Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 11
eftir ástæðum, þótt ekki sé offitan.“ „Já, liann hefur bamalánið, sá hvinnski Jón Bjarnason, held eg,“ segir prestur upphátt við sjálfan sig og lítur til himins. „Þau dafna hjá honum þegar þau veslast upp hjá öðr- um. Sumum rænir hann, ja, hún var víst þurrmjólka og langt gengin móð- irin, og sum hirðir hann nær hungur- morða af förnum vegi... Það virðist sem Guðsblessun fylgi þér í sumu, Jón Bjarnason,“ segir prestur og lítur á Jón, augsýnilega óvar þess að hafa talað upphátt. „En það er áreiðanlega einhver annar sem kemur þér úr klíp- unni í þinum mörgu þjófnaðarmálum, hver sum hljóta sönn að vera.“ „Þeir gætu verið samhentir, haldið þér ekki, prestur?" „Þeir virðast báðir hafa sitt hald í þér, Jón. En hvor fær bróðurpartinn þegar þú verður rifinn úr þjófsroðinu á þeim mikla ströffunardegi, skal lát- ið ósagt.“ „Mitt glaparoð er ekki of gott handa djöfsa, prestur, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Kannski eg verði ríkur af hvinnskunni og geti keypt mér syndaaflausn.“ „Þú ert sjálfum þér líkur, Jón Bjamason, ferð með skop á helgum stað, frammi fyrir dauðans gapandi gröfum þessa fólks.“ „Upprisunnar biðstöðum, væri réttara, prestur minn,“ segir gamla konan, sem ekki vildi mat. „Má ekki bjóða þér í nefið, séra Sigurður, og kannski brjóstglætu á eptir?“ „Jú, mange takk, minn svarti sauð- ur.“ Jón biðst grafstaðar fyrir ungu konuna, sem förufólk segir heita Sig- þrúði. Hefði hún mælt eitt orði í dauðanum, Víðimýri. Þau öll verið á leið hingað til að deyja og væru í þessari sveit upprunnin. Einnig biður hann prest vitna barn- töku sína. Kvaðst sjálfur ætla að fóstra barnið með konu sinni, Snjó- laugu Jónsdóttur, nú búsettri ásamt sér, á Heiði í Gönguskörðum. Prestur varð vel við bón Jóns, og kveðst skjalfesta það. „Þakka innilega, séra Sigurður. En hvernig náðuð þið í tvo hrafna? Það hefur ekki verið leikur.“ „Ja, það var það nú raunar, Jón. Brandur náði músinni í eldhúsinu og var að leika sér að henni þegar Díli kom að og reif hana frá Brandi. Palli heyrði ólætin og náði músarrifrildinu af Díla...“ Prestur lítur til heimins, grábláum, innsæjum augum, ljómandi ánægju- bros yfir allt andlitið og þylur frá- sögnina af vaxandi áhuga og skjálfta. Alvara stundarinnar virðist algerlega gleymd. „Það er eins og hann séra minn sé kominn langleiðina til himna sjálf- ur,“ hugsar Jón. „Hann hefur gleymt stað og stund.“ „...Og hann Palli minn setti upp gildruna með músinni í og við biðum átekta...“ og prestur nýr saman hönd- unum... „Um nóttina kom hrafn í gildruna með óhemju gargi en Palli litli var ekki seinn á sér, upp úr rúm- inu, út og sneri krúnk úr hálsliðnum. Undir morgun kom annar krummi í hræ og snöru og fór sömu leið. Solla gamla plokkaði kvikindin en eg varð að lesa yfir þeim fyrst svo hrafna- drápið yrði okkur ekki til frekari ógæfu. Einkum með því þeir voru tveir.“ „Það lifir lengi í gömlum glóðum,“ skýtur Jón inn í söguna. „Guð varðveiti okkur, Jón minn! Oðinn, sá gamli Heljar kundur. er enn með oss og allt hans hyski. Biddu fyrir þér. Og þeir voru soðnir með njóla og grösum og frúin bætti blóðbergi út í, sem vissulega veitti ekki af. Svo seytlum við þetta nú...“ Jón ræskir sig nokkrum sinnum og förumenn stynja, en það hefur engin áhrif á frásagnargleði prests. „Það er eins og maður fái enga ofsalega matarlyst af þessu veiði- og eldabralli ykkar, prestur góður,“ seg- ir Jón. Dóttir prests kemur út og segir: „Pápi minn, skyldum við ekki reyna að finna vesalingunum eitl- hvað og geyma veiðisöguna í bili?“ „Jú, jú. Var eg þá að því aptur? Æi. Dísa mín, það snýsl allt í hring í kollinum á mér! Já, hvar vorum við? Náðu í bókina mína, Dísuskinn, og reynum að bókfæra nöfn þessara guðsgemlinga áður en þeir deyja nafnlausir hérna á hlaðinu. Krítaðu það fyrsl á spjaldið, svo færum við það í bókina inni.“ „Já, pápi minn.“ „Og mundu að segja: 1 guðsnafni aðbornir örvasa menn fjórir og ein kona, öll nær hordauð; ein kona og einn ntaður afgengin til Herrans og eitt barn á brjósti þeirrar dauðu af- gangandi, hvert Jón kristsbóndi á Heiði Bjarnason, vill uppala, ef lifir, með sinni frómri ektafrú Snjálaugu Jónsdóttur... e-e. Áttu í nefið Jón?“ „Ætl’ekki, séra minn. Það er nú það eina sem kaupmenn hafa, utan brennivíns.“ „Mange takk, mætur karl, Jón Bjarnason. Og megir þú sleppa úr embættisins höndum með Guðs... ja, þú þarft víst ekki hans hjálpar með. Mér skilst að þú eigir inni slíka um- hyggju hjá tröllkonu einni ofan af ör- æfum, ef ekki öðrum aðila líka? Hva? Er það satt? Var vel til slíkrar hugulsemi unnið af þinni hálfu, Jón?“ „Það er best að trúa ekki öllu, séra Sigurður. Hún er ganglétt, Gróusag- an. Ku vera mér hafi sigið í brjóst undir klöpp í þokunni upp undir Kaldadal, þegar tvo vegfarendur bar að. Eg gaf þeim glætu og þeir tóku að segja sögur um glímur útilegu- manna við tröllastelpur í þokunni og þetta hafi svo æxlast eitthvað áleiðis til byggða og ofan í byggð. En það var bara klöpp, sem eg hallaði mér að, prestur minn.“ „Já, þarna vestanhallt við ein- hverja nýstárlega þúst á Suðurfjöll- unum, mætti mér segja. Allir finna þeir eitthvað nýtt. Má vera, en sagan er jafngóð fyrir því, Jón minn, og felur í sér gott hjartalag og löngun fólks til að eiga sér hollvætti í öllu á- lagi yfirvalda. En Jón, heyrðu mig góði,“ segir prestur pukurslega, hálf- hvíslandi: „Þú étur ekki hrossakjöt, er mér sagt, sem er mjög kristilegt. En Heima er best 403

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.