Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 28
156
Heima er bezt
Nr. 5-
—------Góð stund leið áður en vinnumaðurinn
kom aftur með mjölsekkinn á bakinu. Hann reikaði
. undir byrði sinni og bóndinn ætlaði að skopast að
vesalmennsku hans, þegar dálítið kom fyrir, sem
fékk hann til að gleyma því.
Eitthvað kom þjótandi út úr skóginum. Fyrst hélt
hann, að það væri elgsdýr, en svo virtist honum það
vera hávaxinn og beinaber maður. Hann kom beint
að vagninum og svitinn bogaði af honum. Hestur-
inn fældist og setti vagninn niður í skurðinn. í sömu
andrá var ókunni maðurinn þar; hann reif upp lokið
á kistunni, en sleppti því strax aftur, snerizt á hæl
og var horfinn í skóginn.
Bóndinn gerði ekkert annað en að glápa á þetta.
— Sástu hann? hrópaði hann til vinnumannsins.
— Nei! svaraði hinn og gelti einna líkast hundi,
sem allt í einu finnur, að hann er villidýr.
Bóndinn sagði ekki meira um þetta atvik. En
næsta sunnudag þar á eftir fór hann til altaris.
Jens lá uppi á ásnum og kastaði mæðinni. Honum
fannst allt vera orðið svo undarlega tómlegt, og or-
sökin til þess var aðeins ein: Drengurinn. Nú var það
búið. Hann gat ekki meira. Honum fannst eins og
hann stæði ennþá yfir þessari tómu kistu, sem gapti
á móti honum, eins og hún væri að hlæja háðslega
að honum.
Hann hafði hlaupið niður dalinn eins og brjál-
aður maður. Og hann hafði látið fólk taka eftir sér.
Innan skamms yrði Selj adalurinn fullur af fóget-
um og bændum með byssur. Þannig myndi þetta
enda. Hann fylltist meðaumkvunar með sjálfum
sér og klökknaði. En svo varð hann allt í einu reið-
ur. Var þetta ekki nógu erfitt, þó að hann gerði það
ekki verra? Átti hann kannske að fara að skæla eins
og stelpa? Drengurinn var sjálfsagt í hellinum og
steinsvaf. Það var meiri skynsemi í sex ára strákn-
um en í honum, sem þó átti að vera fullorðinn. Upp
með þig!
Hagamús skauzt út úr lynginu. Hann leit á mús-
ina. Músarkrílið horfði allt í kringum sig og þefaði
út í loftið. Það leit út eins og hún væri að leita ein-
hvers, fyndi lyktina af einhverju í nágrenninu. í
lynginu lá eitthvað grænt og sólin skein á það.
Hann sá ekki hvað það var, en gat ekki slitið sig frá
því. Hann reis upp og gekk þangað. Það var tóm
flaska. En það hafði verið mjólk í hennl. Músin var
að tyggja eitthvað, sem líktist brauðbita.
Allt í einu stóð hann eins og stirðnaður og starði
á lautina, þar sem músin var. Þar voru spor eftir
lappaskó. Litla skó, eins og þá, sem Ingólfur gekk
á. Og fleiri spor voru sjáanleg. Bæði eftir litla skó
og stígvél með járni á hælunum. Hjá stofni fann
hann afgreinuð reynitré og það lá stígur þaðan nið-
ur skógarhlíðina. Sporin voru nýleg.
Það er ekki satt! hugsaði hann með sér og fylgdi
stígnum. Það er ekki satt, þetta eru ekki spor eftir
Ingólf! Börnin í sveitinni ganga sjálfsagt líka á
lappaskóm. Og einkennileg tilviljun var það nú
samt, að hann skyldi hitta á þessi för hérna.--
Hann gat ekki bægt hugsuninni frá sér. Ef það hefði
nú verið drengurinn, sem hafði gengið hérna?
Nú kom húsmannsbýli í ljós. Mögur kýr stóð
tjóðruð við húsið, en annars var ekkert merki um
líf, annað en hvítur brennireykur frá eldhúsinu.
Hann stóð lengi og horfði á þetta fátæklega heim-
ili. Hérna var friður og ró.
Gamall maður kom í ljós við húshornið; hann
tók nokkrar greinar, sem stóð upp við vegginn, og^
bar þær inn í geymsluna. Litlu síðar varð reykurinn
grár og þykkur.
En hvar var drengurinn? Því að það var öruggt,
að lítill drengur í lappaskóm hafði gengið niður
stíginn.
Þá heyrist honum allt í einu eins og einhver
kveinki sér skammt frá. Veikt hljóð barst út í kyrrð-
ina og enginn hefði heyrt það, ef það hefði ekki
stungið svo mjög í stúf við kyrrðina. Það var veik
rödd og maðurinn kipptist við. Honum fannst hann
þekkja röddina.
Hann stóð dálitla stund í óvissu, læddist svo hljóð-
lega meðfram skógarjaðrinum og skauzt að eld-
hússveggnum. Þar stóð hann nokkra stund og lagði
eyrað upp að fúnum fjalaveggnum.
Nú var allt kyrrt. En hann heyrði, að fólk var á
ferli þar inni og öðru hverju var eins og slegið væri
í vegginn. Það hlaut að vera mikill eldur á arninum,
því að hann heyrði snarkið út og neistar flugu upp
um strompinn.
— Þú herðir þig upp, en bíddu bara-----------,
hvæsti einhver og dró andann með þungum sogum.
Svo heyrðist eitthvað velta niður á gólfið.
— Æ! heyrðist drengjarödd æpa, og það var sem
maðurinn úti fyrir væri stunginn hnífi í hjarta-
stað. Þetta var rödd Ingólfs.
— Hó — hó! Það verður langtum verra! stundi
sá gamli. Villtu nú láta undan!
Þá er kyrrðin rofin af örvæntingarópi, óhugnan-
legu og sársaukakenndu. Loks deyr það út 1 lágu
veini.
Maðurinn úti fyrir vissi ekki, hvað til bragðs
skyldi taka. Ópið nísti hann gegnum merg og bein
og nú vissi hann ekki, hvað hann gerði. Hann hljóp
fyrir hornið að dyrunum. Þær voru læstar. Krækt
aftur að innanverðu. Gamalt fjalhögg stóð við vegg-
inn. Hann greip það og kastaði því á dyrnar af öllu
afli, svo að krókurinn lét undan og dyrnar stóðu
á gátt.
Og hann rauk inn um þær eins og villidýr eftir
bráð.
-------En inni var ekkert lifandi að sjá. Gamalt
skinnteppi hékk á bita uppi í rjáfrinu og í horninu
stóð gömul vagga innan um allskonar rusl.
Nú heyrðist smella í lás. Dyr opnast til hálfs. And-
lit með hræðslusvip gægist út um gættina. Það er
drengurinn! Ingólfur! Heill á húfi!
Þeir standa nokkur andartök og glápa hvor á
annan og skilja ekki neitt í neinu.
Þetta var heldur ekki hægðarleikur að skilja. Ing-
ólfur og Guðmundur voru að sveigja birkistafinn
um ás til að búa til stólbök úr þeim. Þetta var erfið
vinna. Til þess að gera stafina linari, hafði sá gamli
sett þá við eldinn. Þegar gufan streymdi út um
börkinn, heyrðust allskonar einkennileg hljóð.
Það leið nokkur stund áður en þeir komust að
hinni réttu niðurstöðu. Á eftir hlógu þeir að þessu
Framh.