Æskan - 01.06.1948, Page 3
Bréfdúf
ur.
Vitið þið það, að þrátt fyrir alla snilii manna nú
a úmum, hugvit og tækni, sem þeir liafa beitt, ekki
Jlvað sizt lil þess að fullkomna flugvélar og alls
v°nar tæki, sem notuð eru til að rata leiðar sinnar
1 lnyrkri og dimmviðri, þá hefur þó ekki tekizt enn
skáka dúfunum, og langt frá því. Fram á þennan
^a8 þykja þær ómissandi boðberar i ófriði, þrátt
^yrir síma, útvarp og talstöðvar og tæki. Þær eru,
eins og þið vitið, gæddar þeirri undursamlegu rat-
v.lsh að þeim skeikar nær þvi aldrei að finna byrgið
aitt eða kofann, live langt sem farið er með þær i
'Ul't, og bvort sem þeim er sleppt i dimmu eða
^Jörtu, á nóttu eða degi. Ekkert annað dýr er svona
1 atvist, og engin vísindi liafa getað útskýrt, livað
Vlsar þeim veginn.
^ralangt er síðan mönnum varð kunn ratvísi dúfn-
atllla og þeir fóru að nota sér hana líkt og gert er
eri11 i dag. í ævagömlum ritum sézt, að jafnvel 3000
arum fyrir Krist burð voru menn farnir að nota dúf-
rtr til að bera bréf, bæði á friðartímum og ófriðar.
ha ð
er þó ekki sízt í styrjöldum, sem menn hafa
örigum gripið til þeirra, því að áður en loftskeytin
{°mu til sögunnar og þráðlausar talstöðvar, voru
>réfdúfurnar hið eina, sem kom að gagni, þegar
PUrfti að koma skyndiboðum langa leið. Eitt dæmi
shal ég nefna um það, liverju einn þessi litli fljúg-
andi boðberi befur komið til leiðar. Þegar Napóleon
mikli átti i stórorustunni við Waterloo, þar sem úr
var skorið um það, bvort hann réði áfram lögum og
lofum í Evrópu eða yrði gersigraður, þá sá þýzkur
auðmaður, Rotscbild að nafni, sér leik á borði. Hann
bafði trúnaðarmann í námunda við bardagann, og
þegar auðsætt var, að Napóleon mundi biða ósigur,
sendi trúnaðarmaðurinn bréfdúfu með tilkynningu
um það til Rotschilds, og liann var liinn fyrsti, sem
vissi um úrslitin. Og þessa vitneskju notaði liann til
þess að lcoma ár sinni svo fyrir borð í peningamál-
um, að bann græddi í einu vetfangi margar millj-
ónir króna. Annað mál er það, livort vesalings dúfan
kom i þetta sinn góðu til leiðar með ratvísi sinni.
Þó að bæði loftskeyti og útvarp væri komið til
sögunnar á fyrri heimsstyrjaldarárunum 1914—18,
voru bréfdúfur samt mikið notaðar. Menn smíðuðu
55