Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 40
SKUGGSIA Bergsveinn Skúlason: Gamlir grannar - viðtöl og minningar - Fólk og frásagnarefni bókarinnar eru eftirfarandi: Eggert Thorberg Gíslason, bóndi í Fremri-Langey: Gestrisinn og fjölfróður stórbóndi. Bergsveinn Jónsson, skipstjóri: Hvorugur okkar Skúla þorði að vera lengur í klefanum. Guðmundur Matthíasson: Góður þykir mér skyrhákarl með viðeigandi vætu. Ingibjörg Jónsdóttir: Auk þess að fá guðsblessun af vörum prestsins, var skrafað um selveiðina, æðarvarpið, fiskleysið og varginn. Lárus Ágústsson, hreppstjóri: Þetta, sem ég hef verið að segja, hljómar líklega sem óráðshjal í eyrum heimamanna. Guðrún í Firði: Henni gerðist svipul sonaeignin. Ólafur Guðmundsson: Aðdáunarhreimur var í rómi manna, þegar á hann var minnst. Þórður Kristjánsson: Bestu fararstjórar sem ég hef haft eru tvær heiðlóur. Rósa Jónsdóttir: Kræklingur var notaöur til manneldis. Sigurður Níelsson: Eg er orðinn gamall maður og á enga framtíð. Rósamunda í Skáleyjum: Hún sá vel, hvernig átti að mæta þessari eða hinni bárunni, sem að fór. Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará: Öll erum við menn Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará fæddist 18. júní 1903 í Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún ólst upp á Snæfellsnesi og hefur búið þar mestan hluta ævi sinnar. Hún varð ung að árum mjög hrifin af þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik og reyndi að lesa allt, sem hún náði í af slíku efni. Hér segir Helga sjálf frá fólki, sem hún kynntist á Snæfellsnesi og einnig fólki, sem foreldrar hennar og aðrir, sögðu henni frá. Hér eru frásagnir af sérstæðum og eftirminnilegum persónum, svo sem Magnúsi putta, Þórði sterka, Siggu mæðu, Guðmundi dúllara, Prjóna-Siggu, Ingimundi fiðlu og Leirulækjar-Fúsav Sagt er frá Mýrdals-Móra og Hvítárvalla-Skottu. Einnig eru hér frásögur af Ásgrími Hellnapresti, Helga tíauraskegg og förufólki eins og Ólafi háa og Jófríði Þorkelsdóttur. í bókinni er mikið af vísum, sem margar hverjar hafa ekki birst á prenti áður, og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðijörð, Jónasi Hallgrímssyni og Símoni Dalaskáldi, Látra-Björgu og Skáld-Rósu. Einnig er kafli um Jóhannes Sveinsson Kjarval, listmálara. Þessi bók geymir mikinn fróðleik um fólk og líf þess fyrr á tínmni. Tilboð fil óskrifenda HEB kr. 995.- Baðar bækurnar ■ Sendingargjald innifalið ara 1967-1997 SERSTAKUR PONTUNARSEÐILL FYLGIR BLAÐINU Skjaldborg ehf. Ármúla 23-108 Reykjavík - Sími 588-2400 • Fax: 588-8994 BOKAUTGAFA

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.