Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Síða 30

Heima er bezt - 01.04.1997, Síða 30
um. Við höfum verið svo uppteknir af ijarlægari þjóð- um og löndum, að Færeyjar hafa þess vegna fallið í nokkurn skugga, sem nú er þó góðu heilli, óðum að breytast. Þegar ég lagði upp í Færeyjaförina, taldi ég mig vita orðið ýmislegt um eyj- arnar og þjóðina, sem þær byggja, ýmist vegna kynna af færeyskum sjómönnum eða við lestur bóka um Færeyjar. Það verður hverjum manni ógleymanlegt að sigla á ís- landsmið með Fleðni Brú, að lifa í færeyskum byggðum undir handarjaðri William Heinesens, ferðast um eyj- arnar í fylgd Jörgen-Frantz Jacobsens eða kynnast stúlkunni Barböru úr sögunni „Far veröld þinn veg,“ eftir sama höfund. í farangri mínum að heiman hafði ég tvær bækur um Fær- eyjar eftir íslenska höfunda, aðra úr bókaflokknum „Lönd og lýðir,“ eftir Gils Guð- mundsson rithöfund og fyrr- verandi alþingismann, en hina, „Eyjarnar átján,“ eftir Hannes Pétursson skáld. Við þennan bókakost bætti ég fljótlega í Þórshöfn tveimur landakortum af eyjunum, „Föroyja rundt,“ „Havnartíðindi 1986,“ „Álman- akki og Ferðaætlan,“ einnig fyrir árið 1986. Með þetta vegarnesti er engum vorkunn að ferðast um Fær- eyjar á eigin spýtur og hafa ánægju af. Gestrisni Færeyinga er þeim svo eðlileg að manni þykir samstundis vænt um fólkið. Ekki eru vandkvæði á því að gera sig skiljanlegan í Fær- eyjum. Ef gætt er þess að tala hægt og skýrt af beggja hálfú, er næsta auðvelt að halda uppi nokkrum sam- ræðum. Það kann að þykja dálítið undarlegt, þegar sagt er að það sé færeyska dansinum að þakka að Fær- eyingum hefúr tekist að varðveita tungu sína jafn vel og raun ber vitni. En svona er það samt. Kvæðin voru kveðin undir dansinum og vegna Kvikmyndin Barbara, sem þýski leikstjórinn Frank Wisbar gerði á sínum tíma eftir samnefndri sögu Jörgen-Frantz Jakobsen, er ein sú þekktasta sem gerð hefur verið í Fœreyjum. Með aðalhlutverkið fór sænska leikkonan Harriet Anderson. þess hafa þau geymst og gengið frá kynslóð til kynslóðar og verið tung- unni ómetanleg stoð. Og ekki nóg með það: Dansinn hefur skapað kvæðin, því að þau eru til þess ort að vera sungin á dansgólfi. Færeyingar geta þreytt þessa dansa svo tímunum skiptir án þess á þeim sjáist teljandi þreytumerki. Það er tilkomu- mikið að horfa á þessa dansa og heyra fólkið kveða kvæð- in sem við eiga. Þess vegna verður ekki hjá því komist að geta um fæeyskan dans, þegar talað er um færeyska menningu. Efni kvæðanna er venjulega sótt í frásagnir um hrausta menn og fagrar og göfugar konur, ástir og orr- ustur. Mörg kvæðanna greina frá atburðum er gerst hafa á íslandi og í Noregi. Aðeins eitt fornkvæði er ort um atburði er gerast í Fær- eyjum sjálfum. Það er Sig- mundarkvæði, um viðureign höfðingjanna Sigmundar Brestissonar og Þrándar í Götu. Þá eru önnur kvæði, sem eiga rót sína að rekja sunnar í álfuna, en hafa verið færð í færeysk- an búning, svo sem um Sigurð Fáfnisbana og Brynhildi, Karla- Magnús og fleiri. Annað er það, sem einkennir fær- eyskt þjóðlíf, en það eru grind- hvalaveiðar. Því miður sá ég þær ekki með eigin augum á meðan ég dvaldist í eyjunum og hef því ekk- ert frá þeim að segja af eigin reynslu. Hinsvegar horfði ég á þegar færeyska varðskipið Ólavur helgi var að reka skip þeirra hvalafriðunarmanna, Sea Sephard, út af Nolseyjarfirði eitt kvöldið. Nokk- ur mannfjöldi safnaðist saman á tjaldstæðinu og víðar á strandlengj- unni og fylgdist með þessum atburð- um. Laust eftir miðja síðustu öld var íbúatala Færeyja tæp 9 þúsund. Þá lifði þjóðin á landbúnaði og fiskaði aðeins handa sér í soðið. Aðalbú- stofninn var sauðfé, sem gaf af sér kjöt til heimaneyslu, skerpukjötið og ull, tólg og gærur til útflutnings. „Seyða ull er Föroya gull,“ segir gamall færeyskur málsháttur. Ullin var unnin heima og færeyskar peysur seldar víða um lönd. Síðan 1860 hef- ur íbúatala eyjanna fimmfaldast og eru fiskveiðar, siglingar og iðnaður 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.