Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.04.1997, Qupperneq 27
Hafnarfjörður Hafið þið komið i Hafnarfjörð um hásumars dagana bjarta? I blíðunni leikur sér barnahjörð og blómin í görðunum skarta. Víst er því enginn vafi um það að varla finniðþið fegurri stað. Hafið þið gengið um Hafnarfjörð, um heiðbjarta júnínótt? í hrauninu góðvættir halda vörð, hlustið, allt er svo hljótt. Vinátta er það sem miklu varðar, velkomin því til Hafnarfjarðar. Rétt fyrir sunnan Hafnarfjörð er hæð, sem kölluð er Ásfjall. Ef til vill er það minnsta fjall á íslandi, má vera að það sé pínulítið hærra en Himmelbjerget í Danaveldi. Eitt sumar, fyrir fáum árum, gekk ég í blíðviðri og sól- skini á Jónsmessukvöldi, um víðáttuna fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á heimleiðinni gekk ég upp á Ásíjall, þá var komin miðnótt, en bjart sem á hádegi. Ég klifraði og sett- ist upp á vörðu, sem var þar sem hæst bar og horfði hug- fanginn á sólina hverfa í hafið. Og þarna á vörðunni varð til eftirfarandi ljóð, sem ég nefni Jónsmessunótt Með hugarró hvíldar ég gisti á grjóti hörðu, í geðblæ hrifningar fegurðina met ég. Sólargeislar glitra í lofti jafnt sem jörðu, á Jónsmessunótt stórheillaður sit ég, efst á Asfjalls vörðu. I hrifnæmri lotningu gónandi á geislatrafið og guðleg dýrkun inn í huga minn flæðir, þegar fegurðarskinið er í vitund mína vafið, og veglega sýnina í minninguna þræðir, er sólin sígur í hafið. Og á hverfanda hveli djúpið sólarrönd sogar síðustu geislar á himni litum blandar. En í fljótandi gulli sýnast víkur og vogar, varlega blærinn í næturstillunni andar, þegar himinn og haf logar. Sumir skrá ævisögu sína eða aðrir gera það fyrir þá. Nokkuð er farið að teygjast úr minni ævi, hún hófst árið 1914 og telst víst ekki merkileg, engir stórviðburðir mér viðkomandi, sem eru í frásögur færandi. Ævisögur eru færðar á bók, mismunandi þykkar, mér nægja nokkrar ljóðlínur til frásagnar, eða þannig: Þau haustkvöld Það var óveðursdag í október, ómagi lítill þá veröld sér, um kvöldið storminn kyrrði. Margur var fámáll um þann feng, fæðingu á óskilgetnum dreng, það haustkvöld í Hafnarfirði. Drengurinn litli dafnaði hægt, en dagfarslega var barnið þægt, nefndur oft strákurinn stirði. I vinnunni oftast svifaseinn og sóttist eftir að vera einn, margt haustkvöld í Hafnarfirði. Spurði þá gjarnan maður mann, mæðulega reyndar til þess fann, hvað úr grepp þessum gráa yrði. Á unglingnum var þá ekkert lag, iðjulaus gekk hann margan dag og haustkvöld í Hafnarfirði. A götu hitti hann meyju eitt kvöld, um morguninn hafði þá sólin völd, þau lyftu saman lífsins byrði. Sé litið til baka um langan veg, í Ijómanum eru nú yndisleg, þau haustkvöld í Hafnarfirði. En er ekki hérna ein saga sögð, sagt frá því er braut var lögð, um smáatvik helst ekki hirði. Vinátta myndast sem verður kær, veljast til samstarfs sveinn og mœr, flest haustkvöld í Hafnarfirði. Eg er oftar í vafa heldur en hitt, hvort gagnlegt reyndist starfið mitt, var ævi mín einhvers virði? Þau styttast mín œvinnar áratog, eftir er þreytan, svo mæðin og œvinnar haustkvöld í Hafnarfirði. Sóíús getur þess í lok bréfs síns að hann taki gjarnan að sér að binda inn Heima er bezt, svo og önnur tímarit og bækur. Símanúmer hans er 555-1369. Láum við þá lokið þættinum að sinni og minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Pósthólf8427, 128 Reykjavík. Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.