Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 5
- Ertþúafbændafólkikomin?
- Já, móðir mín Svanhildur Eggertsdóttir fæddist hér í
Holtsseli þar sem foreldrar hennar bjuggu, en faðir minn
Egill Halldórsson fæddist í Vaglagerði í Skagafirði. For-
eldrar hans höfðu búið á Löngumýri, Vöglum og í Vagla-
gerði, en fluttu svo þegar hann var 7 ára gamall í Bakkasel
í Öxnadal og bjuggu þar nokkur ár. Mamma var einbirni,
en systkini pabba eru meðal annars Pálmi Halldórsson,
fyrrum trésmiður, sem býr á Akureyri, Rósa, sem lengi bjó
á Tjörnum hér frammi í Eyjafirði, Aðalheiður er búsett í
Reykjavík, og loks er Halldóra. Látin föðursystkini mín
eru Asgrímur, sem bjó á Hálsi í Öxnadal, Gestur, sem var
trésmiður á Akureyri og Anna, sem gift var Gunnlaugi
Markússyni á Akureyri.
- Ertþúeinbirni einsogmóðirþín?
- Nei, við erum tvær systurnar, Hildur Margrét er eldri
ogbýrá Akureyri.
- Var Holtssel tengt stórbýlinu Grund, hér skammt frá?
- Já, og þó öllu heldur kot frá koti, því bærinn hefur
sennilegabyggst út úr Holti, sem fór í eyði 1945. í manntal-
inu frá 1703 sést að þá hefur verið búið hér í Holtsseli.
Landamerki eru hins vegar mikið breytt, og jörðin hefur
stækkað á þessari öld. Hins vegar átti Holtssel áður ítök
hér niður frá við Grund, á svokölluðum Kotavelli, en þar
áttu þessir smábæir slægjuland. Þegar það var tekið af
fengu jarðirnar að færa girðingarnar upp. A landsmæli-
kvarða er Holtssel enn þá lítil jörð að flatarmáli, en hún
er öll ræktuð eins og hægt er, og svo erum við komin með
hálfa jörð undir að auki, Miðhús, sem við keyptum.
- Hver var bústærð hér þegar þú varst að alast upp?
- Það var blandað bú, 20-25 kýr, nærri 80 kindur og
nokkur hross, fáeinar hænur og líka svín á tímabili.
- En núna?
- Við búum eingöngu með kýr, 64 talsins, og erum með
svörtustu sauðunum á svæðinu, það er að segja leggjum inn
mikla mjólk. Svo höfum við venjulega einhverja fugla til
tilbreytingar frá kúnum, pekingendur, kalkúna, gæsar-
ungatildæmis.
- Hefurþúfariðaðheiman?
- Ég fór í Húsmæðraskóla í Skagafirði og kynntist stúlk-
um alls staðar að af landinu. Fæstar þeirra hafa sest að í
sveit. Ég hef líka unnið á Akureyri, en af minni hálfu hefur
ekkert annað komið til greina en búa í sveit. Það þótti hins
vegar ekki nógu kvenlegt í þá daga að stúlkur færu í bænda-
skóla, það komst í tísku miklu seinna. En auðvitað hefði
ég átt að gera það, og mér finnst það skilyrði að fólk hafi
stundað bændaskólanám eða haft mikla reynslu af búskap,
áður en það tekst hann á hendur. í honum er mönnum trú-
að fyrir Iifandi skepnum og að sjá þeim sómasamlega far-
borða, þessu fylgir mikil ábyrgð, viðhald jarðvegs, tækja,
húseigna og annars, svo ekki sé talað um verklag og vinnu-
brögð.
- Hefur margt ungt fólk í sveitinni tekið við búi af for-
eldrum sínum eins og þú?
