Heima er bezt - 01.05.1954, Side 26

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 26
154 Heima er bezt Nr. 5 — En hvers vegna — hvers vegna ertu þá að sleikja þessháttar óþverra í þig? — Að heyra til þín! Er kannske ekki óáran, þar sem þú átt heima? Ingólfi fannst allt í einu eins og sér yrði hroll- kalt. Gamli maðurinn var soltinn og átti ekkerf til að borða annað en birkibörk. Og svo hafði hann viljandi narrað hann inn í runnann, svo að hann dytti. Hann stóð upp, sótti matinn og mjólkurflösk- una og lét það milli handanna á gamla manninum. — Borðaðu, sagði hann. Þú átt að borða þetta allt. Öldungurinn starði tómum augum framhjá Ing- ólfi. — Nei, nú hef ég aldrei —! stamaði hann for- viða. — Borðaðu nú! Þér er það vel unnt. — Já, en máttu missa það? Ingólfur beið á meðan öldungurinn var að borða. Hann fór ekki að eins og Geirþrúður, þegar hún kom í Svartadjúp og hámaði í sig eins og villt dýr. Gamli maðurinn borðaði rólega og með andakt. Hann beit smátt í brauðið og var lengi að tyggja, eins og til að draga tímann. Og mjólkursopann sparaði hann líka. Loks fannst drengnum þetta ganga allt of hægt, það leit út eins og hann ætlaði að hætta, þó að hann hefði varla borðað helming- inn. — Borðaðu það allt, þú hefur þörf fyrir það. — Hm. Það er maginn, sérðu! Eftir langan sult verður að fara gætilega. — Geymdu þá leifarnar þangað til seinna, sagði drengurinn. Taktu það með þér heim. Hann var svo glaður og stoltur, eins og hann hefði gefið heilt hreindýr. « Sá gamli lagðist niður í lyngið. Lá þar og dró and- ann hægt og starði tómum augunum upp í him- ininn. — Kemur þú frá Haugsbænum? spurði hann. — Ne-ei. — Jú, þú ert þaðan! — Ég kem að sunnan, svaraði Ingólfur. Öldungurinn lá í þönkum. — Nú, þá hefurðu kom- ið við í Haugsselinu og fengið þar mat. Enginn ann- ar en Haugskonan getur bakað brauð úr tómu mjöli. Og enginn á eins gott mjöl og hún. Já, já, matur- inn er góður og það kemur mér ekki við, hvað- an hann kemur. Þakka þér fyrir! Jens, hugsaði Ingólfur. Nú var hann sjálfsagt að ráfa uppi við Híárfossinn og leitaði að honum, gæti ekki skilið, hvers vegna hann var horfinn. Hann leit til sólar, það hlaut að vera kring um há- degisbilið og leiðin upp Seljadalinn var löng og tor- sótt. Hann myndi ekki ná þangað fyrr en í kvöld. Já, ef Jens væri ekki bálvondur núna, þá-----. — Við verðum víst að komast eitthvað lengra, sagði sá gamli og staulaðist á fætur. Drengurinn tók í hönd hans, nú var hann ekki hræddur leng- ur. Þegar þeir komu að fjalhögginu, fálmaði sá gamli eftir hrúgunni af brenni. Honum fannst hún víst vera orðin nógu stór, því að hann byrjaði að taka af henni í fang sér til þess að bera heim. Nú gat hann bjargað sér sjálfur, áleit hann. Hann þekkti stíginn ofan hæðina. Hér hafði hann strit- að í fjölda mörg ár. O-nei, þetta var alls ekki erf- itt. Kannske var það dálítið leiðinlegt að þurfa allt- af að vera að þreifa sig áfram, og fyrir kom það, að hann villtist upp í skógarhlíðina, svo að hann hafði enga hugmynd um, hvar hann var. Þá var ekki annað að gera en að setjast niður og bíða þess, að hún Guðlaug kæmi undir kvöldið. Hún var í fjós- inu á stórbýli einu rétt hjá, svo að það dróst oft lengi að hún kæmi heim. Guðmundur blindi masaði hæglátlega og góð- látlega, meðan hann safnaði birkistubbunum í fang sér, en hann gat ekki tekið þá alla. Nokkrir urðu að bíða. Ingólfur bauðst til að hjálpa honum, en minntist í sama bili konunnar — Guðlaugar. Hún færi víst að spyrja hann spjörunum úr, hver hann væri og hvaðan hann kæmi. Það var kannske bezt að skilja núna. — Já, það væri ljómandi fallegt af þér, ef þú vildir hjálpa mér, því að hún Guðlaug verður þarna yfirfrá í allan dag. — Hvað ætli Jens segði við þessu? hugsaði dreng- urinn, en samtímis fékk hann annað að hugsa um. Eitthvað mikið og örlagaríkt fyrir hann. Hann gat varla komið sér að því að spyrja. — Ég ætla að búa til stólbök úr þessum grein- um, tautaði sá gamli. — Þeir blindu verða líka að lifa. Þeir stauluðust báðir niður stíginn með byrð- ar sínar. — Þú — þú — hm — ert sjálfsagt kunnugur hérna? spurði Ingólfur, þegar þeir námu staðar til að kasta mæðinni. Hann sá strax, hve heimsku- leg spurningin var og bætti við: — Ég meina — þú þekkir allt fólkið i sveitinni hérna? — Við hvað áttu? — Hja — nei — jú, er einhver hérna, sem heit- ir Ingibjörg? Hin tómu augu öldungsins urðu ofurlítið óróleg, það var engu líkara en að hann starði upp í him- ininn til þess að fá svar þaðan. Þetta augnablik var þýðingarmikið fyrir drenginn. Og hann var hræddur. Hann átti víst ekki að spyrja svona blátt áfram — Þú — þú þekkir hana ef til vill ekki, bætti hann við. — Látum okkur sjá, sagði Guðmundur. — Hérna í sveitinni eru fjórtán stúlkur, sem heita Ingi- björg.-------- X. Þann sama morgun, sem Haugsbóndinn og vinnu- maður hans óku frá selinu, stóð Jens fyrir ofan girð- inguna og horfði á eftir þeim. Hann hafði komið í hellinn við Híárfossinn um nóttina. Eldurinn var þá að deyja út og drengurinn var horfinn. Jens kom auga á örina, varpaði frá sér byrði sinni og fór þeg- ar á stað í norðurátt, eins og örin benti til. í mýri

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.