Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Page 24

Heima er bezt - 01.04.1997, Page 24
í beinastjjúg eða bruðning var safnað beinum sem til féllu, aðallega fiskibein- um, en einnig beinum úr stærri dýrum. Sums staðar var sá munur gerður á beinastrjúgi og beina- bruðningi að beinastrjúgur- inn var úr kjötbeinum en bruðningurinn úr fiskbein- um. Algengast var að láta beinin liggja í sýru og meyrna, stundum ár eða meira. Svo var gumsið soðið þar til úr varð hæfi- lega þykkt hlaup, sem vafalítið hefur verið ríkt af ýmsum nauðsynlegum efnum svo sem kalki. Beinastrjúgur var oft hafður saman við skyr. Þessir beinaréttir eru taldir fátækramatur á 18. öld og heldur á undanhaldi. Eggert Ólafsson nefnir að konur norðanlands geri meira af strjúg en annars staðar á landinu um miðja 18 öld. Skyrstrjúgur var úr mysu og skyri, 60 merkur af mysu á móti 10 mörkum af skyri, segir Jón Jakobs- son. Þetta var hrært og seytt niður. Stundum var gerður drykkjarstijúgur af eintómri mysu. Jón segir: Hún var þá seydd niður til fimmt- unga og sá fimmtungur, sem þá er eftir, er saðníngssamasti matur af flestum sem menn vita til og hollur erfiðismönnum. í Noregi var algengt að sjóða osta- mysu niður á þennan hátt í seljum, til að auðveldara væri að flytja hana heim. Skyrstrjúgur var nær horfinn úr sögunni í lok síðustu aldar, en þó þekktist hann á einstöku bæjum. í Rangárvalla- og Arnessýslu og á Mið-Norðurlandi var hins vegar dá- lítið um beinastrjúg eða bruðning. Sums staðar voru beinin látin meyrna í skyri, en ekki sýru. Þá var til að beinastrjúgur væri skekinn í strokki áður en hann var soðinn. Og þess voru dæmi að t.d. sviðabein væru ekki soðin heldur etin eins og 7þessum krukkum, sem eru til sýnis á Þjóðminjasafni Islands, eru leifar af mjólkurmat sem fannst við fornbæja- rannsóknir á Bergþórshvoli. Þetta er kallað „skyr Bergþóru “ í gamni. þau komu fyrir upp úr sýrunni þegar þau voru orðin nógu meir. Og fyrst að beinamatur er hér á dagskrá þá rakst ég á heimild úr Fljótshlíð frá því í byrjun aldar um „beinakæfu.“ Stórgripabein voru lögð í sýru, skafin, skafið hitað í potti og bætt í tólg. Beinakæfan var geymd í krukkum og notuð ofan á brauð. Margrét mín á melunum miðlar tíðum grautunum soðið upp af selunum sýpur hún með flautunum. Graut og flautir gaf hún mér sú geðug nunna af því varð ég eins og tunna eigðu þessa vísu Gunna. Guði sé lof fyrir skráp og skinn skorpið roðið og bruðninginn engan máta ég að þvífinn því ómatvönd eru harðindin. Misjafnt var, hvað mönn- um þótti um þennan beina- mat. Til var fólk sem þótti hann mesta sælgæti, eins og fram kemur í eftirfarandi fullyrðingu Árnesings sem var fæddur 1877 og vandist beinaáti: Ef ég œtti nú kost á súru skyri með flskibeinum saman við og flóaðri mjólk út á, myndi ég taka þann rétt fram yfir súpu með nýju sauða- eða dilkakjöti. En flestum fannst hann harkafæði. í gamalli vísu segir: Blessuð veri borin á jörð Bríet flautakvinna en bölvaður sá er bruðningsgjörð byrjaði upp að finna. Flautir Flautirnar hennar Bríetar flauta- kvinnu voru líka í áðurnefndri upp- talningu Jóns Jakobssonar. I íslensk- um ritum frá 12. og 13. öld má finna þrenns konar hleyptan mjólkurmat - skyr, osta og flautir. Hleypirinn, sem var notaður hér frá fomu fari, var gerður úr maga eða vinstur nýborins kálfs. Hann var þurrkaður með inni- Ég gefhonum fisk meðflautum og fergjað skyrið óskammtað, átján stykki afýsum blautum, ellefu hrogn og svilja spað, og sextán merkur af sullugrautum, hann Sumarliði minn éturþað. (Hallgrímur Pétursson) Guðrún Hjörleifsdóttir drjúg, demdi í mig afvana heilum aski af heitum strjúg, -hvað er að tala um hana. Gamlar vísur: 144 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.