Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 19
Krafla Dalfjall Eilífur Gunnólfsvíkurfjall Austar'brekka Syðri-Hágangur Leirhnjúkur Hlíðarfjall. Langahlíð Reykjahlíð Slútnes. Teigasund Neslandatangi Neslandavík■ Vindbelgjarnes Sviðinsey Syðrihamar------- Kálfshólmi —- Haganes— Mjósund----- Syðstakvísl■ Hágangur Hagöng \Grjótagjá \ \ Vogar \ \ Háey Namafjall / Jörundur / / Hverfjall Hrútey YTRI FLOI BOLIR SYÐRI FLÓI MÝVATN .BURFELLSHRAUN Geiteyjarströnd Skógarmannafjöll Lúdent Lúdentsborgir Dimmuborgir Höfði Belgjarnes Kálfaströnd -Garðsvogur ■Arngarðshólar Höskuldshöfði Grænilækur Mikley Framengjar Fellshóll Hamarshólar Álftavogur Álftagerði Kleifarhóll Stakhólstjörn Skútustaðir sem kallað er (það er milli Austari- og Vestari- brekku). Flæddi hraunið yfir allt sléttlendið þar vestur af að Hverarönd. Hraunið er kennt við Búrfell sem er svipmikill og formfagur stapi þar litlu sunnar og blasir við hvarvetna úrsveitinni. Laxárhraun yngra út í sjó? Gervigígamyndunin Um 1000 árum seinna rifnaði jörðin frá Lú- dentsskál suður að Seljahjallagili sem áður er nefnt og vall þaðan mikið hraun. Það breidd- ist yfir mikinn hluta lægðarinnar sem nú var votlend. Við það gufaði vatnið upp undir hrauninu og sprengdi það oft og tíðum með myndarlegum gosum. Þá mynduðust hinir kunnu gervigígar Mývatnssveitar sem blasa við á myndinni alls staðar þar sem hraunið hefur runnið yfir votlendi. Síðan þá hefur Mý- vatn verið í sinni núverandi mynd að mestu. Áfram rann hraunið ofan eftir Laxárdal og Aðaldal, þar sem einnig eru gervigígar, og e.t.v. alla leið í sjó fram. Það er því kallað Lax- árhraun yngra. Gígaröðin sem myndaðist hefur fengið tvö nöfn, Lúdentsborgir nyrðra (sjást á myndinni), en Þrengslaborgir sunnan til. Hraunið þaðan er allt úfið apalhraun og því allfrábrugðið eldri nafna sínum að ytra útliti, en við nánari skoðun sést að bæði eru hvítdíl- ótt og svipuð að lit og hefur mönnum oft reynst erfitt að greina þau sundur. Dimmuborgir Þótt yngra hraunið sé víða úfið eru þó Dimmuborgir lang hrikalegasti hluti þess. Þar eru drangar og standar nógu háir og brattir til að fálkar geri þar hreiður sín, hvelfingar svo miklar að þær eru kallaðar kirkjur og völund- arhús slíkt, að þar hefur margur maðurinn villst daglangt um hábjartan daginn. Dimmu- borgir mynduðust við það, að hraunið frá Þrengslaborgum stíflaðist svo af varð hraun- tjörn. Þegar hraunið var byrjað að stirðna, ræstist tjörnin fram og stóð þá eftir það, sem stirðnað hafði í súlum, dröngum og hverskyns kynjamyndum, en þökin féllu niður og urðu að klungri milli dranganna. Hinir kunnu Kálfa- strandarstrípar eru af sama toga spunnir. Helvíti og Mývatnseldar Ekki fer neinum sögum af eldum í sveitinni fyrstu 800 árin frá landnámi. Þeim mun hast- arlegar brá við, er 18. öldin rann upp með öll- um sínum hörmungum. 17. maí 1724 kvað við mikil sprenging við rætur Kröflufjalls og myndaðist þá gígurinn Helvíti. íslendingar hafa jafnan verið fundvísir á ömefni, og segir það sína sögu um staðinn. Seinna var nafnið stytt í Víti. Þetta var upphaf lengstu eldsum- brota sem orðið höfðu síðan land byggðist. Áður en yfir lauk hafði vatnið grynnkað austan til um nokkur fet, vegna landriss og hraun frá Leirhnjúki tekið af fjóra bæi og gengið spölkorn út í norðaustanverðan Ytri- flóa. í Bjarnarflagi hafði komið upp eldur og stendur Kísiliðjan á hrauninu sem þá brann. Almennt er talið að Mývatnseldar hafi staðið í full fimm ár og er það ekki fyrr en með um- brotunum þar nú á undanförnum árum sem það met var slegið. (Kröflueldar hófust 1975 og hafa staðið meira og minna síðan). Skútarog gjár Mývatnssveit er þannig öll hraunum þakin á láglendi nema vestan til. í hraununum eru víða hellar sem hafa verið notaðir til fjár- geymslu og annarra nota. Þessi eiginleiki sveitarinnar hefur verið kunnur til forna eins og orðaleikur Víga-Skútu ber með sér, er hann sagði mönnum Víga-Glúms sem sóttu eftir honum að hann héti „Margur at Mývatni, en Fár í Fiskilækjarhverfi." Menn Glúms átt- uðu sig ekki á þessu og slapp Skúta við svo búið. Glúmur skildi hins vegar strax hvað klukkan sló og sagði augljóst „at í Mývatns- hverfi er hverr skúti við annan, en í Fiskilækj- arhverfi (Kaupangssveit í Eyjafirði) hittir hvergi skúta." Austur á Mývatnsöræfum er gjá sem heitir Sveinagjá. Snemma árs 1875 rann þar myndarlegt hraun, Nýjahraun, með afbrigð- um illt yfirferðar. Tók það af veginn til Austur- lands. Þar var ekki ein báran stök, þvi suður í Dyngjufjöllum gaus einnig á sama sþrungu- kerfi, m.a. á páskunum 1875, einu af stórgos- um í sögu íslendinga, sem lagði heilar sveitir íauðnáAusturlandi. Heima er hezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.