Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 17

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 17
1938 Jólabók Æskunnar 15 Einu sinni var fátœk kona, sem bjó í gömlu af- dalakoti. Hún átti einn son, er Þórir hét, og hann var mesti myndarpiltur. Það var fremur fátæklegt í kotiuu, en þrifalegt og þokkalegt. Stór ljósastjaki úr góðu, gönrlu silfri stóð á kommóðunni. Hann var erfðafé, og eini dýr- gripurinn, sem til var í kotinu, og Þórir þreyttist aldrei á að skoða þá gersemi. Fótur kertastjakans var líkastur skál í lögun, að neðan til, og inni í skálinni var eins og ofurlítill hnúður eða hnappur í silfrinu. Þórir liafði lengi at- hugað þennan hnúð, og lék honum liugur á að vita, til hvers hann væri. Móðir Þóris sagði, að þetta væri hara steypugalli, sem komið hefði af tilviljun. En þessu trúði Þórir ekki almennilega. Hann þóttist viss um, að hnappurinn liefði eittlivað að þýða. Einu sinni sem oflar var hann aleinn inni og liorfði á ljósastjakann. Tók hann sig þá tíl og fór að fægja hnappinn rækilega með treyjuerminni sinni. Og viti menn! Heyrir hann þá eklci yndislegasta fiðluleik óma í gcgnum herbergið. Aldrei á æfi sinni hafði hann Iieyrt neitt, er jafnast gæli á við þenna fiðluleik. Hann hlustaði dálitla stund, en liélt svo áfram að fægja hnappinn. Þá var engu likara en að ljúfasti sumarblær liði gegnum stofuna, yndislegur ilmur af fjólum og rósum. Þórir litli lokaði augunum og andaði að sér þess- um indæla ilmi. En þegar liann var húinn að jafna sig eftir undr- unina, tók hann til að fægja hnappinn á ný. Og nú var eins og silfurskálin víkkaði og hreikkaði í allar áttir, þar til liún var orðin svo stór, að hún fyllti alveg út í stofuna. Þórir sá nú langar leiðir inn í undarlegan heim, þarna i silfurskálinni. Þar hlilc- uðu rauðar rósir, hláar fjólur og mjallhvítar liljur. Inni á milli blómanna, rósanna og liljanna voru litlir, léttir álfar með silfurskæra, glitrandi vængi. Þeir svifu þar, dönsuðu og léku sér fram og aftur. Hvílík sjón! Þórir starði á þetta, alveg frá sér numinn, en þá lcom ein álfamærin til hans hjört og brosandi. „Komdu inn í gullin göng, gleddu þig' við leik og söng,“ söng hún með silfurskærri röddu. Og fyrr en varði var Þórir kominn meðal álfanna og hlómanna. Þar sveif hann, lék sér og dansaði. og það var svo undur, dæmalaust gaman, gaman. En þá mundi hann alll í einu eftir mömmu sinni og gamla kotinu jieirra, og þá varð hann hæði hnugginn og þegjandalegur. Allir álfarnir og álfameyjarnar þyrptust i kring- um liann. „Hví her þú svo sára sorg i sólskinslandsins glæstu borg?“ sungu þeir hæði hátt og skært. Drengurinn gat ekki að sér gert, hann sagði þeim allt eins og var. Þá steig álfadrottningin fram, með kórónu á höfði úr skíru gulli. Hún söng: „I álfheimum þú ert lijá mér, óskir þrjár vil eg gefa þér.“ Og svo getur þú óskað þér, hvers sem þú vilt bætti hún við. „Já,“ sagði Þórir, „þá óska eg þess, að mamma mín verði alltaf glöð og eigi nógan mat, að við eign- ust lítinn, fallegan hlómgarð, og að allt, sem eg geri, verði sjálfum mér og öðrum lil góðs.“ „Ekki skaltu efast. Sjá! Óskir þínar muntu fá,“ sungu álfarnir.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.