Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Page 28

Heima er bezt - 01.04.1997, Page 28
Guðmundur Sæmundsson: Með Norrænu til Færeyja 1986 Háar, sœbrattar eyjar og fjöll rísa úr hafi árla morguns, 20. júní. Landslagið minnir á Is- land, veðrátta og gróðurfar einnig, svipur lands og sjávar allt einnar veru. Það er fallegur morgunn þeg- ar Norrœna sigldi inn Djúpin, einn hinna sérkennilegu fær- eysku fjarða, sem skilur á milli Austureyjar og Karlseyj- ar. Þótti farþegum mikið til koma er skipið leið framhjá snarbröttum hömrum og lygn- um vogum á víxl, þar sem litl- ar húsaþyrpingar endurspegl- uðust á sjávarfletinum undir rísandi sól. því ég var barn að aldri ^ hafa Færeyjar verið í huga mér eins konar ævintýraland, vafið dulrænum blæ, sem á stöku stað grillir í gegnum, svo að veruleikinn sjálfur kemur í ljós. Þegar ég var að alast upp norður í Haganesvík á heimsstyrjaldarárunum síðari, dvaldi færeyskur maður á heimili mínu um skeið. Hann talaði íslenskuna með útlendingslegum hreim og það eitt að umgangast út- lent fólk getur hæglega ýtt undir ímyndunarafl ungra barna. Um margra ára skeið, allt fram um miðja þessa öld, voru skútuveiðar Færeyinga við ísland gildur þáttur í færeysku atvinnulífi. Ég man enn þessar færeysku skútur úti fyrir Norðurlandi að sumarlagi og stund- um lögðust þær inn á Haganesvík. Þær fluttu með sér andblæ ævintýris- ins og hinnar víðu veraldar að ein- hverju leyti. Ég skoðaði þær í krók og kring, gægðist niður í lestarnar, handijatlaði stýrishjólið, þáði kex hjá kokknum og hlustaði á lúkarssögur sjómannanna. Þeir sögðu frá dögum og nóttum í óveðri, þegar þeir voru kallaðir á þilfar til að bjarga seglum meðan ólgandi sjórinn freyddi um skipið. Þessar frásagnir hljómuðu ekki alltaf freistandi þegar hlutskipt- ið var erfiði, kuldi og vosbúð. En samt vissi ég að þetta beið margra færeyskra pilta strax og þeir voru komnir yfir fermingu. Þeim var það raunar í blóð borið. Lengi verður mér minnisstæður 17. nóvember árið 1949, því þá um nótt- ina hafði færeysk áhöfn af „Havfrug- vinni“ frá Vestmanna bjargast á land í heimabyggð minni, en þegar birti af degi sá ég skipið sjálft veltast um í brimgarðinum, mikið brotið. Nokkru síðar var það horfið. Mörg ár líða, ég fæ tækifæri til að sigla gegnum Skopunarfjörð og koma við morgunstund í Þórshöfn á leið til annars lands. I annað skipti var ég um borð í íslensku flutninga- skipi, sem leitaði vars undir slútandi björgum Stóru-Dímun, meðan þil- farsfarmur var lagfærður eftir vont veður austur í hafi. Ég man enn bændafólkið á þessari hrikalegu og afskekktu eyju, þar sem það stóð í Norræna og Smyrill á siglingu við Fœreyjar. Smyrill sigldi milli Seyðisjjarðar, Fœreyja og víðar að sumarlagi 1975-1982 ogfrá árinu 1983 hefur Norrœna verið í þessum ferðum. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.