Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.04.1997, Qupperneq 26
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á... 52. þáttur r 48. þætti birtum við nokkrar vísur eftir Gísla Wiium, úr bréfi, sem okkur hafði borist frá Einari Vilhjálmssyni í Reykjavík. Við heíjum þáttinn núna á fleiri vísum eftir Gísla og er sú fyrsta þannig til komin að hagyrðingur, Guðni Guðna- son að nafni, var að leita hrossa seint um kvöld og mætti þá Gísla sem mælti til hans: Maðurinn er í merarleit, mikið seint á flakki. Og Guðni botnaði samstundis: En þú flýgur sveit úr sveit, svo sem hlauparakki. Páll Ólafsson orti þegar Gísli var nýkvæntur: Frá honum flýgur heimskan mörg, fleiri en spörð í kvíum. Illa fór að Ingibjörg átti Gísla í Wíum. Gísli kvað á móti: Vel fer sú, sem vill hann Pál, vafinn sóma nýjum, með flœrðarvik ífullri sál, fleiri en spörð í kvíum. Gísli var oft skuldugur í verslun Örum & Wulfs á Vest- alseyri. Haust eitt sendi hann vinnumann sinn í verslun- ina eftir kornvöru og salti. Verslunarstjórinn lét hann ekk- ert hafa nema saltið, með þeim skilaboðum til Gísla að hann saltaði með því skilvísina og orðheldnina. Þetta náði eyrum Páls, sem kvað: Þú munt borga öllum allt og ekki þykja skreytinn, því kaupmenn hafa sent þér salt að sá í ærlegheitin. Lýsing Páls Ólafssonar á Gísla: Grátlegt er um Gísla Wiium, greyið safnar skuldum nýjum, við krakkana segir hann bíum, bíum, sem brölta af sulti á hnjánum. Krumminn á skjánum. Oft sést hann á fola fríum flakka um húsganginn. Gef mér bita af borðum þínum, bóndi minn. Og bragarbót Páls: Gaman er að Gísla Wiium, glansar hann eins og sól í skýjum, þegar hann er hjá prúðum píum, puntaður mest hann má. Fagurt galaði fuglinn sá. Sem óðinshani á djúpum dýjum, dillar hann sér hjá sprundi. Listamaðurinn lengi þar við undi. Konur Gísla og Páls áttu hlut að því að þeir lögðu niður ljóðadeilur sínar. Þetta er niðurlag á sáttabrag Páls: Nú er kveðin bragarbót, brigslin aftur tekin Ijót. Okkur báðum satt að segja sæmra verið hefði að þegja. Sófus Berthelsen frá Hafnarfirði sendi okkur bréf og segir í því m.a.: „Ég hef nú, á gamals aldri, verið að binda inn bækur og tímarit, og þar á meðal nokkuð marga árganga af Heima er bezt. Er ekki nema gott eitt um það að segja, nema það, að mér hefur gengið mjög svo illa bindingin á blað- inu, því mér verður á að kíkja of mikið í blöðin, þar er svo margt fróðlegt og skemmtilegt að lesa. Margir hafa frá ýmsu að segja og hefur mér komið til hugar að fá að vera einn af þeim, ef það, sem ég legg blaðinu til, telst birtingarhæft. Ég er fæddur í Hafnarfirði og hef átt þar heima alla mína tíð og þar af leiðandi er mér Fjörðurinn afar kær, eins og sjá má kannski af eftirfarandi ljóði: 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.