Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 7
ÆSKAN 71 Orðsending. Ennþá hafa fáir af lesendum »Æsk- unnar« sent mér pantanir að ljóðabók minni, en peim, sem hafa þegar gert það, þakka eg fyrir undirtektirnar. Eg vil nú biðja útsölumenn og aðra, er fengið hafa áskrifla-lista, að draga það ekki lengur, en senda mér listana sem allra fyrst. Pótt þið haflð ekki fengið nema 1—2 kaupendur hver, þá látið ekki dragast að gera mér aðvart. Kæru lesendur »Æskunnar!« Eg get ekki trúað öðru en að eg eigi ýmsa vini meðal ykkar, og að þið viljið sýna það með þvi, að greiða fyrir sölu bókar minnar og gerast sem flest kaupendur að henni. Bókin verður send út fyrir jól eða ef til vill í október. Með kærri kveðju. Margrél Jónsdótlir, ritstjóri. ooooooooooooooooooooooooco Skemmtiferð. Pað var sólskin og blíða, annan sunnudag í ágústmánuði. Við vorum fjórir strákar búnir að taka okkur saman um að við skyldum fara skemmtiferð á reiðhjólum: Bergur Andrésson, Gísli Andrésson, Porkell Þorkelsson og eg, og ætluðum við að fara hringferð, suður og austur fyrir Meðalfellsfjall, norður yfir Reynivalla- háls fyrir austan Sandfell, og vestur fyrir hann að norðan. Við lögðum af stað nokkru fyrir hádegi, gátum við farið yfir Laxá á plönkum, því að brúin var i smiðum. Gekk svo allt tíðindalaust, þar til við komum að Bugðu, en það er á, sem rennur úr Meðalfellsvatni. Pá tók Bergur eftir þvi, að komin var blaðra á dekkið á hjólhestinum. Við hleypt- um vindinum úr slöngunni og settum bót á gatið, sem komið var á dekkið. Nú var eftir að komast yfir ána. Það var heldur lakara, því að engin var brúin. Fórum við nú úr sokkunum og óðum yfir ána, og afréðum, að við skyldum hjóla berfættir, þangað til við værum komnir yfir Laxá. Pað gekk allt slysalaust. Við fórum aftur í sokkana og hvildum okkur góða stund, því að næsti áfangi var hlíðin upp Reynivallaháls, og lítið hægt að hjóla. Þegar ofarlega kom í hlíðina nám- um við staöar, settumst niður og snæddum nesti okkar og skemmtum okkur við að horfa í kringum okkur. Við sáum fólk, sem reið um veginn fyrir neðan okkur, og sumt var að tína ber i hlíðinni, þvi að þar er krökkt af berjum. Við héldum nú áfram. Á móts við Sandfell mættum við fjórum stúlkum gangandi. Þær komu frá Borgarnesi og voru á leið til Reykjavíkur. Þær spurðu okkur til vegar að Möðruvöll- um. Við vísuðum þeim til vegar, svo vel sem við gátum, og héldum síðan áfram sem leið liggur að Fossá. Það er næsti bær fyrir neðan háisinn. Okkur gekk allvel þangað, og kom- um við þar og fengum kaffi. Við stóð- um þar við i klukkutima og ræddum við heimafólkið. Lögðum við siðan af stað vestur með hálsinum. Þar er mjög fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Við stönz- uðum á leitinu fyrir utan Hvitanes og virtum útsýnið fyrir okkur. Við sáum Botnssúlur, Múla, Þyril, Þyrilsnes, Geirshólma, sem Hörður Hólmverja- kappi bjó i, og Harðarhól, þar sem hann var veginn. Það er mesti hóllinn á Þyrilsnesi. Auðvitað sáum við ótal margt fleira. Héldum við svo áfram út hjá Hvammi og Hvammsvík út að háls- enda. Þar hvíldum við okkur um stund, áður en við iögöum upp á hálsendann. Þegar upp var komið námum við staðar og liorfðum á sólarlagið, það er eitt hið fegursta, sem hægt er að sjá, þegar sólin sezt á bak við fjöllin eða hnígur í haf. Okkur gekk ágætlega heim að Neðra-Hálsi, en það er bær- inn, sunnan við hálsendann. Þar ætl- uðum við að skilja, þvi að Bergur og Gísli eiga þar heima. Við Þorkell stóð- um þar dálitið við og þágum góð- gjörðir og spjölluöum allir saman um ferðalagið og létum vel yfir. Kvöddum við siðan heimilisfólkið á Hálsi og héldum heimleiðis glaðir og kátir. Sogni 12. febr. 1933. Guðlaugur Jakobsson 16 ára. ooooooooœooooooooooœoooo Barna-kvöldsálmur. Ó, gott er guð að lofa, að geta og mega sofa f sinni rekkju rótt; við blessað ljósið bjarta að biðja guð af hjarta að gefa öllum góða nótt. Svo undur gott við eigum í auðmýkt játa megum og þakka guði það. En þess við megum minnast, að mörg ein börnin finnast, sem eiga naumast nokkurn að. Þau fara svöng að sofa í sinum dimma kofa og reyna atlot ill. Þau enginn ofan’ á breiðir, og engin hjörtun leiðir til guðs, er allra velferð vill. Þótt enginn að þeim hyggi og einmana þau liggi, mun guð ei gleyma þeim. Hinn hæsti himnasjóli frá háum konungsstóli sér alla hluti um allan heim. Tak að þér auma, þjáða og alla seka náða, veit öllum þreyttum þrótt. Og lækning veikum vertu, og verndari’ allra sértu. Ó, gef oss öllum góða nótt. S. B. oooooooooooooooooooooooooo OO0OO0OO0O00OO00O00O00O00O o o ° ORÐSENDINGAR g Öllnm liinnm mörgn, sem borgun hafa sent fyrir blaðið,færum við okkar beztu þakkir, en því miður eru hinir alltof margir, sem hafa ekki sent greiðslu. Bregðist ekki þeirri skyldu ykkar að borga þetta litla og ódýra blað skilvislega. Skilvisin er fögur dyggð, sem gott er fyrir börn og unglinga að temja sér. Ennþá einu sinni skal það tekið fram, að ódýrast er að senda borgun fyrir blaðið í póstávísun. Eeir, sem liafa nnnið til verðlauna fyrir kaupendafjölgun á þessu ári, samkvæmt auglýsingu í jólabókinni í fyrra bls. 24, eru beðnir að láta af- greiðsluna vita nú þegar, hvaða verð- launa þeir sérstaklega óska eftir. Hin auglýstu verðlaun voru: Vasaúr, Myndavél, Kaffistell, Lindarpenni, Blý- antar, Skautar, Skíði, Eldri árgangar, Sögur Æskunnar og ýmsar aðrar bæk- ur. Herðið ykkur nú í þessum mán- uði að safna nýjum kaupendum, þvi aðeins vantar herzlumuninn hjá sum- um til að ná i eitthvað af ofangreind- um verðlaunum. Davíð Copperfield 3. hefti kemur út í þessum mánuði. 4. og siðasta heftið mun koma í nóvember. Ef einhverjir skyldu hafa gleymt að senda áskrifta- lista sína, þá eru þeir beðnir að gera það sem fyrst. Ef einliverjir skyldu óska eftir að fá Sögur Æskunnar, Ottó og Karl eða Davíð Copperficld til sölu, þá geri þeir afgreiðslunni viðvart sem fyrst. Þá væri mjög gott, að þeir, sem ekki

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.