Heima er bezt - 01.12.1963, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1963, Blaðsíða 17
MAGNUS HOLM ARNASON: vinir N'ú er verið að safna drögum að ævisögu Hall- gríms Kristinssonar, kaupfélagsstjóra. Margar minningar um hann geymast á meðal eldri Ey- firðinga. Hér kemur ein: Það var venjulega ekki talið til mikilla tíðinda, þó að gesti bæri að garði í Saurbæ í Eyjafirði á sunnudögum að sumrinu. Hitt hefðu þótt meiri tíðindi, ef einn sunnudagur hefði liðið svo, að enginn ókunnugur hefði komið. Oft komu margir gestir, bæði úr sveitinni og einnig lengra að. Var oft mikil ánægja að þessum gestkomum. Var hvorttveggja, að oft var um góða vini að ræða, og að gestirnir höfðu frá einhverju því að segja, er heima- fólk hafði gaman af að hlusta á. Eru mér margar þessar gestkomur minnisstæðar. Og ein er sú gestkoma, er oft kemur í hug minn og ég ætla nú að færa í letur. Það var einn sunnudag í ágtist 1918 að sérstaka au- fúsugesti bar að garði í Saurbæ. Það voru þau hjónin María Jónsdóttir og Hallgrímur Kristinsson í Reyk- húsum. Hallgrímur var þá búinn að vera framkvæmd- arstjóri Kaupfélags Eyfirðinga frá 1902 og jafnframt starfsmaður kaupfélaganna í landinu frá 1912 og dval- ið að mestu í Reykjavík síðastliðin tvö ár. En öll þessi ár hafði Hallgrímur einnig búskap í Reykhúsum og María og börn dvalið þar. En nú var ákveðið, að þau hjón flyttu alfarin til Reykjavíkur með börn sín, en Hallgrímur yrði framkvæmdarstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Sigurður bróðir Hallgríms, er undanfarin ár hafði verið önnur hönd bróður síns við Kaupfélag Eyfirð- inga, átti nú að taka þar alveg við framkvæmdarstjóra- starfi. Milli foreldra minna og þeirra hjóna var gömul og gróin vinátta. Þá er Steinunn amma mín Benjamíns- dóttir fiutti frá Öxnafelli með föður minn ungan fór hún í húsmennsku til Hólmfríðar Pálsdóttur og Krist- ins Ketilssonar foreldra Hallgríms. Rómaði amma mín jafnan góðmennsku þeirra hjóna og drengskap í sinn garð. Enda fengu þau hjón almenningsorð fyrir góða breytni í garð þeirra, er þau höfðu viðskipti við. Og aldrei komu þau hjón svo að Saurbæ að þau kæmu ekki inn til foreldra minna. Og Hólmfríður kom alloft að finna ömmu mína. En Kristinn kom á alla mannfundi, er haldnir voru í Saurbæ, því að hann hafði mikinn áhuga á öllum félagsmálum og þjóðmálum, en naut sín ekki sem skyldi vegna mikillar heyrnardeyfu. Eitthvað mun Hallgrímur hafa notið kennslu hjá föður mínum, áður en hann fermdist. Og síðar, áður en hann fór í Möðruvallaskóla, var hann vinnumaður hjá föður mínum eitt ár, að einhverjum parti, og fékk þá tilsögn hjá honum í ýmsum fræðigreinum. María kona Hallgríms flutti árið 1889 í Hvassafell með Jóni Davíðssyni föður sínum er Jón kom þangað, og gekk að eiga Sigríði Tómasdóttur, ekkju Benedikts Jóhannessonar. Jón var þá fyrir fjórum árum búinn að missa fyrri konu sína Rósu Pálsdóttur frá Tjörnum, systur Pálma yfirkennara. Kom Jón með 4 börn, Davíð, síðar hreppstjóra á Kroppi, Maríu, Pál, síðar kennara á Hvanneyri, og Sigríði. Alan ég allvel eftir Sigríði, og á ég frá henni minningargjöf, því að ég var í miklu uppáhaldi hjá henni. Sigríður, sem var mesta efnis- stúlka, dó átján ára 19. febrúar 1889. Öll voru þau syst- kyn ágætisfólk, eins og foreldrar þeirra. María var mjög hlédræg kona, en tryggur vinur vina sinna. Jón Davíðsson hjó í Hvassafelli í ellefu ár, en þá dó Sigríður kona hans, aðeins fimm mánuðum síðar en Sigríður dóttir hans. Flutti Jón með börn sín frá Hvassafelli vorið eftir. Bæði fyrir og eftir að Jón kom í Hvassafell, var mikill samgangur á mi’lli Saurbæjar og Hvassafells og vinátta milli heimilanna. María Jónsdótt- ir mun hafa notið einhverrar tilsagnar í hannyrðum hjá Ragnheiði móður minni. Nú voru þessir góðu heimilisvinir, María og Hall- grímur, komnir til að kveðja. Og ekki sennilegt að þau kæmu aftur í Saurbæ á næstu mánuðum. Það fór ekki hátt um burtför þeirra hjóna úr héraðinu. Það kom öll- um í Saurbæ á óvart er þau hjón komu í þessa heim- sókn. Vitanlega komu þau í bæinn og þágu góðgerðir hjá foreldrum mínum. Og það var margt, sem bar á góma. Nú er þau komu á gamlar stöðvar, rifjuðust upp ótal gömul atvik, er gerzt höfðu hér á ungdómsárum þeirra. Hallgrímur sat þó ekki lengi inni í bænum eftir að hafa þegið góðgerðir, heldur gekk út á hlaðið. En María sat áfram inni í gömlu baðstofunni á tali við móður mína. Enginn sími var þá kominn í sveitina og engir bílar. En sú frétt hafði borizt með ótrúlegum hraða um sveit- ina, að þau Reykhúsahjón væru komin að Saurbæ. Og er Hallgrímur kom út á hlaðið voru komnir og Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.