Æskan - 01.08.1932, Blaðsíða 4
8*
ÆSKAN
Rómverskar vatnsleiðslur til forna.
f M
MANNVIRKI EFTIR
OLAW GULLWAAG
Hvert er hið mesta afreksverk mannkynsins?
Þeirri spurningu geta sjálfsagt hinir laerðustu menn
ekki svarað til fullnustu. Það fer Iíka nokkuð eftir
þvi, við hvað er átt, þegar spurt er. Hið merkasta,
sem mannkynið hefir afrekað, meðan það hefir lifað
á jörðu hér, er sennilega sá andlegi þroski, sem því
hefir áunnizt, í sambandi við hin eilífu máttarvöld.
— En eitt af því, sem sýnir þenna þroska, er einnig
það, er mennirnir berjast við þyngdarlögmálið, leggja
stein á stein ofan, grafa sér leiðir gegn um fjöll og
hamraveggi o. m. fl. Og það er um þessi efni, sem eg
ætla að tala ofurlítið.
Yér býsnumst yfir hinum himinháu skýsköfum,
er Amerikumenn reisa. Og þó notfæra þeir sér öll
þau hjálpargögn, er nútíma byggingarlist þekkir.