Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 28
Þegar Ásgeir vaknaði á morgnana, var hún stundum búin að grafa sig gegnum hörundið og sjúga blóð, svo að bólgið var umhverfis. í Knarrarnesi var útfiri alls staðar nema að norðanverðu við Hjörseyj- arflóann. Þar var víða hægt að lenda hvernig sem stóð á sjó, en óhægt vegna vegalengda frá bænum. Heimajörðin er nú eyja, en eins og nafnið ber með sér var hún landföst, þegar Skalla-Grímur lenti þar knerri sínum, kominn af hafi um langan veg. Nú er allbreitt sund milli lands og eyjar, sem ekki er fært nema þeg- ar lágsjávað er. Við reiðgötuna var stór steinn á þessum árum, og við hann var miðað, hvort sundið væri reitt, eins og kallað var. Á aðfalli þurfti að hafa alla gát á því, að ekki væri orðið ófært, áður en komið var yfir. Það dýpkaði fljótt, því að að- fallsaldan fór ótrúlega hratt yfir á grynningunum. Grynningar, sem féll út af, voru allar vaxnar marhálmi; fallegri sí- grænni sjávarjurt í löngum stráum. Nú er allur marhálmur horfinn, að því er virðist af einhverri pest, sem í hann hefur hlaupið. Marhálmurinn óx á leirbotni, en á milli voru djúp lón, sem náðu niður í sand. Þar hélt sig bæði koli og hrogn- kelsi yfir fjöruna, og það var skemmtun unglinganna á bænum að vaða um grynningamar og stinga kola og hremma rauðmaga. „Við höfðum fötur með okkur og komum oft heim með dágóða veiði,“ sagði Ásgeir. „En aðgæslu þurfti að hafa, þegar flóðaldan nálgaðist, og djúpt var stundum orðið á okkur, áður en við komum upp í fjöru.“ Sundkunnátta Ásgeirs hefur komið sér vel í slíkum veiðiferðum. En mesta ánægju kvaðst hann hafa haft af því að fara á sjó með hús- bóndanum, en Ásgeir bóndi var mesta veiðikló. Hann hafði verið for- maður á yngri árum, bæði á Niður- Mýrum, áður en fiskveiðar lögðust þar niður fyrir ágang togaranna, og einnig á vetrarvertíð á Suðurnesjum. Hann þekkti Flóann flestum öðrum Asgeir Asgeirsson, forseti Islands árin 1952 til 1968. betur, og ekki var vitað til að honum hlekktist nokkru sinni á, þótt alls staðar sé skerjótt þar vestur frá og sæta þurfi sjávarföllum. Mannskaðar við Flóann voru tíðir, en Ásgeir bóndi í Knarrarnesi kemur þar hvergi við sögu. Ásgeir minntist margra ferða sem hann fór á sjóinn með húsbónda sín- um og velgjörðarmanni. Oftast fóru þeir á skektu, sem kölluð var Marfló- in. Það var hin liprasta fleyta, og öll forsjá og stjórn Knarrarnesbóndans með miklum ágætum. Á selveiðum kaus hann helst að hafa með sér einn ungling, og Ásgeir varð oft fyrir valinu. Stundum var farið í útsker, og eitt sinn alla leið út í Mjóasker. Það er aðferð bónda að fara upp í stærsta skerið, þar sem útselurinn liggur gjarnan. Hann stingur sér að sjálfsögðu allur í sjóinn, þegar skekt- an nálgast, en um leið og karl vippar sér upp á skerið, segir hann við að- stoðarmann sinn: „Leggstu niður í kjölsog og láttu ekki á þér kræla, nafni!“ Að svo mæltu ýtir hann skektunni frá. Ásgeir yngri vaggar á lognöldum og horfir til himins; gægist þó öðru hvoru upp fyrir borðstokkinn og sér hvar selirnir stinga upp höfðinu hver af öðrum alllangt frá og skima í allar áttir. Innan stundar heyrist gól, óþekkj- anlegt frá vcnjulegu selsgóli, en þar er húsbóndinn sjálfur að verki. Sel- urinn rennur á gólið, og ef einhver kemur í færi, heyrist skothvellur frá skerinu. Selaskytterí er ekki fyrir viðvan- inga. Það má ekki skjóta, fyrr en sel- urinn er búinn að fylla lungun af lofti, og helst þarf hausinn að liggja svo við, að kúlan renni ekki aftur af hálum hárunum. Alls ríða þrjú skot af, þar til bóndi kallar á strák og biður hann að koma í logandi hvelli með bátinn; tveir dauðir selir sjást á floti og þarf að hafa hraðan á til að á þeim, áður en þeir sökkva. Mörg handtök eru við að fanga seli og koma þeim í bát og naumast á eins manns færi að gera það. Reipi er tekið, silinn festur við nibbu og reip- töglunum brugðið undir selinn að framan og aftan. Síðan er dregið í töglin og selnum velt upp á þurrt. Vel valin aflíðandi klöpp er nauðsyn- leg til þess að koma stórum og þung- um útsel í land. Loks er skektunni lagt að klöppinni og selurinn látinn velta til baka ofan í bátinn. Þetta tvítaka þeir nafnar að þessu sinni, og þá er Marflóin fullhlaðin. Þeir hafa erindi sem erfiði, því að mikill munur er á því að hafa selina innbyrta eða þurfa að róa með þá í eftirdragi langa leið til lands. í lendingu er skektunni brýnt og krakan fest við stein. Að svo búnu rölta þeir í hægðum sínum heim á bæ, stórbóndinn og unglingurinn, skjólstæðingur hans. Það er sólskin og blíðviðri og þægileg tilfinning að koma úr veiðiferð með góðan feng. Þeir taka til matar síns hjá Ragn- heiði húsmóður. Hún spyr um veið- ina, og þegar nefndir eru tveir selir, verður henni að orði: „Nú, hvað er þetta? Eg heyrði þrjú skot!“ Hún er því vönust, að skot bónda hennar geigi ekki. 420 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.