Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1932, Síða 7

Æskan - 01.08.1932, Síða 7
ÆSKAN 71 Pað var komið langt fram í nóvembermánuð. Veturinn var kominn með kulda og stormi. Heima hjá ungfrú Ruud voru híbýlin komin í vetrarbún- ing. Þykk, dökk gluggatjöld voru fyrir gluggunum og stór ábreiða á gólfinu. Karen var iðin og dug- leg að læra. Með hverjum deginum sem leið, þótti henni vænna og vænna um hina nýju mömmu sina. Samt var hún alltaf hálf einurðarlítil og óframfærin í framkomu. Hún hafði mætt svo mörgu misjöínu á sinni stuttu lifsleið. Ungfrú Ruud beið — og vonaðist eftir, að sér mundi tak- ast að gera Karenu glaða, barnslega og eðlilega, eins og þau börn eru, sem hafa alizt upp á góð- um heimilum. En hún vissi, að þetta mundi taka sinn tíma. Pað tjáði ekki að vera óþolinmóður. Kristín gamla hafði mesta dálæti á Karenu, eins og hún væri dótturdóttir hennar. Einhverju sinni sagði Lára í gamni: »Pað er skrítið, Kristín. Þú varst miklu strang- ari við mig, þegar eg var barn, heldur en þú ert við Karenu. En það er lika sagt, að ömmurnar hafi barnabörn sín i meira eftirlæti en sín eigin börn«. »Hvaða bull er að tarna, Lára. Mér þótti alveg eins vænt um þig, þegar þú varst lítil. Pú ert að eins búin að gleyma þvi«, svaraði Kristín, afundin. Kristín sagði alltaf »mamma þin«, er hún talaði um Láru við Karenu. Og þegar fram liðu stundir, sagði Karen einnig »mamma«, í hugsunarleysi. Hún varð ógn sneypuleg, þegar hún gerði það i fyrsta skipti. En þá sagði ungfrú Ruud, að hún gæti ekki gert sér meiri gleði en að kalla sig mömmu. Og eftir það gerði Karen það oftar og oftar, unz hún var hætt að veita því eftirtekt og sagði æfinlega »mamma«, þegar hún talaði viði ungfrú Ruud, eða um hana. Einu sinni spurði Lára hana, hvort hún hefði ekki átt einhverja vin- stúlku í gamla skólanum, sem hana langaði til að hitta aftur. Karen sagði henni þá frá Grétu Berg. Kom þeim saman um, að Karen skyldi fara á fund Grétu og bjóða henni heim til sín. Frú Berg varð orðlaus af undrun, er hún sá Karenu. Hún hafði ekkert skilið í hvarfi hennar og bjóst helzt við, að hún væri dáin. Nú kom húrt þarna allt í einu bráðlifandi, sælleg og vel til fara. »Sæl og blessuð, Karen! Hvar í ósköpunum hefir þú verið, og hvað hefir komið fyrir þig?« hrópaði hún svo hátt, að Gréta heyrði það inn í slofuna og kom hlaupandi fram. Það urðu mestu fagnaðarfundir. Karen sagði frá þvi, sem á daga hennar hafði drifið, og síðan fór Gréta heim með henni. Þær léku sér að brúðum Karenar. Hún hafði fengið litla brúðu og aðra stóra, með löngum svörtum fléttum. Hún gat lokað augunum bg var mesta gersemi. Þegar Gréta kom heim um kvöldið, þurfti hún heldur en ekki að leysa frá skjóðunni. Hún hafði verið svo hissa á þvi, hve allt var fallegt og skraut- legt heima hjá Karenu — og hve vel henni leið í alla staði. Frú Berg hlustaði á allt þetta, steinhissa, og um kvöldið fór hún að hitta nágrannakonur sínar og segja þeim frá, hve lánsöm Karen litla, hennar Vitlausu-Olgu, hefði verið. Framh. ®®®®«>®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®»®®®®®®®®®®®®®®®®® Barna-kvöldvers. Nu lætur sólin aftur auga sitt, og eg mun líka bráöum loka mínu. En, Guð, þú lætur aldrei aftur þitt, eg óhult hvíli því í skjóli þínu. O, viltu, drottinn, vernda og geyma mig og vaka hjá mér englum þinum lofa, svo mig eg óhætt megi reiða á þig, er mamma’ og pabbi og aliir fara að sofa. Ó, virztu hjá oss vaka enn í nótt °g vernda oss, í faðmi þínum geyma. Og nú eg sofna sætt og blítt og rótt; í svefni lát mig eitthvað fallegt dreyma. S. B. Til Islands. Fagra ættjðrðin mín, Fegar ylgeisli skin á þitt ilmandi blómskrúð,um vorsælatíð, hversu frítt er þér hjá, og hve fagurt að sjá þína fossa og dali og grundir og lilið. Upp í háfjallareit unir hjörðin á beit, Fegar hlýjasti vorblærinn kyssir hvert blóm. Og í Ijúfustum frið, björtu Iindina við, syngja Ijóðin sín fuglar með þiðasta róm Eg vil una hjá þér, þar til æfi min þver, við þitt indæla skaul, þína snæþöktu grund, og þó vetrar sé hart, þá er vorið svo bjart, og það veitir mér gleði og ylríka stund. M. Ii. OOOoeoooooooooo oo oooooooooooooOO o o ° S Ii R í T L U R ° Faðirinn: Eg hlýt að refsa þér, sonur minn. Iíennari þinn segir, að þú sért mesti óknyttastrákurinn í skólanum. Sonurinn: Svo! Og þó segir hann alltaf við mig, að það sé eins og þú sért lifandi kominn, þegar þú varst á minum aldri, þar sem eg sé. °0000000»J»»0000 O •

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.