Heima er bezt - 01.12.1963, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1963, Blaðsíða 26
ríka föður, farðu svo burt með krakkann. Ég á víst heila tylft af álíka gemsum, að því sem sagt er,“ sagði hann loðmæltur. Hann kreppti hnefana, svo hnúamir hvítnuðu, og kreisti aftur augun. Drengurinn fór að skæla, og Hans kipptist við: „Farðu burt með krakkann, ég þoli ekki grenjið í honum,“ æpti Hans. Ég sá tárin, sem brutust undan augnalokum hans og heyrði gráthljóð í röddinni. Björn tók við drengnum og ýtti mér út um dyrnar á undan sér. Hjúkrunarkonan kom og leit spyrjandi á Bjöm. „Þú vakir í nótt og færð einhverja með þér, ef þess gerist þörf,“ sagði hann. Hún játaði því og kjáði fram- an í drenginn, sem launaði henni með brosi. „Ég lít inn aftur,“ sagði Björn, um leið og við fór- um. Hann bar barnið beina leið upp í herbergi okkar og lagði það í rúmið. Ég stóð bara og horfði á, hann þurfti auðsjáanlega ekki á minni hjálp að halda. Loks fór ég út úr herberginu og ofan í eldhús, mér var algerlega ofaukið. Björn leit inn í eldhúsið, um leið og hann kom ofan. Síðan fór hann á sjúkrahúsið aftur og kom ekki meir heim um nóttina. Ég lá ein og reyndi að gera mér í hugarlund, hvers vegna Björn kæmi ekki aftur. Hann hafði þó sagt við hjúkrunarkonuna, að hann myndi „líta inn“. Það taldist þó varla að „líta inn“ að vera þar alla nóttina. Loks sofnaði ég án þess að vita af, og hafði ég þó ætlað að vaka. Hans fór aldrei suður. Það var ekki flugveður morg- uninn eftir, og auk þess var hann svo veikur, að engin von var með hann. Seinni part dagsins kom annar lækn- ir, sem Björn sagði að væri mjög fær og myndi gera allt fyrir Hans, sem í mannsvaldi stæði. Ég vissi aldrei fyllilega, hvernig það var, hvort Hans komst út, eða hvað, meðan Björn var heima. Ég vissi bara, að um miðja nótt var ég sótt. Hans vildi fá að tala við mig. Ég klæddi mig í snatri og hljóp alla leiðina. Björn stóð framan við herbergisdyr Hans, þegar ég kom. Hann tók blíðlega um handlegg minn og hvíslaði í hálfum hljóðum: „í guðs bænum, vertu róleg, Sóley! “ Eins og ég væri ekki róleg! En náhvíta andlitið og stóru starandi augun, sem ég mætti í speglinum, sögðu aðra sögu. Þegar ég hafði jafnað mig nokkurn veginn, gengum við inn. Ég sleppti ekld hendi Björns, og hann þrýsti hana fast og hughreystandi. Hans brosti ofurlítið, þegar hann sá mig. Rödd hans var hás og lág, varla annað en hvísl, en þó vildi hann tala. Það var eins og hann þyrfti að sannfæra okkur um svo margt og játa á sig óteljandi sakir. „Þú varst mér alltaf þyrnir í augum, gamli minn,“ sagði hann við Bjöm. „Þess vegna gat ég ekki unnt þér að fá Sóley. Nú er mér sama, bara ég hefði vitað fyrr, að hún væri systir mín.“ Björn leit spyrjandi á mig, en ég svaraði engu, kreisti aðeins hönd hans fastara. „Þú varst alltaf fyrirmyndin, sem ég átti að fara eft- ir. „Sjáðu Björn, gerðu eins og Bjöm“, sagði mamma sí og æ. Ó, hve ég hataði þig heitt. iVfanstu þegar ég henti steininum framan í þig? Þá óskaði ég svo inni- lega, að þú dæir. Allir urðu sorgmæddir um stund, en þú myndir fljótlega gleymast, og aðeins ég yrði eftir, sem allt snerist þá um. — En þú tórðir, og ég hataði þig enn grimmilegar á eft- ir, aðallega af því að þú klagaðir mig ekki, en lézt hafa dottið og meitt sig svona. Eg var alltaf að vona, að þú klagaðir mig einhvern tíma, þá ætlaði ég að segja þig ljúga öllu og segja, að þú berðir mig og píndir, í hvert sinn sem við værum einir saman, en þú þagðir alltaf.“ Hann fékk hóstakast, og ég hélt, að nú væri hans síð- asta stund runnin upp, en hann jafnaði sig brátt og reyndi að halda áfram. „Nú skaltu hvíla þig og sofna ofurlitla stund,“ sagði Björn róandi, en Hans var ekki alveg á því. Hann hélt áfram að segja frá, eins og það væri honum fróun að hlusta á sjálfan sig: „Ég elskaði Dóru,“ sagði hann allt í einu, „en hún var svo þrjózk, vildi að við giftum okkur strax, ég gat ekld þolað, að hún færi að skipa mér fyrir verkum, en svo fór það svona. Ég ætlaði henni ekki að elta mig suður. Hefði hún beðið heima, ætlaði ég að koma aft- ur, en hún beið ekld. Samt vildi ég ekki gera henni neitt illt, en ég drakk mig blindfullan sjálfur og vissi ekki neitt. Bara að þið hefðuð bundið mig við staur og húðflett mig þar með svipum, en þið gerðuð það ekki. Hún elti mig, skiljið þið það, svipur hennar elti mig, svo ég hélt ég yrði vitskertur — eins og hún.“ „Ég reyndi að gleyma henni í faðmi hverrar konu, sem á leið minni varð, en það tókst ekki. Svo giftust þið, ég var ákveðinn í að binda endi á þá sælu, eins fljótt og ég gæti. Það var ég, sem sendi þig í Víkurn- ar, mér datt ekki í hug, að þú kæmir aftur úr þeirri ferð.“ Enn tók hann sér hvíld og lagði aftur augun. Bjöm gaf mér merki um að hreyfa mig ekki. Um stund leit út fyrir, að hann ætlaði að sofna, en svo varð ekki. Hann opnaði augun og leit á mig. „Þú ætlar að ala þennan strák upp, Sóley, og gera mann úr honum?“ „Já,“ svaraði ég. „Og ekki láta hann gjalda föðurins?“ „Nei, því máttu treysta, ég skal verða honum eins góð móðir og ég ætti hann sjálf.“ „Ég sagði stelpunni, að ég héti Bjöm Pálsson og væri læknir í sumarfríi. Hún gekkst fyrir læknistitlinum, en svo kom sú gamla til skjalanna, Stelpan hafði semsé átt að fara í fegurðar-samkeppnina vorið eftir, og nú var sá óskadraumur móðurinnar búinn. Sú gamla sór, að ég skyldi fá að súpa seyðið af þessu sjálfur og fá að sitja með krakkann. Hún stóð líka við það, gamla norn- in. Stelpan var send út, hún var svo sem ágæt, litla 430 Heima, er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.