Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Side 23

Heima er bezt - 01.04.1997, Side 23
ræmu en stundum vélindi eða barka, frá enda til enda. Þá voru þær saumaðar að strönglinum eða hann vaf- inn með garni. í einstaka tilfelli var saumuð vömb um gamabaggann. Garna- baggar voru soðnir, súrsaðir og sneiddir niður líkt og slátur. Algengt var í Rangár- vallasýslu, að búa til garnost úr görnum ungkálfa og nokkur dæmi voru einnig um það af Vestur- landi. Garnirnar voru þá rist- ar og hreinsaðar, saltaðar lít- illega og oftast soðnar í vömbinni. Þá var osturinn fergður og borðaður sneiddur, venju- lega heitur, en til var að súrsa hann. Sumir veltu görnunum upp úr hveiti eða rúgmjöli áður en þær voru soðn- ar, eða söxuðu þær út í mjölþykkni. Ég ætla að enda þennan meltingar- sekkjaþátt með lakanum, sem líklega hvarflar ekki að nokkrum manni að nýta nú til dags. En hann var yfirleitt hirtur áður fyrr, hreinsaður og settur í súr. Stundum var settur í hann mör áður en hann var soðinn og súrsaður og hét þá lakabaggi. Þessi réttur var lengst á borðum á Suðausturlandi, eða fram um aldamót. Þá var víðast hætt að gera mannamat úr laka en hann var áfram hirtur og soðinn handa hundum. Harður matur, m.a. bein, voru meykt í súrri mysu og stundum var mysa soðin niður. Efmysa er seydd nógu lengi verður hún að mysuosti. gellir, seydd mjólk, strjúgur og flautir. sauðaþykkni, Ég ætla að skýra nokkur af þessum matarréttanöfnum, sem ekki er lík- legt að menn kannist við lengur. Vellidrafli, vella eða rauðseyddur drafli var þannig búinn til að mjólk var hituð, yst með sýru og seydd lengi við hægan hita þar til hún var orðin þykk og rauð. Vellidrafli var oft soðinn þegar von var á ferða- mönnum og var þá talað um að vella á móti mönnum. Seydd mjólk var, eins og nafnið gefur til kynna, nýmjólk sem var seydd yfir hægum eldi þar til hún þykknaði og roðnaði lítið eitt. Til var að bragðbæta hana með anís eða kúmeni „til enn meira sælgætis". Sauðaþykkni var búið til úr haustmjólk kvíaánna og jafnframt voru, ær sem lömb gengu undir, stundum mjólkaðar þegar búið var að taka frá þeim lömb á haustin til að fá sauðaþykkni. Geld- mjólk er þykkri en venjuleg mjólk -og sætari segja sum- ir. Hún var soðin þangað til hún þykknaði ennþá meira, sykruð og drukkin með brauði og hét þá sauða- þykkni. Þetta var víðast gert á haustin þangað til hætt var að færa frá á fýrstu áratug- um 20. aldar. Ármann Halldórsson, sem fæddur er 1916 og uppalinn í Borgarfirði eystri, segir frá því í jólablaði Austra 1989 að á mánu- dagskvöld eftir aðra göngu hafi ærn- ar, sem tekið var undan, ævinlega verið mjólkaðar og hitað sauða- þykkni, sem drukkið var með ný- soðnum heitum hrútspungum. Þá var jafnan farið að slá í pungana eftir viku til tíu daga geymslu áður en þeir voru sviðnir. Taldi Ármann þennan sið vera ættaðan úr Fellum. Þá er það strjúgurinn. Tvær teg- undir voru af stijúgi, annars vegar beinastrjúgur sem einnig hét bruðn- ingur eða beinabruðningur, hins veg- ar skyrstrjúgur eða drykkjarstrjúgur. Beinamatur í 11. bindi Lærdómslistafélagsrit- anna, sem út kom 1791, er grein um mjólkurmat á íslandi í fyrri tíð, eftir Jón Jakobsson. Jón var sýslumaður í Eyjafirði á seinni hluta 18. aldar, lærður maður í lögum og heimspeki frá Hafnarháskóla. í greininni segir frá því að úr mjólk einsamalli sé þá búið til hér: Smjör, ostur, skyr, sýra eða drukkur, súrmjólk, ábrystur, drafli - vellidrafli eða rauðseyddur drafli, og ystingur eða svokallaður Úr „Einföldu matreiðsluvasabveri fyrir heldri manna húsfreyjur“ Seinast í veislum eru á stundum brúkaðar kaldar rjómaflautir, tilbúnar af hérum 2 spónblöðum af fínu hveiti, nokkrum eggjablómum, heilum mola af kanilberki, og, ef til er, sítrónuberki, nokkru af sykri smásteyttu, og hér- um 1 1/2 mörk af ósúrum rjóma. Þetta allt er gæða vel samanhrært, sett svo í pott yfir eld, og þar ákaft slegið eður uppþyrlað með byrktum hrís- vendi, uns það þykknar og tekur til að sjóða; þá er því hellt á fat, og borð- að kalt, eins og áður er sagt, allraseinast. Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.