Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1937, Blaðsíða 9

Æskan - 01.08.1937, Blaðsíða 9
ÆSKAN 89 Tíkin Dimma og lambið. Fyrir nokkrum árum átti eg fjártík, sem eg kall- aði Dimmu. Hún var hrafnsvört að lit og gljáandi á skrokkinn og var hún uppáhald allra á heimil- inu, og livar sem hún kom. Hún var af frönsku kyni í föðurætt, nokkuð stærri en hérlendir hund- ar gerast, sem taldir eru al-innlendir. Hún var fremur góð við fjársmölun, en nokkuð svæsin samt, en beit þó enga skepnu. Þegar lambær stóðu framan í henni, og henni var sigað mikið, kom það fyrir, að hún elli upp lambið og sló því flötu, en sleppti því strax, þegar kallað var lil hennar. Það var eitt vor á sauðhurði, að komið var heim með móðurlaust lamh. En svo stóð á, að daginn áður hafði verið fleygt hvolpum undan tíkinni og lá hún flatmaga með stóru júfri og fulla spena af mjólk, þegar komið var með lambið. Er þá Ivrist- jana fósturdóttir mín þar nærstödd og tekur lamh- ið, af gáska, og lætur það sjúga tíkina, þar sem hún lá, en lambið var svangt og áfjáð að sjúga. Þegar lambið hafði sogið um stund, stendur tíkin upp og nusar um lambið, labbar svo af stað og lambið á eftir henni. Eftir litla stund er tekið eft- ir því, að lamhið er aftur farið að sjúga, en tíkin stendur róleg og ánægjuleg á meðan. Þá var það einhver, sem sagði: »Það er leiðin- legt að láta lambið vera að sjúga tíkargreyið«. Þessu var nú samt enginn gaumur gefinn og voru lambið og tíkin látið eiga sig til næsla kvölds. Þá gerði Kristjana tilraun til þess að stía þeim í sundur, með þvi, að láta lambið inn í baðstofu, en loka tíkina úti. Eftir litla slund fer lambið að jarma, en tikin kemur upp á gluggann og hamasl við að klóra í hann og þekjuna. Yarð þá Krist- jana að hleypa Dimmu inn lil lambsins, svo að allt varð kyrrt og rótt. Eftir þelta var tíkinni lofað að hafa lambið. Leið svo hátt á aðra viku, að lambinu fór vel fram á tíkarmjólkinni. Þá vildi svo til, að ein ærin missti lambið sitt. Var þá talið sjálfsagt að venja lambið undir þessa á, og tókst j)að sæmi- lega. En jjá joólli ekki lengur hlýða, að láta tíkina fóstra lambið lílca. Yar því ærin tekin ásamt lamb- inu og flutt inn á svonefndan Staðarháls, og ekki skeytt um þau meir, og eru jiau úr sögunni. En það er frá Dimmu að segja, að hún tók svo miklum hreylingum, að hún varð varla nothæf til smölunar eftir þetla. Hún var helst ekki fáanleg til jiess að hlaupa í kindur, jió að henni væri sig- að á þær, og við unglömb var hún mjög vinaleg, hvar sem þau urðu á vegi hennar. Það kom svo greinilega í ljós hjá þessari tikar- skepnu, hve máttur kærleikans getur áorkað mik- ils meðal dýra, eins og' manna, þar sem kærleik- ur tikarinnar til lambsins gat svo að segja gjör- breytt eðlisháttum hennar. Jón B.jarnason, Skorrastað. Ymsir tóku nú að tínast hurt, einkum jieir, er óttuðust frekari aðgjörðir, ef þeir hlýddu ekki hoði stöðvarstjórans. Bobbí og Fríða komu nú liægt og hikandi til Péturs. Pétur hristi aðeins höfuðið, er liinn ókunni tal- aði, en hann þrýsti hönd hans innilega og leit eins vingjarnlega til hans og liann gat. »Farið með hann inn«, hvíslaði Bobhi. »Mamma getur talað frönsku. Hún kemur með næstu lest«. Stöðvarstjórinn tók vingjarnlega í handlegg mannsins, en hann reif sig lausan og reyndi að hrinda stöðvarstjóranum frá sér, hóstandi og skjálf- andi af ótla. »Æ, sjáið þér ekki, að liann er hræddur?« sagði Bobbí. Hann heldur, að það eigi að loka sig inni, j)að er eg alveg viss um. Horfið í augu lionum! Lofið mér að reyna, eg liefi einnig lært frönsku í skólanum og lcann fáein orð. Bara að eg gæli munað þau«. Stundum vill jjað til, að hægt er að gjöra hina ólíklegustu hluti, þegar neyðin kallar að; hluti, sem engum dytti annars i hug að reyna að fram- kvæma. Bobbí hafði ekki verið sérlega dugleg að læra frönsku i skólanum, en þegar hún leit inn i þessi örvæntingarfullu augu, mundi hún i raun og veru fáein orð úr frönsku og mælti: »Vous attendre. Ma mére parles francais. Nous étrc bon pour vous®.1) Það er óvíst, hvort ókunni maðurinn hefir skilið nokkuð af þessu, en hann skildi að minsta kosti vinarjjelið, er hann fann svo glöggt, er hún rétti honum höndina og strauk lilýlega með hinni hendi eftir hinni gatslitnu ermi hans. Hún leiddi hann blíðlega inn i innsta herbergi stöðvarstjórans, og hin börnin komu á el'tir. Slöðv- arstjórinn skellti hurðinni í lás við nefið á hinum forvitnu mönnum, er enn þá biðu góða stund mas- andi fyrir utan luktar dyrnar. En að lokum löl)b- uðu þeir þó burt, tveir og þrir saman. Framli. 1) Biðið okkar. Móðir mín talar frönsku. Við vcra góð við vður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.