Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 10
„M-a-m-m-a, m-ö-m-m-u.“ Jón ríður hæggangi aftur til hesta sinna. Farandfólk er ekki langt kom- ið áleiðis að hinsta hvíldarstaðnum en stansar aðeins og lítur til baka til þeirra Jóns. Heldur síðan áfram, erf- iðum, álútum gangi. Jón leggur barnið niður við götuna og vefur í loðgæruþófa af lausahestin- um. Tekur kút með súrmjólk, blandar vatni í pela barnsins og gefur því að sjúga. Eftir nokkur sog virðist barnið fá nóg og fellur í mók. „Kannski maður sé of seinn,“ hugsar Jón. Hann færir aftasta hestinn fram, hagræðir ullarbölum á klyfjunum og leggur lfkið þvert yfir báðar klyfjarn- ar. Bindur það við klyfberann, hugar að lestinni. Hann hugsar málið. Að fara sömu leið til baka er illur kostur. Einskis matarkyns er að vænta á kotbæjun- um á leið hans og hann væri með lestina. Allt of hægfara. Bamið mundi ekki lifa það af. Fara austur af mundi tefja fyrsta sprettinn. Hann gæti andskotakornið ekki riðið fram- hjá þessu aðframkomna horsældar samtogi. Yrði að taka einhverja á bak. Þó hann kæmi því áleiðis, hver veit nema úr leystist á prestssetrinu. I það minnsta losnaði hann við líkið. Kannski hann gæti skilið lestina eftir á Fjalli, hjá Guðmundi. Honum væri fulltreystandi. Hann tekur síðari kostinn. Þegar hann kemur fram á förufólk- ið tekur hann tvo menn, sem virðast mest magnstola og leggur á bak hest- unum langvegis milli hliðarklakk- anna með lappirnar lafandi fyrir aft- an klyfjarnar og handleggina hang- andi niður með bógum. Jón notaði ekki miðklakka til þess að auðveldara væri að „bæta ofan í milli“ einu og öðru sem til félli. Lestina batt hann með ólum í klyf- berabogana, en notaði aldrei tagl- bönd. Hinir tveir vergangsmenn lötra meðfram og halda sér í baggana. Þetta smámjakast austur á brún, framhjá Arnarstapa, seli og beitar- húsum, hvar nokkur vinnuhjú hýrast við kost, sem ekki er til skiptanna. Loks kemst þessi lemstraða halarófa í bæjarhlaðið á Víðimýri. Hordreginn vinnumaður staulast til dyra við hundgána, segir fátt, en Jón kynnir sig og biður að tala við prest. Hann er sóttur, þeir heilsast og Jón kynnir sig. „Ja, kunnur er mér maðurinn,“ segir séra Sigurður, þunnleitt, tin- andi, hokið og tötralegt gamalmenni og af misjöfnu. „En hvað er hér á seyði, maður minn? Ertu í líkfylgd, eða hvað?“ „Það má segja, að nokkru. Þó er hér fernt ódautt enn, á þó skammt í skaflinn. Einn lognaðist út af á hest- inum, milli klyfja, hérna á skarðs- brúninni. Og svo ungbarn þetta, sem ég tók af brottgenginni móður og hefi gefið sýrublöndu. En það þarfn- ast mjólkur, sem skyndilegast.“ „Að því er virðist,“ segir prestur... „Fata, þvottar og skipta,“ segir prestsfrú, sem þar ber að í þessu. Hún tekur barnið og ber til bæjar. „Við biðjum oss legstaðar hér í helgri mold,“ segir formælandi föru- fólks, „við skulum sjálf grafa.“ „Ekki mun þess þurfa, Guðs vol- uðu vesalingar,“ segir prestur. „En hér er enginn matur til. Við sjóðum söl og grös og búin að éta upp obbann af fénaðinum. Og svo það elsta geldfé. Húð og hár með. Sumir sjóða og naga reiðing. Náðum tveim hröfnum í gær og settum í soðningu, með sölvum og njóla. Og frúin bætti soðið með blóðbergi, sem vissulega veitti ekki af. Má bjóða ykkur dreytil af því seyði. En skinnbók er hér ein, sú einasta eftir í landinu, eg held, óseld til Kaupinhafnar og óétin og stendur ekki til boða. Enda vel falin. En eg get sparað ykkur hnefafylli af méli, vel möðkuðu, en mun nægja í fjögur hlóðabrauð.“ „Ekki vil eg mat,“ segir ein föru- kona, „það tefur bara fyrir himnaför- inni. Þegar þangað kemur þurfum við ekki mat, en verðum alltaf södd og mettuð sælu.“ „Amen,“ segja hinir voluðu í kór. „Og Jón bóndi ætlaðr að halda líf- inu í násprota þessum, upp á Guðs skuld, skilst mér.“ „Já, séra Sigurður. Eg er með þrjú tökubörn fyrir og okkur vegnar vel, 402 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.