Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 13

Æskan - 15.12.1938, Blaðsíða 13
1938 Jólabók Æskunnar 11 ]apan — land sólaruppkomunnar Aáalsteinn Sigmundsson tók saman Japan cr meðal þeirra landa lieims, sem oftast eru nefnd manna á meðal og í fréttum í blöðum og út- varpi. Það er eina stórveldið í Austurálfu, og þó er þaA hvorki stærsta né fjölmennasta land þar. Það, sem einkum beinir athygli manna að Japan, er dugnaður þjóðarinnar, sem landið byggir, harka bennar og hermennska. Nú sem stendur eiga Japanir í striði við nágranna sina og frændur, Kínverja; er þeirra oft getið i þvi sambandi, og ekki alltaf að góðu. En þar sem lesendur Æskunnar lieyra lands þessa svo oft getið, má ætla, að þeim þyki gaman að lesa dálítið um það. Japan er stundum nefnt Land sólaruppkomunnar, vegna þess, að það er austasta landið i Austurálfu heims, og sól livers nýs dags kemur þar 1'\tsI upp. Klukkan ‘í Japan er 11 að kvöldi, þegar liún er 12 á liádcgi í Reykjavík. Landið er keisaradæmi, og nær yfir margar eyjar, stórar og litlar, austan við meg- inland Asíu, og Kóreuskagann, sem teygir sig aust- ur úr meginlandinu. Sameinuð stærð alls landsins er 679 þúsund ferkílómetrar, eða nokkru minna en sjöföld stærð íslands. Á þessu landi búa 94,6 milj- ónir manna, og má af því marka, að þar er „setinn Svarfaðardalur“. Koma 140 rnenn á bvern ferkíló- metra lands, en 1 maður á sönm landstærð hér á landi. Mundi íslenskum bændurn þykja „þröngt fyrir dyrum“ með slíku þéttbýli. Enda finnst Jap- önum þröngt um sig, og af því stafar vafalaust mikið sókn þeirra til lands og valda í Kína. mannsins, er hafði leikið undir. Eg var ákaflega sæl og hreykin. Og ennþá lireyknari varð eg ])ó, þegar hljómleik- unum var lokið og þjónn einn kom til mín og sagði, að fiðluleikarinn vildi tala við mig á eflir. Þegar fagnaðarópin loks vóru þögnuð, og fólkið fór að tinast út úr salnum, varð eg að fara til hans og þakka honum fyrir mig. Og þá sagðist hann ætla að biðja föður minn að lofa mér að læra að leika á fiðlu. „Svo mikil ást og aðdáun á liljómlist, sem þín, hlýtur að liafa einhvern tilgang,“ sagði hann. „Og við, sem hlotið höfum gjöf sönggyðjunnar, erum í heiminn borin til þess að gera mennina betri og far- Síðuslu áratugina, eða síðan Mútsu-IJito kom til valda 1868, liafa orðið meiri og stórstígari framfarir i Japan, en dæmi ern til annarstaðar í veröldinni. Áður var þar fullkomið miðaldaástand í hvívetna. Þjóðin liafði lokað landi sínu fyrir Evrópumönnum og öllum álirifum frá þeim og menningu þeirra. En ofangreint ár var opnað upp á gátt, og allt gert, sem unnt var, til að tileinka sér menningu og tækni Ev- rópn sem rækilegast og sem skjótast. Fjöldi ungra manna var sendur til Vesturlanda, til ahskonar náms, í vísindum og tækni, iðnaði og hernaði, og þeir fluttu kunnáttuna lieim lil Japan. Skólar voru settir á stofn, stóriðju lirundið af stað og her þjóðarinnar búinn eins og best gerðist með vestrænum þjóðum. Árangur af öllu þessu var sá, að Japan gerðist stór- veldi, sem allur heimurinn varð að taka með í reikn- inginn, hvort sem um var að ræða framleiðslusam- keppni eða herstyrk. Enginn skyldi ætla, að Jaþanir liafi tekið upp að fullu liætti og siði Vesturálfuþjóða, þó að þeir lærðu margt af þeim í Visindum og tækni. Japanir eru mon- gólar að ætterni, gulir á liörund og harla ólíkir Ev- rópuþjóðum, bæði að útliti og innræti. Siðir þeirra og lifnaðarbætlir eru líka ólíkir því, sem gerist með oss, eins og nótt er ólík degi. Ef við kæmum til Japan, mundum við liætta að hlæja að stráknum, sem hélt, að allt hlyti að standa á liöfði liinum meg- in á jörðinni. Margir siðir eru þar að minnsta kosti þveröfugir við það, sem liér gerist. sælli.“ Þetta liafði mér sjálfri fundist, þó að eg hefði ekki getað komið þannig orðum að því. Daginn eftir talaði Macslro Fratelli við pabba, og það kom honum svo óvart, að hann játaði sam- stundis. Eg fæ nú kennslu í fiðluleik hjá besla kennara bæjarins, „og svo sér maður, hvað setur“, segir pabbi. En hvernig sem fer, og þó að eg viti vel, að eg vcrð aldrei neinn Fratelh, ekki einu sinni lítið brot af lionum, vona eg samt, að eg á minn liátt — og í allri auðmýkt, eigi eftir ag flytja mönnun- unum örlítið af birtu og gleði með fiðluleik mínum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.