Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 9
Nr. 4 Heima er bezt 105 HAMSKIPTI Smásaga eftir Astrid Stefánsson Sophus Nicolajsen, gas- og vatnsleiðslumeistari, var ekkju- maður. Hann átti heima í þak- íbúðinni í litlu húsi. Bjó hann þar ásamt hundinum sínum er hét Clemenceau. Húsið átti Fihn danskennari. Clemenceau var velættaður hundur, stór, grár og lubbaleg- ur. Hið mikilfenglega nafn sitt hafði hann hlotið, að nokkru leyti vegna hins höfðinglega yf- irskeggs síns og að öðru vegna bardagahneigðar sinnar. Ekki svo að skilja að Clemenceau ■—■ eða Klem, eins og hann var jafn- an kallaður — væri neinn slags- málahundur. Langt frá því. Hann var óvenjulega rólegur í skapi og hóf aldrei ófrið; en væri hann beinlínis egndur út í slagsmál, gekk hann að málinu með hugrekki ljónsins, lipurleik tigrisdýrsins og lævísi tóunnar. Annars var þessi stóri, lubba- legi hundur sem sagt góðvildin sjálf. Hann galt vináttu með vináttu, hvort heldur um menn eða dýr var að ræða. Húseigandinn, Fihn dans- kennari, var svona með sjálfum sér dálítið smeykur við hunda. Hann var snotur, grannvaxinn lítill maður, og, eins og margir af manngerð hans, var hann gjarna gefinn fyrir að tala eins og „reglulegt karlmenni.“ Þessa karlmennsku sína sýndi hann með því að nema staðar í hvert skipti er Clemenceau varð á vegi hans og strjúka fingurgómunum yfir bakið á hundinum, — en á þessu byrjaði hann ekki fyrr en hann hafði spurst fyrir um, með fullri gætni, hvort hundurinn ætti það til að bíta. Danskennarinn og gas- og vatnsleiðslumeistarinn lifðu friðsamlega undir sama þaki og kom vel saman. Þeir stunduðu hvor sitt starf, og ef þeir hittust á tröppunum, skiptust þeir á nokkrum kurteislegum orðum. Eins og Ijóst er af þessu, var allt í himnalagi. Þangað til dag nokkurn, er örlögin virtust hafa skipt um skap og urðu ill, ákveð- in í að gera þeim nokkurn hrekk. Fihn hafði nýlega sáð radís- um. Enginn atvinnugarðyrkj u- maður myndi hafa lagt meiri alúð og nákvæmni í starf sitt en danskennarinn við þessa vinnu sína. Reitimir voru eins og dregnir eftir snúru, fjarlægðirn- mældar með tommustokk. — Um kvöldið sat danskennarinn, dá- lítið aumur í bakinu eftir þetta óvanalega erfiði, en hamingju- samur og hreykinn, og leit yfir verk sitt fullkomnað. Einmitt í sömu andrá kom Clemenceau labbandi heim eftir biðilsferð í nágrennið. Clemenceau hafði enga þekkingu á radísum. Aftur á móti fannst honum — ef til vill undir áhrifum af hinu ný- afstaðna stefnumóti og sálar- legri þvingun af sömu ástæðu — að hann þyrfti að létta ofurlítið á sér. Þess vegna óð hann beint út í radísubeðið, gegndi nauð- þurftum sínum og tók að róta upp moldinni með afturfótunm, eins og hunda er siður. Fihn danskennari hafi fylgt hreyfingum hundsins með skelf- ingu út um gluggann sinn. Hann var, eins og áður er sagt, enginn sérstakur kjarkmaður. En nú fengu sorgin og gremjan yfir eyðilagða radísubeðinu yfir- höndina, hann greip stóra bóm- ullarregnhlíf sem var í gangin- um, hljóp út og veitti syndaran- um ráðningu á bakhlutann. Clemenceau var undrandi og vissi enga sök hjá sér, og sneri sér nú gegn árásaraðilanum. Þegar danskennarinn sá hunds- kjaftinn með froðu í munnvik- unum, henti hann regnhlífinni frá sér og flýði inn í húsið utan við sig af skelfingu, með Klem öskuvondan á hælum sér. Hund- inum tókst að rífa stykki úr sunnudagsbuxum húseigandans rétt áður en dyrnar skullu í lás að baki honum. Sophus gamli Nicolajsen stóð í eldhúsinu sínu og var að búa til síðdegiskaffið sitt, þegar hann heyrði neyðaróp húseigandans og ákaft gelt í hundinum. Hann hljóp niður til þess að sjá hvað um var að vera, en þegar hann sá hvorki mann né hund, tók hann í dyr húseigandans til þess að sjá hvort þær væru læstar. — Lokið dyrunum, í öllum bænum lokið dyrunum! var sagt inni í stofunni með skjálfandi rödd og þegar hann gekk inn fyrir, kom danskennarinn á móti honum afskræmdur af angist og æsingi. — Ég geri yðar ábyrgan, á- byr-gan, stamaði hann. —■ Verið þér nú rólegur og skýrið mér frá því, sem hefur komið fyrir , sagði Nicolajsen hæglátlega. — Það verður að skjóta þetta hundkvikindi! Skjóta hann strax! hrópaði Fihn í ákafa. — Hvað — segið þér? Á að skjóta Klem? Talið skýrara, maður! Fihn kom nú með málsinnlegg sitt: Kvikindið hafði eyðilagt nýsáð radísubeð fyrir honum, og þegar hann ætlaði að reka það burt, hefði það ráðizt á hann eins og ólmt villidýr og rifið klæði hans. Það var hrein- asta undur, að hann hafði sloppið lifandi frá þessu. — Þér áttuð ekki að berja Clemenceau, sagði gamli maður- inn rólega. Hann hefur aldrei verið barinn. En húseigandinn setti fram úrslitakosti: Það varð að drepa hundinn áður en þrír dagar voru liðnir. Að öðrum kosti yrði lög- reglunni tilkynnt þetta og íbúð- inni væri sagt upp án fyrirvara. Nicolajsen gamli svaf ekki mikið þessa nótt. Hann lá og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.