Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 6
4 ÆSK AN STYRKTARMENN Aðalbjörg Jóhannsdótlir. Sigurgeir Jónsson. « Slefán Stefánsson bóksali, og útsölumaöur »Æskunnar« á Eskifirði. Hann er fæddur 7. desember 1857 aó Garði í Kelduhverfi, sonur séra Stefáns Jónssonar, er síðar var prestur að Presthólum o<> Kolfreyjustað. Hann er giftur Margréti Halldórsdóttur frá Sandbrekku. Þótt Stefán sé nú háaldraöur maður og kominn löngu af æsku-skeiði, lætur hann sér mjög annt um »Æskuna« og hefir fjölgað kaup- endum hennar talsvert á s.l. ári. Brynjúlfur Porvarðsson verzlunarmaður, og útsölumaður »Æskunnai« á Reyðarfirði. Hann er fæddur 6. maí 1902 að Suðureyri í Súgandaíirði. Byrjaði að selja blaðið 1929 og hefir reynzt hinn duglegasti i starfl sinu. Guðmundur Einarsson fiskimatsmaður, og útsölumaður »Æskunnar« í Hnífsdal. Fæddur og uppalinn er hann i Fremstuhúsum í Arnardal í N.-ísafjarðarsýslu. Hann hefir verið útsölumaður blaðsins i 15 ár og sýnt mikinn áhuga fyrir útbreiðslu þess i Hnifsda), enda mun það keypt í flestum húsum í þorpinu, eftir þvi, sem hann sagði mér i sumar. Jens E. Níelsson kennari. Hann hefir útsölu á »Æskunni« í Bolungarvík. Fæddur er hann 7. apríl 1888 á Flateyri. Jens er ágætur bindindismaður bæði á tóbak og áfengi, og er það vel farið um barna- og unglinga leiðtoga. Hann er einn af aðalmönnum st. »Hörpu« nr. 59 i ^ Bolungarvík og hefir verið templar siðan 15. apríl 1900. Utsölu »Æsk- unnar« hefir hann annazt nær því 25 ár og reynzt blaöinu hinn bezli drengur i hvívetna. Aðalbjörg Jóhannsdóllir er fædd á Dalvík 28. janúar 1915. Hún er dóltir Jóhanns oddvita þar og Guðlaugar Baldvins- dóttur. Aðalbjörg tók að sér útsölu »Æskunuar« á Dalvik 1924, þá 9 ára gömul, og vonum vér að njóta krafta hennar Stefán Stefánsson. Brynjúl/ur Porvarðsson. „ÆSKUNNAR" Freygerðnr Guðbrandsd. sem lengst, því að hún hefir verið sistarfandí að útbreiðslu blaðsins og borið hag þess mjög fyrir brjósti. Sigurgeir Jónsson, útsölumaður »Æskunnar« á Seyðis- firði. Hann er fæddur á Seyðisfirði 3. september 1914. Sigurgeir er efnispiltur, röskur í starfi sinu, hann vinnur af kappi að útbreiðslu »Æskunnar« á Seyðisfirði. Á blaðið þar góðan hðsmann. Freygerður Guðbrandsdótlir ljósmóðir, Brattavöllum á Árskógarströnd. Hún er fædd 4. ágúst 1902. Útsölu »Æsk- unnar« hefir hún haft um nokkurt skeið í byggðarlagi sínu og reynzt henni trúr og dyggur liðsmaður. Björn Eirílcsson Hólakoti í V.-Húnavatnssýslu. Hann er fæddur 24. maí 1927. Frá þessum unga sveini fékk »Æskan« í fyrravetur allmarga nýja kaupendur, og með því hann mun vera einn af allra yngstu útsölumönnum blaðsins, þá þykir oss sennilegl, að mörgum þyki gaman að sjá mynd af þessum 4 ára starfs- og stuöningsmanni »Æsk- unnar«. Oss þykir ekki ósennilegt, að Björn litli hafi notið aðstoðar mömmu sinnar eða pabba, en hvað um það, »Æskan« er þakklát fyrir allan góðan stuðning, hvaðan sem hann kemur. Vill ekki einhver jafnaldri Björns taka sér hann lil fyrirmyndar og safna nýjum kaupendum í sinu byggðarlagi. Kæru slyrktarmenn! Innilegar þakkir fyrir allt ykkar starf á liðnum árum, Vér vonum, að þið sýnið »Æskunni« sama traust og vinsemd i framtíðinni. Heill sé öllum þeim, ungum sem gömlum, sem vinna að útbreiðslu »Æskunnar«. — Grledileg;t ár! Jóh. Ögm. Oddsson. Guðmundur Einarsson

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.