Heima er bezt - 01.05.1954, Page 29

Heima er bezt - 01.05.1954, Page 29
Nr. 5 Heima er bezt 157 Söngvari Hátíðleg stund á Þingvöllum. Senn eru liðin tuttugu ár síðan þessi mynd var tekin, enda má það gerla sjá á bílunum, sem þarna eru. Arið 1936 var haldin hér sænsk vika og naut mikilla vinsœlda. í sambandi við hana var janð til Þingvalla. Þar kom s-enskur stúdentakór, sem hér var, og karlakórar Reykjavíkur fóru þangað einnig. Þarna varð hin bezta sönghátíð, þar sem íslendingar og Svíar skiptust á söngkveðjum og létu veggi Almannagjár síðan bergmála af sameiginlegum söng. og stórbóndi Framh. af bls. 134. kunna að hafa fyrir sálarlíf þeirra og lífsskoðun í bráð og lengd. Það er ekki von, að vel fari, er börn mæta slíku skilnings- leysi. Og ég er viss um, að nið- urrifsmennirnir, er sundruðu drengjahúsinu, unnu meira og hættulegra skemmdarstarf en rúðubrotsstrákarnir, er ég minntist á. — Hinn vaxandi, lik- amlega vel aldi, ungi manngróð- ur þarfnast afrennslis orku sinnar og sköpunarþrár, og það er oftast á valdi fullorðna fólks- ins, hvernig krókurinn beygist. Vandsvarað er þeirri spurn- ingu, hver höfuðmunur sé nú- tíma og þátíðar hugsunarháttar og hvert til góðs horfi nútímans framvindu, svo vandsvarað, að : henni verður naumast af nokkr- um gerð viðunandi skil í stuttu máli, ef með sannsýni, réttskiln- ingi og óhlutdrægni á að svara. Hætt er við, að ég sé orðinn of gamall — of fast bundinn eða háður skoðunum og lífsvenjum hins gamla tíma — til að geta með fáum setningum óhlutdrægt dæmt um þetta. Samt segi ég þetta: Það er ólík aðstaða nú- tíma manns til fjáröflunar, menntunar og auðveldari og eftirlátari lífskjara einstaklinga og þjóðarheildar en var. Eigi að síður má ekki gleymast að skyggnast til baktjalds hins liðna tíma og lesa þar þær stað- reyndir, sem enn eru í fullu gildi fyrir afkomu nútíma manns. Það skapar ekki ætíð sanna hamingju að vera eftirlætisbarn, það sama gildir með þá menn — þá þjóð, sem við auðveldi og eft- irlæti býr: henni vill verða hrös- ult, það er skammt að dyrum ómennsku og oínautna, þar sem fullar eru hendur auðfengins fjár, vill oft út af bera með ham- ingjusamt líf. Það, sem ég tel mestan hásk- ann skapa núna á yfirstandandi tíð er virðingarleysið fyrir lík- amlegri vinnu og skyldum, sam- fara óhófseyðslu og nautnasýki fjöldans. Þar skilur mikið á milli hins nýja og gamla tíma. Fyrr var hófsemd í nautn, þrautnotk- un tímans, varúð og gætni í meðferð fengins fjárhluta í heiðri höfð. Fyrr þótti það til efnilegheita horfa með unga menn, er reyndu að láta sér græðast fé, vildu verða sjálf- bjarga menn og sjálfstæðir. Nú virðist það ungt fólk, bæði menn og konur, talið ágætast, sem stærstan hlýtur fjárhlutinn fyr- ir minnsta vinnu og erfiði og eyðir öllu í nautnir og vitleysu. Þarna skilur mikið á milli, og er hætta á ferð, bæði efnisleg og andleg. Lærðu að læra Framh. af bls. 149. hefur lært í raun og veru og hvað ekki. 9. Vendu þig á að taka vel eft- ir því, sem þú ætlar að læra. 10. Mundu, að námsárangur þinn veltur fyrst og fremst á því, hvaða hug þú berð til náms- efnisins og hvaða aðferðir þú notar við námið. Smælki — Hvað, er þetta ekkjan hans Péturs sáluga? Mig minnir, að hún væri orðin gráhærð. — Já, hún var það áður en hann dó, en svo varð hún svarthærð af sorg, aumingja konan. — Hugsið þér nokkurn tíma um það, maður minn, að líf vort hangir í raun og veru alltaf á veikum þræði, og dauðinn get- ur heimsótt okkur hvenær sem er? — Já, mér líður það sjaldan úr minni. — Og að við verðum alltaf að vera við því búnir, að yfirgefa þetta jarðneska líf, vini okkar og ættingja. — Nú, þetta er nákvæmlega það, sem ég segi á hverjum degi. — Hvað heyri ég, veitist mér þá sú á- nægja að tala við stéttarbróður? Eg er nefnilega prestur. — Nei, ég er umboðsmaður líftrygginga- félags.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.