Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Page 32

Heima er bezt - 01.04.1997, Page 32
stæðinu í Þórshöfn eða roðnað á Nolsey og Kirkjubæjarreyn, kvöldin sveipað sjó og land töfraslæðu sinni, er breyttist síðan í morgunroða að aflíð- andi miðnætti. Á leiðinni til Suðureyjar með Smyrli siglum við með fram austurströnd Sandeyjar, framhjá Skálavík, Húsavík og Dal. Hér skiptast á grænar hlíðar og grá hamrabelti með hengiflug í sjó fram milli þess- ara fámennu byggðarlaga. Sums staðar má sjá beitarhús eða fjárborgir hátt í snarbrattri hlíðinni. Það var einmitt á þessum slóðum sem Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar og síðar ráðherra, varð skipreika við 42. mann í febrúarmánuði 1904, er eitt af Thore-skipunum, Scotland, strandaði hér undir berginu í nátt- myrkri og hríð. Skipstjóri á Scotlandi var Emil Nielsen, sem 10 árum síðar varð fyrsti framkvæmdastjóri Eim- skipafélags íslands. Skipið var að koma frá Skotlandi og Danmörku og ætlaði til íslands með viðkomu í Þórshöfn. Farþegar og skipverjar björguðust nauðuglega í land nema fyrsti stýrimaður, sem drukknaði við björgunarstarfið. Mér verður starsýnt á eitt ijárhús- anna hátt uppi í hlíðinni, stutt frá Skálavík, en það var á slíkum stað, sem skipbrotsmennirnir hittu fyrir færeyskan fjármann er þeir voru að leita byggða. Ef til vill stendur hús Dalsgaardhjónanna, Rasmusar og konu hans, ennþá í Skálavík, þar sem Björn ritstjóri dvaldi meðan hann beið ferðar heim til íslands. Þar eru líklega ritaðir íyrstu pistlar um Fær- eyjar, sem birst hafa í íslenskum blöðum. Lofar Björn mjög i þeim gestrisni og alúð Færeyinga í garð þeirra skipbrotsmanna. Það er ekki löng sigling með skipi eins og Smyrli ffá Sandey til Suður- eyjar, en þó kemur margt upp í hug- ann eða ber fyrir augu á þeirri leið. Það er gaman að virða fyrir sér í góðum sjónauka eyjarnar Stóru- og Strandferðaskipið Teistan leggur að landi í Klakksvík. Litlu-Dimun og Skúfey, sögusvið gamalla atburða, viðureign þeirra Sigmundar Brestissonar og Þrándar í Götu. Þegar suður fyrir Stóru-Dímun kemur blasa við húsakynni kóngs- bóndans á eynni, í grænni hvilft, á annað hundrað metra hæð yfir sjó. Bæjarhús eru rauðleit með kvisti mót suðri og varin grjótgarði. Ég stóð um stund við borðstokkinn á Smyrli og horfði á þennan merkilega stað, ein- hvem hinn einangraðasta í allri Evr- ópu, allt þangað til Færeyingar tóku þyrlu í notkun til þessara afskekktu staða fyrir fáum árum. Ekkert fær lýst þeirri ógnandi kyrrð, sem hlýtur að hafa fylgt því að búa á þessum stað, þar sem slysfarir voru tíðar. Jörgen Frantz-Jacobsen reynir að varpa yfir Dímun mildandi fegurð Ijarlægðarinnar í bók sinni um Fær- eyjar, þar sem hann segir: „Menn eru þarna á grösugu túni, mitt á milli hafs og himins. Kýr og kindur vaða grasið, skýin svífa hægt um himininn, menn eru utan við heiminn, utan við tímann, á ódáins- hnetti, innan um blómskrúð og gróð- urangan. Hengiflugið girðir þennan sælustað á alla vegu. Flestir kóngs- bændur í Stóru-Dímun hafa farist af slysum þar í björgunum. Þessi merkilega og afskekkta ævin- týraeyja í úthafinu býr því ekki aðeins yfir fólgnum ynd- isleik en líka mikilli skelf- ingu. Ef til vill eru töfrar hennar einmitt fólgnir í sam- einuðum áhrifum þessara andstæðna.“ Færeyjar koma ferðamann- inum sífellt á óvart. Þegar við ókum upp frá Lopra á Suður- ey og fórum út úr bílnum þar sem hæst bar, endaði landið skyndilega fast við fætur okk- ar. Við stóðum nú fremst á hengiflugi, hundruð metra yfir sjó. Mig sundlaði ein- kennilega. Langt niðri gat að líta öldubrotið freyða um rætur bjargsins og til suðurs teygðist hafflöturinn í endalausan fjarska. Annað, sem mér kom helst á óvart í Færeyjum, var hve gott þjóðvega- kerfið er þar, nær allt með bundu slitlagi eða steypt. Enn var það hve launakjör fólks í Færeyjum eru miklu betri en hjá okkur, miðað við sambærileg störf eins og til dæmis í fiskiðnaði, en þó selja báðar þjóðirn- ar afurðirnar á sömu mörkuðum. Þrátt fyrir þetta er verðlag síst hærra í Þórshöfn en í Reykjavík. Það er greinilegt að ísland er að verða eitt mesta láglaunaland hins vestræna heims. Einstök veðurblíða hafði haldist alla dagana sem við vorum í Færeyj- um, en þegar komið var að ferðalok- um að morgni 26. júní, var þoka lögst yfir Þórshöfn og nágrenni. Þessi gráa birta lá eins og fíngerð slæða yfir höfninni og Norrænu þeg- ar skipið lagði frá landi. Orð verða oft fátækleg varðandi land- og náttúrulýsingar og þetta á ekki hvað síst við um Færeyjar. Þeim verður ekki lýst til hlítar á þann hátt, heldur verður að lifa þær, finna ná- lægð þeirra, teyga hinn salta keim Norður-Atlantshafsins, sjá með eigin augum hina dynkenndu birtu, sem lætur reginhamra og úthaf fallast í faðma. 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.