Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 28
124 Heima er bezt Nr. 4 að ég refsa strákunum, þegar þeir eru að hrekkja í skólanum. Þessir þrír, sem þú hittir í dag, eru kunningjar mínir og ég hef dustað þá til oftar en einu sinni, máttu trúa! Þeir voru svo slæmir við mig strax eftir að ég kom, svo að ég varð að neyta hnef- anna til þess að fá frið fyrir þeim. — Ertu þá ekki héðan úr sveit- inni? spurði Vébjörn. — Nei, við mamma áttum heima í kaupstaðnum áður. — En þar varð hún atvinnulaus, og svo sendu þeir okkur hingað. Mamma er nefnilega sveitföst hérna. Við erum á sveitinni, skilurðu! Síðustu orðin voru sögð í lágum sorgartón og nú varð dálítil þögn. Síðan segir Vébjörn: — Já, svo þú ert ókunnugur — þú líka. Þá verðum við að halda saman og hjálpa hvor öðrum eins og við getum. — En segðu mér, hvað segir fólk annars um mig? „Bangsi“ svaraði ekki strax. Hann braut heilan um, hvernig hann ætti að komast hjá að svara þessari spurningu. Gamli maðurinn skildi hann og mælti: — Segðu mér það bara, vinur! Mig langar að vita það. — Já, já, úr því að þú vilt það endilega. — Þeir segja að þú sért fantur. Nokkrir halda að þú sért þjófur og aðrir að þú sért morð- ingi. Sá gamli hrökk við. — Jæja! Segja þeir það! Hann sat þegjandi langa stund og augu hans urðu svo undarlega gljáandi. Það var eins og hann væri að horfa inn í aðra veröld. —En hvorki mamma eða ég trúum slíku. Hún hefur sagt, að það sé ekki annað en lygi, og að ég eigi að vera góður við þig, sagði „Bangsi“. Honum fannst gamli maðurinn vera orðinn of þegjandalegur. — Ég þakka þér fyrir það, sagði Vébjörn og „Bangsa“ fannst eins og rödd hans vera orðin að graut. Þá er þeir skildu, lofaði „Bangsi“ því, að hann skyldi koma fljótt aftur til gamla mannsins. — Ég skal vera á verði á laug- ardaginn kemur, sagði hann og leit einbeittnislega út. Ég skal berja þá ef þeir taka upp á þessu aftur. Nokkur ár liðu. „Bangsi“ og Vébjörn voru ætíð sömu góðu vinirnir. Á sunnudögum sátu þeir oft heima hjá Vébirni og röbbuðu saman. Og mörgum sinnum varð „Bangsi“ að verja gamla manninn, bæði fyrir að- súg óknyttastráka og illkvitnis- legu slaðri fullorðna fólksins. -— En mamma hans kom tvisvar í viku í Gljúfurhaug til þess að þvo og hreinsa hjá Vébirni. Gamli maðurinn hafði stundum stungið upp á því að þau flyttu til hans, en hún vildi það ekki. Hún kvaðst hafa fengið sæmi- lega atvinnu, svo að hún þurfti ekki lengur að þiggja af sveit. Og nú var „Bangsi“ orðinn svo stálpaður að hann gat unnið fyrir sér. En einn hlutur var það, sem Vébjörn talaði aldrei um; hann sagði engum hver hann var né hvaðan hann kom. „Bangsi“ hafði mörgum sinnum spurt hann um það, en fékk engin svör. — Ég er hvorki fantur, þjófur eða morðingi, sagði Vébjörn. Trúir þú mér ekki er ég segi þér það? — Jú, víst trúði „Bangsi" hon- um. Og svo var ekki talað meira um það mál. En fólk hélt áfram að geta. Síðasta getgátan var, að Vébjörn væri vellauðugur norsk-ameríkani. Það byggðu menn á því, að eitt sinn fékk hann bréf frá Ameríku með póst- inum. Það var ábyrgðarbréf og því gizkaði fólk á, að í því væru verðmæti, ávísanir eða slíkt. En enginn vissi neitt. Samt sem áður var það gott að þetta bréf kom. Þeir, sem höfðu sett fram ljótar grunsemdir áður, urðu nú gætnari í tali. Nú heilsuðu þeir honum á veginum og buðust til þess að bera töskuna hans fyrir hann á laugardögunum, er hann kom frá kaupmanninum. En nú var Vébjörn orðinn tortrygginn. Hann afþakkaði þjónustusemi þeirra. — Ég á von á honum „Bangsa“ sagði hann. Hann lofaði að koma á móti mér á leiðinni. Og „Bangsi“ gleymdi ekki lof- orðum sínum. Það var engu lík- ara en að þessir utansveitar- menn hefðu gengið í fóstbræðra- lag. Og það hafði gert þeim báð- um hægara fyrir mörgum sinn- um. „Bangsi“ var dugandi verk- maður. Hann var ekki gamall, þegar hann fór að fara á milli búgarðanna og vinna fyrir bændurna. Allir vildu hafa hann, því að hann var duglegur og þýðlegur og svo samvizku- samur, að orð fór af því. — Svo var það dag einn er hann stóð í nýræktinni á Lóni og færði burt stóra steina, að mamma hans kom hlaupandi frá Gljúfurhaug. Hann sá strax að það var hún og enginn annar, og bjóst við einhverju leiðinlegu. — Þú verður að koma strax, sagði hún. — Hann Vébjörn hefur fengið slag og ég get ekki hjálp- að honum ein. „Bangsi setti verkfærin frá sér og fylgdist strax með henni. Vé- björn lá á gólfinu þegar „Bangsi“ kom, en hann tók gamla mann- inn og bar hann upp í rúm. Gamli maðurinn gat ekki sagt neitt að ráði, en þakkaði „Bangsa“ af því að hann hafði verið svo góður, og óskaði hon- um alls góðs í framtíðinni. Seinna um daginn dó Vébjörn. „Bangsi“ og móðir hans voru hjá honum þegar hann tók andvörp- in. Lénsmaðurinn mætti og rann- sakaði skjöl Vébjarnar. Fólk var ákaflega forvitið að heyra síð- asta kafla hinnar einkennilegu sögu hans. Og það fékk að vita allt! Hann hafði átt heima ein- hverstaðar langt inni í skógar- héruðunum. Þar hafði hann átt stóran búgarð, en kona hans og fjó.rir drengir, sem þau áttu, dóu öll í spönsku veikinni. Eftir þetta áfall varð hann svo sem eitthvað undarlegur, sögðu menn, og margir héldu að hann væri ekki með öllum mjalla. Hann seldi bú- garð sinn og fór í flakk. Það var eins og sorgin og óhamingjan hefðu gert hann heimilislausan á jörðinni. — Og svo hafði hann loks setzt að hérna. — Lénsmaðurinn fann hið umtalaða Ameríkubréf, en í því voru engir peningar eða ávís-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.