kjarkur þessarar telpu var æ hinn sami, lundin svo létt, að ekkert fékk bugað hana, og þjóðarmetnaðurinn íslenzki svo gott veganesti, að vart varð á betra kosið. Ekki varð vist hennar löng í Norður-Dakota að þessu sinni. Dvaldist hún af sumarið hjá frænku sinni, en íslenzk hjón tóku hana að sér um haustið, og var hún hjá þeim um veturinn. Síðan hófst aftur sami hreppa- flutningurinn á þessu blessaða barni. Nú var hún aftur send til Winnipeg til eldri systur sinn- ar, er hafði þar atvinnu, og byrjaði hún þá að vinna fyrir sér sjálf, þótt enn væri hún á barnsaldri. Um þetta segir frú Hrefna sjálf: „Ég gætti barns, sem var eins stórt og ég sjálf.1) Ég var „vika- drengur“ á góðu veitingahúsi. Ég bjó um rúmin, þvoði diskana, hjálpaði til að elda matinn og bera á borð. Mér var ljóst, að ég yarð annaðhvort „að duga eða drepast“, svo ég reyndi að vinna fyrir mér, en hugsaði ekkert um að ganga í skóla.“ En þráin til mennta var æ hin sama, þótt hún hugði ekki til skólagöngu á þessum árum, enda voru henni þar öll sund lokuð, var hún þó á þeim aldri, sem börn sækja skóla. í Winnipeg mun Hrefna hafa verið í fjögur ár og gekk að hverri þeirri vinnu, er hún fékk. En þegar fjórar systur hennar tóku sig upp og fluttust til Sioux Falls í Suður-Dakota og settu þar á fót þvottahús, fór Hrefna til þeirra. Við þvottabalann stóð hún í þrjú ár, jafnan með sáran þreytuverk í baki og miður sín sökum ofþreytu. Snemma fór hún að reyna að afla sér allrar þeirrar þekkingar og menntunar, sem hún gat komizt yfir, en slíkt vill löngum verða erfitt heilsuveilli þvotta- konu, sem vinna verður myrkr- anna á milli til þess að hafa í sig og á. En draumurinn fagri hafði enn ekki rætzt, í ævintýr- inu mikla var hún enn Helga í öskustónni. Og enn minnist hún bréfsins frá ömmu Sólrúnu, enn minnist hún íslenzkra hetju- sagna, alls þess, er hún ætlaði að taka sér til fyrirmyndar! Gamla konan hafði brýnt fyrir henni, að hún ætti að „byggja sjálfa sig upp“ til þess að vinna öðrum allt það gagn, er hún mætti. Hún hafði nefnt hjálp- arstarfsemi. Hafði gamla konan haft lækningar í huga? Hrefna minntist þess, að afi hennar l) Frú Hrefna var lág vexti og grann- holcla, og er haft fyrir satt, að hún hafi fullórðin vegið innan við hundrað pund. hafði verið læknir heima á ís- landi og amma hennar hafði og stundað lækningar. Hún hafði ekki stundað lækningar í hagn- aðarskyni, gamla konan, sjúkl- ingana hafði hún tekið heim til sín, veitt þeim húsaskjól, fæði og hjúkrun ókeypis, ef með þurfti. Það var á þessum árum, sem hún kynntist dönskum presti. Hann kenndi henni danska tungu og lét hana lesa biblíuna á því máli. Hann kom henni síð- ar í alþýðuskóla og sagði henni margt frá fjarlægum löndum og trúboðum, sem þar störfuðu. Hrefna var heilluð af þessum frásögnum. Ævintýraþráin hafði alltaf verið ríkur þáttur í skap- gerð hennar, og trúhneigð hafði hún alltaf verið. Hún ákvað þeg- ar að gerast trúboði. Hún fór til Minneapolis og komst þar í trúboðsskóla. Þaðan fór hún til Lincöln í Nebraska og nam þar hjúkrunarfræði, og alltaf varð hún að vinna fyrir sér með skólanáminu, og lagði svo hart að sér, að einstakt má kalla. Hún vann vinnukonu- störf kvölds og morgna og varð að fara á fætur klukkan tvö á nóttinni til að læra. En nú urðu þáttaskipti í lífi hennar. Hún kynntist ungum læknanema, John Kurtz að nafni. Þau felldu hugi saman og heitbundust. Þegar Hrefna brautskráðist, árið 1900, giftu þau sig. Nú brosti lífið við Hrefnu í fyrsta skipti á ævinni. Maður hennar átti nokkurt fé handa á milli. Og nú fór hann með brúði sína vestur til Colorado og hóf nám þar við háskólann. Hrefna hafði eignazt heimili, en heim- ili hafði hún ekki átt, sem hægt var að kalla því nafni, síðan hún ung að árum fór frá Tindum. Gleði hennar var fölskvalaus. Hún hafði eftir ósleitilega bar- áttu náð mikilsverðu marki, og hún hafði eignazt ungan og tryggan vin, sem ætlaði að standa við hlið hennar í barátt- unni, því að enn skyldi sækja á brattann, en trúboðsstarfið var látið liggja á milli hluta. En það var eins og fátækt og ill forlög væru fylginautar hinn- ar ungu konu. Eftir nokkurra vikna hjónaband veiktist maður

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.