Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 27
Nr. 4 Heima er bezt 123 Sigurd Kvále: Gamli maðurinn og drengurinn Norsk saga Hann kom í sveitina haustdag einn fyrir mörgum árum síðan. Enginn vissi hvaðan hann kom. Sumir héldu, að hann væri gam- all flakkari, sem væri ojrðinn þreyttur á flakkinu og langaði til þess að njóta ellidaganna í ró og næði. En enginn vissi það, því að sjálfur minntist hann aldrei á fortíð sína. Hann var yfirhöf- uð fremur þegjandalegur, og fólk hugsaði og gat sér til og fann upp ótrúlegar sögur um hann. — Hann nefndi sig Vébjörn, og sumir í sveitinni kölluðu hann Vébjörn fant, til þess að hefna sín á honum fyrir, að það fékk ekkert að vita um hann. — í fyrstunni bjó hann til leigu hjá gömlum hj ónum, sem aldrei lok- uðu dyrum sínum fyrir neinum, hvorki föntum né glöðum gest- um. En dag nokkurn mætti Vé- björn við uppboð og keypti þar kotið hans Jóns, Gljúfurhaug, en Jón hafði dáið í fyrra. Fólk hló, þegar Vébjörn fór að bjóða, en varð aftur alvarlegt, er hon- um var slegið kotið og sáu, að hann greiddi kaupverðið — .1200 krónur — út í hönd. Eftir þetta var eins og fólk færi að bera ofurlitla virðingu fyrir Vébirni. Kannske var hann gamall ríkisbubbi! Kannske var hann góður maður! Það var að- eins einstaka maður, sem lét sér til hugar koma, að hann væri ef til vill þjófur! — En hvort sem hann var nú það eða eitthvað allt annað, þá var að minnsta kosti ekki til í sveit- inni sá maður, sem gæti sagt eitthvað illt um hann. Hann lifði aleinn og friðsamlega í stofunni á Gljúfurhaug. Hann sást sjald- an, nema helzt á laugardögum. Þá kom hann alltaf með töskuna sína til kaupmannsins til að kaupa vörur fyrir vikuna. Hann borgaði í hvert skipti. Já, stund- um þurfti hann að býtta stórum periingaseðlum, svo að það leit meira að segja út fyrir, að hann ætti nóg af slíku í fórum sínum. Svo var það einn laugardag að hann kom úr búðinni með ó- venjulega stóra byrði á bakinu, taskan yar úttroðin, en auk hennar bar hann fullan poka. Vébjörn var orðinn gamall og honum gekk erfiðlega að kom- ast upp brekkurnar — fólk hélt að hann væri að minnsta kosti sjötíu og fimm ára að aldri. — Hann varð að hvíla sig oft. En þrátt fyrir það miðaði honum áfram. Þrír smádrengir urðu á vegi hans. Þeir hlógu og bentu á hann og skemmtu sér fyrir, hve skrít- inn hann var undir byrði sinni. Og svo kom einn þeirra og lædd- ist á bak honum og kippti í pok- ann svo að Vébjörn gamli féll aftur yfir sig á veginn. Hann lá þar góða stund, en loks staulað- ist hann þó á fæturna aftur. Hann sagði ekkert við drengina, sem höfðu raunar fært sig dálít- ið frá honum. Hann tók upp töskuna og pokann og setti á bak sér og hélt áfram en drengirnir eltu hann. Þeir hlógu og fannst þetta vera skemmtilegt. Og nú gerðist það! Pokinn datt í annað sinn! En gamli maðurinn datt ekki. Hann hafði víst búist við þecsu og hafði sleppt strax. — Aftur tók hann á sig byrði sína og hélt enn áfram. En nú gátu drengirnir ekki hætt. Þeir nálg- uðust hann, spýttu að honum og kölluðu hann fant og þjóf. Þá stanzaði gamli maðurinn: — Hvað sögðu þeir? — Vébjörn fantur! Vébjörn þjófur! æptu þeir af öllum mætti. — Vébjörn þjófur, sagði hann ofur rólega. En röddin skalf ör- lítið. — Ennþá hefur enginn kallað mig þjóf, sagði hann, og það var eins og sorgarský liði yfir andlit hans. En drengirnir hættu ekki. Þeir þröngdu sér að honum og endur- tóku orðið þjófur, svo að undir tók í hlíðunum. Hann gekk á höm, svo að hann gæti betur séð, hverju þeir kynnu að finna upp á. En einmitt þess vegna gætti hann sín ekki og hrasaði um stein á veginum, svo að hann féll endilangur á veginn. Drengjun- um fannst þetta ákaflega skemmtilegt, þeir hlóu og skríktu og færðu sig nær honum. En í þetta skipti stóð hann ekki á fætur. Hann gerði tilraun til þess, en það hlaut að vera eitt- hvað að fætinum á honum, því að hann þoldi ekki að standa í hann. Pokinn og taskan lágu skammt frá honum. Strákarnir komu, og einn þeirra dró pokann á burt og annar greip töskuna, en þegar hann ætlaði að fara að opna hana, gerðist dálítið ó- vænt: Lítill drenghnokki kom á harða stökki niður hlíðina. Hann kallaði til óróaseggjanna, að þeir skyldu hypja sig burt. Þeir námu staðar eins og til að ráða ráðum sínum. Svo sögðu þeir einum rómi: — Þetta er hann „Bangsi“ í Hvítakoti! — Þeir hlupu burt í dauðans ofboði eins og ólmt naut væri á hælun- um á þeim. „Bangsi“ gekk til gamla mannsins og hjálpaði honum á fæturna. Hann skar til grein í staf handa honum og svo haltr- aði Vébjörn af stað aftur. Drengurinn tók pokann og töskuna og þeir urðu samferða upp að Gljúfurhaugi. Lítið varð af samræðum milli þeirra, því að Vébirni var svo illt í fætinum, að það var með naumindum að hann þoldi að hreyfa sig. „Bangsi" gekk dálítinn spöl á undan honum, en sneri sér við öðru hverju til þess að sjá hvernig gamla manninum gengi. Loksins komust þeir heim að Gljúfurhaugi. „Bangsi“ setti frá sér byrði sína og ætlaði heim aftur strax, en Vébjörn bauð honum inn til sín. Litlu síðar sátu þeir við borðið í stofunni. Þar var matur af ýmsu tagi, þeir borðuðu með góðri lyst og voru ánægðir. Vébjörn spurði dreng- inn að nafni og aldri. — Ég er þrettán ára og heiti Björn, sagði drengurinn, — en þeir kalla mig „Bangsa“, af því

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.