Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 2
98 Heima er bezt Nr. 4 <upbm(t HEIMA ER BEZT . Hcimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- i letra . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgrefandi: Bókaútgáfan Norðrí • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f. Abvrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson . Efnisyfirlit Bls. 99 Ferð til Akureyrar frá Fáskrúðsfirði og heim aftur. eftir Bjarna Sigurðsson. — 105 Hamskipti, smásaga, eftir Astrid Stefánsson. — 107 Ást og hatur, eftir Olaf Gunnarsson, sálfræðing. — 110 Spákonan, eftir Bjarna Þorsteinsson. — 112 Frá Þorleifi Guðmundssyni, eftir Kolb. Guðmundsson. — 113 Rímnaþáttur, cftir Svbj. Benteinsson. — 114 Vísnaþáttur. — 115 Erlendir ferðalangar á íslandi, eftir Kristm. Bjarnason. — 119 Tvö kvæði, eftir Guðrúnu Auðunsdóttur. — 120 Vordagur á öskuhaugum, eftir S. Draumland. — 121 Valdastreita í heimskautalöndum. 123 Gamli maðurinn og drengurinn, smásaga, eftir Sigurd Kvlle. Margt fleira er i heftinu. VlllllllllllltlSISSIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIISIIIIIIISBIIIIIIIBIIIIIIIIItlllStllllllllBI IBIiÍtll9IIIBIII0llllllllltlllllVII Forsíðumyndin Þjórsá hjá Þjórsárholti Þjórsá er eitt af mestu vatnsföllum landsins og hefur verið hinn mesti faratálmi löngum, áður en hún var brúuð, skömmu fyrir aldamótin. Fellur hún um eitt þéttbýlasta hérað landsins. Nokkur vöð eru á Þjórsá, en fæst fær, nema þegar lítið er í henni. Auk vaðanna voru og ferjur á ánni á vissum stöðum. Myndin á forsíðu þessa heftis er af ferjunni á Þjórsá hjá Þjórsárholti í Gnjúpverjahreppi. Ferju- bóndinn, Jón Jónsson, ýtir bátnum úr vör. Þarna hefur að líkindum verið ferja á Þjórsá síðan land byggðist. Fyrrum hefur ferjan verið mikið notuð, þar sem þetta er eina ferjan á ánni í uppsveitum Ámess- og Rangárvallasýslna. Einkum hefur þar verið fjölfarið, meðan biskupsstóll var i Skálholti. Ekki hefur heyrzt getið um slys á mönnum á þess- um ferjustað utan einu sinni, er kona Páls biskups Jónssonar og fleiri drukknuðu þar á þrettándu öld. Um þann atburð segir í sögu Páls biskups (Biskupa- sögur I. bindi, ísl. sagnaútg.): „En þá er Páll biskup hafði setið að stóli tólf vetur í Skálaholti, þá varð sá atburður, að Herdís (kona biskups) fór heiman vorið eftir páska í Skarð til bús þess, er þau biskup áttu, og skyldi hún taka hjónum og um aðra þá hluti sýsla, er þar þurfti. Henni fylgdu börn hennar tvö, Ketill og Halla, en heima var með biskupi Loftur og Þóra. En þá er Herdís var í Skarði, þá gerði vatnavöxt mikinn, og gerði án Þjórsá óreiða. En hún vildi heim koma að nefndum degi, af því margt var það heima óráðið, er ætlað var, að hennar skyldi bíða. Lét hún síðan sækja skip og færa til árinnar, og fara þau síðan til skipsins: Herdís, Ketill og Halla og Jón, bróðir Herdísar, og Björn hét prestur, kapellán biskups, sá er þeim fylgdi. Þorsteinn hét djákn úr Skarði, Guðrún Þóroddsdóttir og systurdóttir Herdísar. Yfir ána fór fyrst Ketill og Björn, fararskjótar og reiðingar þeirra. Þá týndist reiðhestur Herdísar. Hið efsta sinn, er yfir ána skyldi fara, var á skipi Sigfús Grímsson, Þorsteinn djákn, Herdís og Halla og Guðrún, en veður nokkuð byljótt. En er þau komu í straum þann, er skammt var frá landi, því er þau skyldu til fara, þá barst þeim á og kastaði skipinu undir þeim. En þau fóru öll í kaf og komu öll upp síðan, og var það heyrt til beggja þeirra mæðgna, að þær sungu og fólu sig og sálir sínar guði almáttugum á hendi. Skildi þar þá feigan og ófeigan. Sigfús sveif að landi, en Herdís, Halla og Guðrún drukknuðu og Þorsteinn djákn, en Sigfús var þrekaður mjög er hann kom að landi, en ekki var þeirra manna á landi, er knáleikur var yfir. En almáttugur guð endi öll sín fyrirheit, sá er því hefir heitið, að hann mundi gefa huggun með hverjum harmi, og hann mundi einskis framar freista, en hver mundi bera mega, þess hann bíður, og sýndi guð það hvorttveggja í þessum inum hörmulega atburð þá huggun brátt með harmi, að inn sama dag fundust öll lík þeirra manna, er þar höfðu farist, og var sú huggan þá mest þeim, er liföu. En það var þó lítt með líkendum, nema guð gæfi af sinni mildi og miskunsemi, af því svo var vatna- vöxtur mikll, að fám nóttum síðar rak hestinn í Vestmannaeyjar, þann er þar hafði farizt. En er þessi tíðindi komu til eyrna Páli biskupi á náttar- þeli váveiflega, þá sýndist öllum, að guð hefði nær ætlað, hvað hann mundi bera mega. Hann mátti ekki matar neyta, og hann hafði eigi svefn, áður likin voru niður sett, en þó leitaði hann alla að gleðja í því, er hann mátti“. Þessi hrakningarsaga er sennilega hin elzta í ís- lenzkum bókmenntum, þar sem frásögnin öll er raunverulega, og höfundurinn hefur verið mjög kunnugur öllum staðháttum og fólki því, er kom við sögu.— Rétt neðan við Hrosshyl, en svo er ferjustaðurinn nefndur, er vað á Þjórsá. Heitir það Nautavaö. Var það mikið farið fyrrum og einstaka sinnum er áin riðin þar enn þann dag í dag.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.