Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 7
Æ S K A N SIGRUN LITLA EFTIR S. OKKENHAUG MARQRÉT ]ÓNSDÓTTI R ÞVDDl Einu sinni var litil stúlka, er Sigrún hét. Hún var hálfgerður krypplingur og þar að auki hölt frá fæðingu. En hún hafði ekki svo niikið af þessu að segja meðan hún var lítil. Hún var jafn blið og broshýr og önnur börn, eða ef til vill ofurlíttð bliðlyndari en tlest önnur. Þegar Sigrún stækkaði, fór hún samt smátt og smátt að verða þess vör, að hún var ólík öðrum börnum. Hún hugsaði um það og furðaði sig á þvi. Oft kom það fyrir, að hún gat ekki fylgzt með leiksystkinum sínum. Þau hlupu í brott frá henni, en hún stóð eftir grátandi. Sigrún velti þessu fyrir sér fram og aftur. Loks fór hún á fund móður sinnar og spurði ógn sakleysislega: »Heyrðu mammal Hversvegna er annar fóturinn minn svona stuttur? Heldur þú, að guð hafi ekki átt tvo fætur handa mér, jafn-langa? Mamma hennar var önnum lcafin og svaraði engu i fyrstu. En svo brosti hún til hennar og sagði: »t*að getur vel verið, Rúna min, en það er erfitt að vita slíkt«. »Já, en heyrðu! Hann þurfti nú ekki annað en að segja, að fæturnir ættu að vera jafnlangir og þá.------- Móðir hennar gat engu svarað. Hún varð al- varleg á svip og hugsandi. Loks settist hún niður, tók Sigrúnu á kné sér og sagði: »Eg veit það ekki, elsku Rúna mín, hvernig á þvi stendur, að guð gaf þér þenna stutta fót, en vera má, að þú skiljir það seinna, er þú hefir lif- að lengur. Stundum hefir mér dottið í hug, að fóturinn þinn sé svona lítill af því að hjarta þitt er svo stórt. Og stundum hefi eg hugsað, að þú værir svona, til þess að eg fengi að hafa þig sem oftast hjá mér. Hin börnin hlaupa út i buskann, og mamma yrði oft ein, ef Rúna litla væri ekki hjá henni«. Sigrún hjúfraði sig upp að móður sinni og hvislaði: »Það er þá líklega til þess að eg sé litla stúlk- an þin«. Og Sigrún varð mjög hænd að móður sinni. Oft var hún ein timnnum saman, en henni þótti samt gaman að leika sér við önnur börn, ef þau ólmuðust ekki alltof mikið. Sigrún var góð i sér og kenndi sárt í brjósti um alla þá, sem áttu bágt, bæði menn og málleysingja. Einu sinni að vorlagi var komið heim með ný- fætt lamb, sem misst hafði mömmu sína. Sigrún tók lambið að sér, gaf því að sjúga úr bolla með fjöðurstaf og var ákaflga natin að halda í því líf- inu. Lambið stækkaði og varð um tíma bezta leiksystkini hennar. Brátt varð Sigrún ekki aðeins til hjálpar og huggunar fyrir móður sína. Þegar einhver á heim- ilinu þurfti að láta gera fyrir sig handarvik, þá varð það að vana að leita til Sigrúnar. Hún var æfinlega boðin og búin til þess að hjálpa eftir því sem hún gat. Oftast var Sigrún glöð og ánægð. Hún var alveg hætt að hugsa um stutta fótinn sinn. Að minnsta kosti minntist hún aldrei á það. En stund- um stóð hún álengdar og starði á, er hin börnin léku sér, hoppuðu og hlupu og voru frá á fæti sem fuglar. Það leið og beið. Sigrún lifði sinu eigin lifi i hugsunum og draumum. Hún bjó sér til mörg æfintýr og langar og viðburða- rikar sögur. Hún þóttist vera orðin stór og sterk og geta sigrað alla örðugleika. Bylgjurnar, sem brotnuðu við ströndina, vind- blærinn, sem þaut í skóginum, blóm vallarins og stjörnur himinsins, bláu fjöllin tígulegu og litli tæri bæjarlækurinn, allt voru þetta vinir hennar, sem hún talaði við og skildi. Þannig óx Sigrún upp. Hún var nú orðin svo stór, að hún átti að fara að ganga til prestsins. I barnaskólanum var hún jafnan með dugleg- ustu börnunum, því að henni þótti mjög gaman að lesa og læra. Kennarinn hafði miklar mætur á henni, og skóla- systkini hennar báru virðingu fyrir henni, af því að hún var betur að sér en flest þeirra. Þetta gerði Sigrúnu gott og hjálpaði henni til þess að gleyma því, að hún var vansköpuð. En siðasta vorið, sem hún var í skóla, kom nýr drengur í bekkinn hennar. Drengur þessi hét ótt- ar. Hann var bæði kátur og kærulaus, hálfgerður pörupiltur. Þegar hann sá, hvernig Sigrún haltr- aði, fór hann að hlæja og flissa. »Nei, sjáið þið, hún vaggar eins og gæs«, sagði hann. Og svo fór hann að herma eftir henni.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.