Heima er bezt - 01.05.1954, Side 27

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 27
Nr. 5 Heima er bezt 155 nokkurri fann hann spor drengsins og skammt frá sá hann afrifna grein, sem hlaut að vera af manna- völdum, því að engin merki eftir tönn eða kló voru sjáanleg. Og eftir fullorðna manneskju gat það ekki verið, því að greinin var svo neðarlega. Förin rökt- ust að gerðinu við Haugsselið. Þar var grasið troð- ið eins og hann hefði beðið þar um hrið. Þetta var um sólarlagsbil. Jens kom auga á slóð- ina í dögginni á túninu og ásetti sér að fylgja slóð- inni þangað til hana þryti. Þá er hann kom inn á túnið mitt, nam hann stað- ar og hlustaði. Hvað var þetta? Hann heyrði hljóð frá vagninum. Það hlaut að vera nýfæddur kálf- ur, sem þeir voru að flytja heim. En hafði þá Haugs- bóndinn ekki meira vit en svo, að flytja kálfa á þennan vafasama hátt? í sama bili heyrði hann umgang í ganginum. Hann hljóp aftur inn í skóginn og lá þar og beið þangað til bóndinn og félagi hans hurfu niður fyr- ir hliðið. - En hann fann ekki sporin aftur. Þau höfðu stefnt beint á selshúsið. Förin eftir lappaskóna drengsins lágu til hússins, en ekki út aftur. Hann braut heil- ann um þetta og botnaði ekkert í því. Fleirum sinn- um læddist hann kringum selið, en fann hvergi spor. Svo fór hann niður í Svartadjúp. Kannske hafði drengurinn farið í hellinn þar. En þar var allt eins og þegar þeir yfirgáfu hellinn. Þar var hérasaur og kóngulóarvefir, en ekkert, sem benti á manneskju. Þeir höfðu þá sjálfsagt farist á mis. Vel gæti verið, að drengurinn væri núna steinsofandi í hellinum við Híárfoss. Jens hljóp upp hlíðarnar og hugsaði aðeins um þetta: Drenginn! Hann hafði gengið heilan sólarhring í einni lotu. Ekkert borðað og ekkert hvílzt. Öðru hvoru sortnaði honum fyrir augum. Svo stanzaði hann til að kasta mæðinni, svitnaði, varð aftur með sjálfum sér og sá skýrt. En í hellinum við Híárfoss var allt eins og áður. Þá gekk allt í einu upp fyrir honum, að drengur- inn myndi hafa verið í kistunni. Haugsbóndinn var ekki harður við dýrin. Hann myndi hafa látið lokið vera hálfopið. En eitthvað lifandi var í kistunni. Það var eins og kistulokið hefði hreyfzt. Honum varð ónotalega við hugsunina um þetta. Þetta gæti ekki verið. Hvernig hefði drengurinn komizt ofan í kistuna? Og lokið var reyrt fast. Kannske hafði hann séð ofsjónir. Hann hafði ver- ið þreyttur og syfjaður, og þá var algengt að hann sæi ofsjón’r. Hann kastaði sér á skinnin og ætlaði að sofna. Svefninn var bezta lækningin við ímyndunum. Máske stóð drengurinn yfir honum þegar hann vaknaði. Hann hefði bara verið niður við ána að veiða. En svo stóð boginn hans þarna upp við vegg- inn eins og ákveðið nei við þeirri tilgátu. Drengur- inn fór aldrei út án bogans, þegar hann ætlaði að veiða. Jens gat ekki sofnað. Hann fór á fætur aft- ur og hljóp norður með skógarhlíðunum. Hann varð að ná vagninum, varð að sjá, hvað var í kist- unni — það var sama, hvað það kostaði. Við húsmannsbýlið í Króki stóð Geirþrúður og var að vinna eitthvað, þegar hann kom út úr skóg- inum. Hann gekk beint til hennar. — Drottinn minn! hugsaði hún. Og Geirmundur var með ljáinn bak við húsið. Ef hann sér Jens, þá —-------. Angistin gagntók hana. Hann mátti ekki koma. Drottinn minn! Geirmundur mátti ekki fá ástæðu til afbrýðisemi aftur. Hún stóð í sömu sporum utan við sig af ótta og bandaði á móti Jens, eins og hann væri pestin sjálf. Hann var tvö skref frá henni, þegar hann tók eftir angist hennar. Hann nam staðar, varpaði önd- inni og gat ekki komið upp orði fyrst í stað. —■ Geirmundur — hann má ekki sjá þig! Hún stóð kyrr og bandaði að Jens. Jens strauk um augu sér og hljóp burt. Fór í boga utan um akurinn. Hann þekkti heimilisástæðurnar í Króki. Hann vissi líka, hvernig afbrýðisemin get- ur farið með fólk. Hann skyldi að minnsta kosti ekki verða orsök þéss, að Geirmundur sleppti sér. Það var bezt að fara inn í skóginn, þar sem engin hætta var á, að hann-hitti manneskjur. Hann hljóp norð- ur með birkihlíðinni. Geirþrúður stóð skjálfandi og horfði í áttina á eftir honum. Ef Geirmundur hefði haft hugmynd um þetta? Geirmundur brýndi ljáinn, þegar hann heyrði fótatakið í dýjamýrinni. Hestur, flaug gegnum hug hans. Hann átti dálítinn stafla af birkistofnum uppi í skóginum. Ef hann tæki nú hestinn traustataki og æki því heim? Hann lagði ljáinn frá sér og hljóp upp í skóginn. Þar snöggstanzaði hann og stirðnaði upp eins og skrælnað grenitré, og rauðar flugur byrgðu fyrir sjón hans. Því að þarna stóð Geirþrúður og veifaði til þessa helvítis slána ofan úr fjöllunum. Leiðin lá í norður yfir mýrar og grjótholt, læki og tjarnir með fenjum á milli. Öðru hverju fór hann yfir veginn, en hvergi var vagninn að sjá. Á einum stað fékk hann sér að drekka úr ískaldri lind. Svo hélt hann áfram ferðinni. Það var farið að rjúka á húsmannsbýlunum. Oft varð hann að taka á sig stóra króka til þess að eng- inn yrði hans var. Eitt sinn, er hann hljóp yfir hæð eina fyrir ofan veginn, sá hann vagninn. Mennirnir gengu á eftir honum. Það gekk seint niður dalinn. Alit leit friðsan.lega út. En lægi drengurinn í kist- umii, íæri málið að vandast og friðurinn víst búinn. Hann hljóp niður eftir eins og ólmur elgur. — Nú, hvað er að þér? Haugsbóndinn sneri sér að vinnumanninum, sem hafði dregist aftur úr. — Ertu ungur maður? í æsku minni--------. — Ég er banhungraður, sagði vinnumaðurinn. — Það er sjálfum þér að kenna, svaraði húsbónd- inn. A5 fullorðinn maður skuli ætla að taka mat með og gleyma svo matnum — nei, það er roluskapur! Vinnumaðurinn svaraði ekki. Hann skildi það raunar heldur ekki. En að bessi gamli bóndi skyldi ekki geta stillt sig um að kasta að honum sáryrð- um, það--------. — Hott! Bóndinn ók heim að hliðinu á Stóruhlíð. — Hlauptu inn og sæktu mjölið, sem hann Þor- steinn var að mala, sagði hann. Á meðan skar hann barkarlengju af tré og saug safann.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.