Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 32
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Ingimar Óskarsson: Skeldýrafána Islands II. Reykjavík
1962. Leiftur h.f.
Höfundur er löngu þjóðkunnur fyrir náttúrurannsóknir
sínar og hann er hinn eini núlifandi íslenzki skeldýrafræð-
ingur. Fyrir nokkram árum gaf hann út leiðarvísi um ís-
lenzkar samlokuskeljar og nú gerir hann sæsniglunum sömu
skil. Þeir eru áreiðanlega margir, sem hafa gaman af að tína
skeljar og kuðunga í fjörum, og enn munu börn njóta þess
að hafa slíkt að leikfangi. Það er því mikilsvert að fá í hend-
ur leiðarvísi, sem getur leitt safnandann í allan sannleika um
nöfn tegundanna. Við það verður söfnunin frjórri og leik-
föngin dýrmætari. Og fátt mun það vera, sem handhægara
er áhugamönnum í náttúrufræði að fást við, en einmitt skel-
dýrin. Lýsingar bókarinnar virðast góðar og glöggar, enda er
höfundur kunnur að vandvirkni og nákvæmni í verkum
sínum. En fullur dómur verður aldrei á slíkt lagður fyrr en
við notkun. En mikils virði er það fyrir alla, sem unna ís-
lenzkri náttúru að hafa fengið þetta kver.
Jóhannes Helgi: Hin hvítu segl. Reykjavík 1962.
Setberg.
Þetta er saga gamals sjómanns, Andrésar P. Matthíassonar
frá Haukadal vestra. Hann hefur margt reynt og víða farið,
og verið djarfur og ákvalráður, hvað sem fyrir hefur komið.
Sagan er hressilega skrifuð, hraði í frásögn og menn og at-
burðir málað skörpum dráttum. Af hverri blaðsíðu andar
ferskri sjávarseltu og brimhljóði. Höfundi hefur að því leyti
tekizt að skrifa skemmtilega bók um sérstakan persónuleika.
En ævisögur má rita á margan hátt. Það er hægt að rekja at-
burðina í tímaröð og skýra frá því einu, sem vitað er sann-
ast og réttast, og þá er ævisagan orðin öruggt heimildarrit um
manninn, samtíð hans og umhverfi. Það er líka hægt að
láta söguna vera safn svipmynda, meira og minna óháðar
tímaröð en felltar saman, svo að af þeim skapist heild án
þess skeytt sé um, hvað er fyllilega rétt. En þá er raunar
ekki lengur um ævisögu að ræða heldur verður verkið að
meira eða minna leyti skáldskapur. Og þenna kost hefur höf-
undur tekið. Það er létt að benda á ónákvæmni í meðferð
staðreynda, og ýmsir kunnugir menn hafa þegar skýrt frá
mörgu í þá átt. Þetta rýrir gildi bókarinnar sem sögulegrar
heimildar, en fyrir bragðið verður hún skemmtilegri aflestr-
ar og sennilega vænlegri til vinsælda.
Sigurður Ólafsson: Sigur um síðir. Reykjavík 1962.
Leiftur h.f.
I bókarkorni þessu segir vestur-íslenzkur prestur ævisögu
sína. Rekur hann þar merkilega baráttusögu gáfaðs unglings
til þess að komast til mennta, og síðan starfssögu sína sem
prests í íslendingabyggðum vestra. Gefur saga hans á marga
lund skýra mynd af tilteknum þætti úr lífi landa vorra vest-
an hafs, og gefur það henni varanlegt gildi. Ekki er þó minna
um vert, 'að vér kynnumst þar höfundinum sjálfum, hug-
þekkum manni, trúuðum og góðviljuðum, svo að bókin er
öll einkar viðfeldin, þótt höfundur sé ekki stílisti. Yfirlætis-
leysi frásagnarinnar barnslegt trúartraust og góðvild til allra
samtíðarmanna er hins vegar styrkur hennar og höfundar.
Gráskinna hin ineiri. Reykjavík 1962. Þjóðsaga.
Fyrir nær aldarþriðjungi hófu þeir Sigurður Nordal og
Þórbergur Þórðarson útgáfu þjóðsagnasafnsins Gráskinnu, er
Þorsteinn M. Jónsson kostaði. Komu út af því 4 hefti. Nú
hefur fyrirtækið Þjóðsaga sent frá sér nýja útgáfu safnsins,
og bætt við álíka miklu nýju efni frá hendi safnendanna og
gamla Gráskinna var. Gráskinna hin meiri er þannig tvö
gild bindi, svo fallega frá gengin að ánægjuauki er að ytri
búnaðinum einum saman. Um það verður naumast deilt, að
þeir Nordal og Þórbergur kunna flestum betur með þjóðsög-
ur að fara, enda hlaut gamla Gráskinna miklar vinsældir og
hefur lengi verið ófáanleg. I safni þessu er skemmtilega
blandað saman nýju og gömlu, römmum forneskjusögum og
ævintýrum, sem þjóðtrúin er búin að móta og fága, og spán-
nýjum sögum um uiidur og fyrirburði, sem ekkert gefa eftir
hinum fornu fræðum. Margir ágætir sagnamenn og konur
hafa lagt til efnið, og þeir safnendurnir farið um það mjúk-
um smiðshöndum, og varast að spilla sögunum með eigin
hugleiðingum eða stoppa þær upp með fróðleik. Nýja bind-
ið er fyllilega jafnoki hins fyrra og sýnir Ijóslega, að enn eru
til sagnir gamlar og nýjar, sem vel má setja á bekk með hin-
um gömlu og góðu þjóðsögum.
Islenzkar ljósmæður. Akureyri 1962. Kvöldvökuútgáfan.
Hér birtist fyrsta bindi af fyrirhuguðu ritsafni um íslenzk-
ar ljósmæður, sem þó á hvorki að verða ljósmæðratal né ljós-
mæðrasaga. Síra Sveinn Víkingur býr þættina til prentunar,
en fyrstur safnaði síra Björn O. Björnsson efni til þessarar
bókar. Vissulega eiga íslenzkar ljósmæður það skilið, að þeirra
sé minnst, svo mikill og merkur er þáttur þeirra í menningar-
sögu þjóðarinnar, og svo mörgum mönnum hafa þær gefið
lífið. Verður því ekki neitað, að í þáttum þessum er brugðið
upp mörgum persónulýsingum og atburðum úr menningar-
sögu þjóðarinnar. En allt um það verður bókin of einhæf,
hver sagan er of lík annarri, og ýmsum höfundanna mistekst
að skapa þá persónulýsingu, sem nægði, til að gera þætti af
líkum atburðum og ævikjörum, ólíka hvorn öðrum. Naum-
ast er heldur við öðru að búast, þar sem margir höfundanna
eru lítt vanir ritstörfum. En allir eru þættirnir ritaðir af
samúð og hlýju, sem gerir þá notalega aflestrar. En hvað sem
öðru líður hefur bókin menningarsögulegt gildi, og svo
margar eru ljósmæðurnar og eiga ítök í hugum fólksins, að
bókin á skilið að njóta vinsælda, og vonandi að unnt verði
að halda safninu áfram.
St. Std.
148 Heima er bezt