- Já talsvert, og reyndar býr býsna mikið af ungu fólki
hér núna. Enda er þetta einhver besli staðurinn á landinu
til búskapar og liggur vel við samgöngum. Það er hvergi
hægt að búa ef ekki hér. Veðursældin einstök, nema það
getur oröið alltof þurrt á sumrin, svo það spretta ekki
túnin. Illviðri fátíð og mjögsnjólétt.
- Hvað þarf af mannskap til að sinna svona stóru búi?
- Við höfum nú sinnt þessu tvö og allt upp í það að vera
fjögur og fimm á sumrin. Kaupamenn hafa komið frá ýms-
um heimshornum. En þótt þeir grípi inn í þá fer maður ekki
frá þeim, svo að frí eru lítil.
- Hefurðu séð kvikmyndina ,,Dalalíf“, þar sem óreynd-
ir afleysingabændur taka við búi?
- Já, og auðvitað var það dálítið ýkt, en ætli gæti ekki
farið svo ef maður hlypi frá öllu saman, án þess að tryggja
sér hvers konar fólk er í afleysingunum. Bændur sem eiga
uppkomin börn geta leyft sér að fara frá um stundarsakir,
annars er þetta mjög bindandi.
- Er eitthvað sérstakt sem þið stefnið að í búskapnum
hér í Holtsseli núna?
- Við erum nýbúin að standa í miklum framkvæmdum
við nýtt íbúðarhús, reistum það 1983 og erum enn að klára.
Fyrst og fremst reynum við að halda í horfinu.
- Getur hver einstakur bóndi stuðlað að minni
kjarnfóðurinnflutningi?
- Efhannhefurnógland. Það er engin ástæða til að ausa
kjarnfóðri í gripina, ef menn eiga nóg hey og geta nýtt þau.
Auðvitað þarf að auka við hámjólka kýr, en ekki í þeim
mæli sem gert hefur verið.
- Hagnýtið þið ykkur mikið ráðleggingar ráðunauta í
sambandi við jarðrækt og búfjárhald?
- Mest gerum við þetta eftir eigin tilfinningu, en auðvit-
að hefur maður þeirra orð til hliðsjónar. Maður reynir að
fylgjast með, lesa búnaðarblöðin, sækja bændaklúbbs-
fundi, reyna að staðna ekki.
- Ef þú vildir flytja, gætirðu selt jörðina?
- Sjálfsagt yrði erfitt að selja hana á sannvirði, en hins
vegar stefni ég að því núna að fá önnur hjón með okkur,
sem væru hér í félagsbúi. Þá gætum við haft frjálsari
hendur, og öryggið með vinnuna væri ólíkt meira, þó eitt-
hvað kæmi upp á. Það er ekkert eðlilegt, að fólk vinni 365
daga á ári, í nútíma samfélagi. Við hljótum að miða okkur
viðfólk sem vinnur venjulega vinnu.
- Hvaðsegirðuumbyggðastefnuna?
- Mér finnst hún afskaplega vitlaus. Ég sé enga ástæðu
til að halda öllu landinu í byggð á svona tímum. Það er allt
í lagi að byggðin dragist saman og þær sveitir sem eru erfið-
ar fyrir landbúnað tæmist af fólki. Þær byggjast aftur ef að-
stæðurnar breytast.
- Hvernig kanntu við Reykjavík, viltu senda fólkið
þangað?
- Það er ekkert sáluhjálparatriði. En maður kemst ekki
hjá því að heimsækja höfuðborgina svona einu sinni eða
tvisvar á ári. Hún er ágæt. En ég hef aldrei verið þar nógu
lengi til að falla inn í lífsmunstrið.
- Hverniglístþéráönnurhéruð?
- Ég hef verið aðeins í Árnessýslunni. Það er talsvert
ólíkt því sem hér gerist. Fólkið er persónulegra þar, betra
að kynnast því. Ég held það sé fyrir það, að sýslan hefur
löngum verið einangruð, hún er stór og samgöngur ekki
Heimaerbezt 117