Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 12
10 Jólabók Æskunnar 1938 „Nú já, það er þessi aðgöngumiði, þykist eg vita. Kaupmaðurinn bað mig að segja, að enginn væri eftir. Þeir seldust allir, strax í morgun.“ „Er þá alls enginn til,“ sagði eg titrandi. „Getur — liann ekld--------?“ Eg fann að mér lá við gráti. „Þú heyrir, hvað eg segi,“ sagði stúlkan, gremju- lega. „Það er ekkert við því að gera.“ Svo hélt hún áfram að skrifa á ritvélina og virti mig ekki lengur viðtals. , Eg koinst út á götuna í liálfgerðri lciðslu. Mér var þungt fyrir brjósti, því að eg reyndi að berjast við grátinn og byrgja liann niðri, en tárin runnu samt niður kinnarnar. Eg fékkst ekki um það, mér var sama um allt. Eg lenti inni i skcmmtigarði bæjarins, og þar settist eg á bekk og grét yfir vonbrigðunum. Alll i einu hrökk eg við. Einhver klappaði á herð- ar mér. Eg leit upp og sá, að maður sat á bekknum við hlið mér. Hann var í dökkri regnkápu með hnan, barðastóran hatt á höfði. „Hvað er að?“ spurði hann vingjarnlega. Eg færði mig örlítið fjær og fór að þurrlca mér um augun, snöktandi. Hvað gat hann svo sem gert? Og hvað var hann að spyrja? Allir miðar voru uppseldir og enginn handa mér. „Get eg ckkert gert til þcss að hjálpa?“ hélt hann áfram, blíðlega. „Reyndu nú að hætta að gráta, við skulum tala dálitið saman.“ Eg rétti úr mér, en bláu, góðlegu augun hans horfðu alltaf spyrjandi á mig. „Er — einhver dáinn?“ hvislaði hann. Eg gat ekki varist brosi, mitt í allri sorginni, og svo hristi eg höfuðið. Hann var næsta skoplegur, þessi vinur minn. Höf- uðið var alltof stórt í samanburði við búkinn og herðarnar alllof mjóar — og þar að auki skakkar. Og svo hallaði hann undir flatt eins og særður fugls- ungi. „Kæra barn,“ sagði hann hjartanlega. „Þetta er alltof mikil sorg á þínum aldri. Reyndu nú að segja mér, hvað að þér amar. Hver vcit nema að það létti ofurlitið, og að eg geti eitthvað lijálpað þér?“ Og síðan sagði eg honum upp alla sögu, sagði honum, hve mikið mig langaði til þcss að læra að leika á fiðlu, og hve lieitt eg hefði þráð að hlusta á Fratelli. Og liann sat og hlustaði og studdi hönd undir kinn. Þegar eg þagnaði, rétti hann úr sér, setti hattinn aflur á lmakka og klappaði á liönd mína. „Hvílík heppni! Eg liefi einmitt miða, sem eg veit ekki, hvað eg á að gera við.“ Og viti menn! Út úr vasabókinni sinni tekur hann rauðan miða og réttir mér brosandi. „Líttu á,“ sagði hann, „jíetta er gott sæli í fremstu röð. Taktu við miðanum, eg þarf ekki á honum að halda. Eg blóðroðnaði og stamaði. . f „En ætlið — þér — ekki að — að fara?“ „Jú,“ svaraði liann og liló. „Eg verð á öðrum stað. Við sjáust ef til vill.“ Hann slóð upp og lyfti hatt- inum og eg hneigði mig. „Ástarþakkir“ sagði eg feimnislega. Hann flýtli sér burtu. Mér fannst hann einna lik- astur vængbrotnum fugli, þar sem liann haltraði af stað, og nú sé eg, að hann var ofurlítið liallur. Við hliðið leit liann til mín og veifaði hattinum. Eg hneigði mig aftur, en slóð krafkyrr eins og gróin við jörðina. Klukkan liálfátta var eg komin i sparifötin og sest í sæti mitt á fremsta bekk í söngsalnum. Reint framundan mér var upphækkaður pallur, og stóð þar gríðarstór flygill, en veggurinn á bak við var skreyttur sænskum og ítölskum fánum. Eg hafði komið með þeini fyrstu, en nú fóru á- heyrendurnir að slreyma inn. Eg varð að standa upp og hncigja mig, hvað eftir annað, því að margir komu, sem þekktu foreldra mína, meira að segja sjálfur dómarinn sat í sama heldc og eg. Eg beið þess með óþreyju, að fiðluleilcarinn kæmi og horfði sífellt til dyranna. Nú varð allt hljótt. Hann kom inn úr dyrunum, gekk rösldega upp á pallinn og settist við hljóðfærið. Hann bar höfuðið hátt, og fötin voru eins og steypt utan um bein- vaxinn líkamann. Eg ætlaði alveg að gleypa hann með augunum. Hann sat grafkyrr með hendurnar á nótunum, og þá —-------- Það var líkast því, að straumkviða fyllti salinn. Menn klöppuðu, hrópuðu og stöppuðu. Eg leit upp alveg liissa. Einkennilegur maður með alltof stórt höfuð á skökkum, grönnum herðum, slaulaðist upp á pallinn. Hann hneigði sig fyrir áhorfendum. Þetta var hann vinur minn frá skemmtigarðinum. Það var liann sjálfur, fiðlusnillingurinn Fralelli. Svona leit hann út. Eg get ekki gert mér grein fyrir, hvort eg varð fyrir vonbrigðum eða ekki. Eg hafði víst engan tíma lil þcss, því að hann byrjaði þegar að leika, og þeim leik reyni eg ekki að lýsa. Allir, sem lieyrt bafa til snillinga, vita livernig maður eins og svífur burt og gleymir tíma og rúmi. Þegar fiðlutónarnir dóu út, sá eg ekki lengur liinn veikburða líkama hans. Það gerði víst enginn. Það var eins og ljómi léki um hann, og eg leit ekki einu sinni til unga, fríða

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.