Heima er bezt - 01.04.1963, Side 24

Heima er bezt - 01.04.1963, Side 24
lét sem ég svæfi. Létt fótatak heyrðist, svo fann ég heitan andardrátt aftan á hálsinum á mér, og fyrr en varði, var ég vafin sterkum karlmannsörmum. Þegar ég gat náð andanum aftur og komið upp hljóði, stundi ég: Hans, ert þú korninn?" Já, það var ekki um að vill- ast, — enn fallegri og ómótstæðilegri en fyrr. Eg ákvað allt í einu að hefna mín á Birni. Hans skyldi fá að vera hjá mér í nótt, en ég ætlaði ekki að hátta. Hvílíkur kjáni sem ég var. Ég hefði þó átt að muna þessa einu nótt, sem hann var hjá mér heima á Björk. Ekki hafði ég ráðið neinu um gang mála þá, en nú hélt ég mig vera lífsreyndari, og auk þess var ég reið við Björn, og þetta var upplagt tækifæri til að hefna sín á honum. „Ástin mín,“ umlaði Hans alls hugar feginn yfir þess- um innilegu móttökum, sem hann hefur varla átt von á. Hann var nærri búinn að sannfæra mig um, að við tvö ættum saman. Það væri skráð í stjörnurnar, og yrði þar af leiðandi aldrei breytt. Hvílíkur munur, hjá hon- um þurfti ég ekki að betla um ást eins og beiningamað- ur um brauðmola. Björn gat sjálfum sér um kennt. Þó hann kæmi nú á hnjánum og bæði mig um einn koss, eða jafnvel að giftast sér, skyldi ég vísa honum á bug með fyrirlitningu. „Hvað ertu að hugsa, ástin?“ spurði Hans. Ég fór að hlæja. Hér lá ég í innilegum faðmlögum, en hugurinn var önnum kafinn við að hefna sín á öðr- um. Osjálfráður hlátur greip mig, svo ég engdist sund- ur og saman. „Hættu!" skipaði Hans og starði á mig. „Ertu orðin vitlaus, — það er annars ekki furða í þessum félags- skap.“ Eg gat elcki hætt, jafnvel eftir að ég sá Björn standa á gólfinu, hélt ég áfram að hlæja. Hans stóð á fætur og færði sig nær dyrunum. Björn benti honum kuldalega að fara út, og hann smaug fram fyrir. Svo gekk Björn að mér og sló mig fast á vang- ann. Ég steinhætti að hlæja og tók um kinnina, sem mig sveið í. „Því gerðirðu þetta?“ stamaði ég og var á takmörk- um gráts og hláturs. „Þú hafðir gott af því, kjáninn minn litli,“ sagði Björn, svo undarlegur í málrómnum, að mér var allri lokið. Það var svo indælt að vera í fæðmi hans. Ég tók utan um hann báðum höndum og skældi eins og krakki. Blússan var alveg hneppt frá niður í mitti, en mér var alveg sama. Björn hefði vel mátt færa mig úr hverri spjör, en hann hneppti bara blússunni aftur, hnapp fyrir hnapp, eins og hann væri alveg ónæmur fyrir mér. Hans sagði þó, að ég væri vel vaxin. Allt í einu spurði Björn: „Þykir þér mjög vænt um Hans?“ Spurningin kom svo flatt upp á mig, að mér vafðist tunga um tönn. „Nei,“ sagði ég loks eymdarlega. „Ertu nú alveg viss, reyndu að gera það upp við sjálfa þig, hvort þú elskar hann eða ekki.“ „Elska hann, nei, það geri ég áreiðanlega ekki,“ svar- aði ég fljótmælt. „En ef svo er ekki, hvers vegna hagarðu þér þá eins og í kvöld, Sóley? Hans er ekki þannig maður, að hann láti egna sig upp og sparka sér svo. Fyrr eða síðar sýp- ur þú seyðið af því!“ „Ég veit það,“ umlaði ég. „En samt hagarðu þér svona.“ Ég þoldi ekki þennan stranga tón og losaði mig úr fangi hans og settist upp við vegg. „En nú ert þú hér, ekki bauð ég þér inn, og ég veit ekki, hvort þú ferð með góðu, eða ég verð að kalla á hjálp,“ sagði ég þrjózkulega. Björn gat ekki varizt brosi og sagði: „Þú heldur samt, að það sé mjög auðvelt að losna við mig. En ef ég ætla mér að sofa hjá þér, geturðu verið handviss um, að enginn gæti komið og vísað mér á dyr. Þú mættir æpa og hljóða þess vegna. Hefðirðu látið við mig eins og Hans áðan, hefði enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir, að ég yrði kyrr hjá þér. Mundu það framvegis, og ögraðu mér ekki, telpa mín!“ „Vertu þá kyrr!“ Orðin voru sloppin út úr mér, áð- ur en ég vissi af. „Sóley?“ „Já, vertu kyrr. Værir þú karlmaður, myndir þú ekki fara. Ég skal hleypa Hans inn, um leið og þú ert far- inn!“ Eg veit ekki, hvers vegna ég var að segja þetta, en Björn varð svo hissa, að hann gat ekkert sagt. Loks stóð hann á fætur, gekk fram að hurðinni og læsti. „Háttaðu þá í snatri,“ sagði hann ákveðinn. Það runnu á mig tvær grímur, var honum alvara? Þegar ég sat kyrr, kom hann nær. „Eða á ég að hátta þig? Ég hefi þá gert það áður.“ Ég eldroðnaði. Það var satt. Tvisvar hafði hann hátt- að mig. „Ó, Björn,“ bað ég auðmjúk. „Þér er ekki alvara.“ „Vina mín, ég á enga ósk heitari en að fá að sofa hjá þér.“ Ég vissi ekki, hvað ég ætti að halda. Ég lagðist niður á koddann, yfirkomin af óskiljanlegri sorg og vonbrigð- um. Ég hafði haldið, að Björn væri ekki svona. Ég var hrædd. Ég fann að ég gat ekki farið með hann eins og Hans. Hans var huglaus, það var Björn ekki. Ég sá fyrir mér Önnu koma í dymar og spyrja, hvað gengi hér á, og Björn svaraði rólega: „Hún bauð mér að vera hjá sér í nótt, ég ætla að þiggja það.“ Björn afklæddi mig og færði mig í náttfötin. Ég hvorki grét né hljóðaði, en þetta myndi ég aldrei fyrir- gefa honum. Ég átti von á, að hann henti strax af sér fötunum og kæmi upp í til mín, en í þess stað tók hann gítarinn minn og fór að stilla hann. Svo settist hann á rúmstokkinn og leit brosandi til mín. „Nú ætla ég að syngja þig í svefn. Ég hefi þá líka gert það fyrr.“ Hann hafði lága mjúka rödd og kunni að beita henni. 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.