Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 25
Nr. 5 Heima er bezt 153 hennar, og eigur þeirra gengu brátt til þurrðar. Hrefna tók þá að sér hjúkrunarstörf og annað- ist j afnframt um eiginmann sinn sjúkan. Vikum saman barðist hún við óttann örmagna af þreytu. Aldrei hafði einmana- kenndin gripið hana eins föst- um tökum. Lífið hafði hlegið við henni, síðan hún kynntist Kurtz. Hamingjan hafði loksins opnað henni allar dyr. Átti nú að svipta hana öllu því, sem hún unni, átti að svipta hana því eina, sem hún hafði úr býtum borið eftir runnið langt þrauta- skeið? Svarið kom eftir fjögurra -fimm mánaða sjúkdómslegu Kurtz, — og var játandi. Lengi á eftir var hún yfirkom- in af harmi. Hún ætlaði ekki að vilja trúa því, að hún væri orð- in ekkja, svo ung að árum, að allt, sem lífið hafði gefið henni, væri aftur frá henni tekið. En veruleikinn hafði kvatt dyra hjá henni og leyfði henni ekki einu sinni að una við dapurlega drauma: Hún varð að fara að vinna, því að aleiga hennar var aðeins nokkrir tugir dala. Nokkru síðar fór hún til hins kunna heilsuhælis í Battle Creek í Michigan til þess að full- komna sig í hjúkrunarfræðum og gerðist þar hjúkrunarkona um skeið. Þarna kynntist hún sér til mikillar undrunar kvenlækni, og varð það til þess, að hún fór sjálf að hugsa um að nema lækn- isfræði. Henni var og bent á, að læknisstarfið kostaði mikla sjálfsafneitun og sjálfsfórn og stæði að því leyti ekki að baki trúboðsstörfum. Við þetta bætt- ist svo, að Kurtz hafði ætlað að verða læknir, og afi hennar og amma höfðu stundað lækning- ar. Átti hún nú ekki að feta í fótspor hans og gera þann starfa, sem honum entist ekki aldur til að stunda, að lífsstarfi sínu? Hún var að vísu félaus, en það hafði hún raunar alltaf verið, en þó jafnan lagzt eitthvað til. Hún hafði brotizt í því að ljúka námi í hjúkrunarfræðum; að vísu hafði það kostað hana mikla sjálfsafneitun og erfiðleika, en hví skyldi hún okki eins geta klifið þrítugan hamarinn og numið læknisfræði? „Ég hef hlotið ýmsa viður- kenningu um dagana,“ segir frú Hrefna, „en mest gladdi mig skjalið, sem ég fékk hjá honum Peter A. Downy, yfirumsjónar- manni skólanna í Chicago, en þar heimilar hann mér aðgang að öllum læknaskólum, sem veita kvenstúdentum viðtöku." Þegar Hrefna hafði verið í þann mund að hefja hjúkrunar- námið, taldi yfirhjúkrunarkon- an, sem á móti henni tók, að hana skorti bæði þekkingu og þrek til að hjúkra sjúkum. Síð- ar varð Hrefna þó yfirboðari þess, er á hendi hafði forstöðu sjúkrahússins og einu sinni hafði boðizt til að styrkja hana til læknanáms. En því tilboði neitaði Hrefna. Hún kaus held- ur að brjóta sér brautina af eig- in rammleik, treysta á sjálfa sig, en ekki aðra. Hrefna hófst þegar handa um læknisnámið, vann fyrir sér með hjúkrun, nuddlækningum og blaðasölu og hverju öðru, er til féll og henni mátti að gagni koma. Siðasta skólaár sitt hafði hún eigin nuddlækningastofu, aðallega fyrir kvenfólk, og tók þar á móti sjúklingum, er lækn- ar sendu til hennar. Árið 1907 var langþráðu marki náð, 7. maí það ár lýkur hún læknisprófi frá Bennett Medi- cal College, og ári síðar öðru prófi frá Loyola University, og varð hún fyrst íslenzkra kvenna til að ljúka námi í læknisfræði.1) Þegar hún hafði lokið lækn- isprófi, opnaði hún lækninga- stofu í Chicago. Var hún ærið fá- tækleg, enda fékk Hrefna engan sjúklinginn, og lá við borð, að sú tilraun kostaði hana lífið Fór hún þá til Lincoln, en þar bjó systir hennar ein. Þar fékk Hrefna fimmtíu dala bankalán, en systir hennar gekk í ábyrgð fyrir hana, en peningana notaði hún til að kaupa sér lækninga- leyfi í Nebraska og leigja sér lækningastofu. Einn kunningi hennar lánaði henni einn stól, annar kom með bekk. Þetta voru einu húsgögnin, en á bekknum svaf hún um nætur. Allt sat við sama og áður. Hún l) Þetta hef ég frá Hrefnu lækni sjálfri, og Sigurður Júlíus Jóhannesson, læknir í Winnipeg, kveðst ekki vita betur en þctta sé rétt. fékk sama og ekkert að gera, alls- leysið fældi alla sjúklinga frá að leita hennar. Kvíðinn og um- komuleysið settist enn að henni og var nær búið að buga hana. Hún bað guð að gefa sér styrk í þessum raunum. Hún hafði með fáheyrðu þreki og dugnaði yfir- stigið alla erfiðleika og náð settu marki: prófi í læknisfræði, en þá hafði hún vænzt þess, að líf- ið mundi brosa við henni. Hún var ung, menntuð og full af starfsáhuga, en það var eins og það væri ekki nóg. Fólk leitaði til þeirra lækna, sem efni höfðu til að búa sér smekklegan sama- stað, en til þess skorti hana fé. Svo var það einn daginn, að maður henni kunnugur vindur sér inn til hennar, réttir henni hundrað dali -og segir henni að verja þeim til að fá sér betri húsmuni og gera herbergið vist- legra, svo að það líktist lækn- ingastofu, en þá sé ekki að efa, að sjúklingarnir muni líta inn til hennar. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur út af þess- um peningum, hún gæti greitt lánið, er hún hefði til þess efnin. Og með það fór maðurinn. Hrefnu varð svo mikið um þessa heimsókn, að hún hló og grét í senn. Oft hafði í álinn syrt, en altaf hafði henni lagzt eitthvað til. Eftir þetta hlaut framtíðin að brosa við henni. Hún fékk sér lækningastofu á öðrum og betri stað í bænum og bjó hana viðunanlegum hús- gögnum, og skipti þá alveg um. Sjúklingax fóru þegar að tínast til hennar, og áður en langt um leið, hafði hún vaxið svo í áliti, að hún hafði yfrið nóg að gera og ágætar tekjur. Þegar. hér var komið málum, fer Hrefna1) fyrir alvöru að hugsa til framhaldsnáms í læknisfræði, því að sérfræðingur vildi hún verða, en fyrst þurfti hún að tryggja sig vel fjárhagslega og heilsan var hvergi góð, svo að hún varð að bíða átekta. Framh. næsta blaði. l) Dr. Hrefna mun snemma á árum sínum hafa tekið sér nafnið Harriet, því að enskumælandi menn gátu ekki borið fram nafn hennar. En við Islendinga notaði hún Hrefnunafnið í ræðu og riti.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.