Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1948, Side 10

Æskan - 01.06.1948, Side 10
ÆSKAN undirdjúpum haf Ýmsar þjóðir hafa lagt mikið kapp á að rann- saka dýralífið í hafinu, og þá einlcum þær, sem mikla atvinnu liafa af fiskveiðum. Ekki verður það raunar sagt um okkur íslendinga, þó að einstakir fræði- menn hafi af áliuga og upp á eigin spýtur unnið þar merkilegt starf. En nú eru ráðagerðir um, að bætt verði úr þessu, og er mál til komið, því að engin þjóð í heiminum á eins mikið undir hafinu og íbú- um þess og einmitt við. Meðal þeirra þjóða, sem mest hafa rannsakað lífið í djúpum hafsins eru Danir. Árum saman sigldu danskir vísindamenn á hafrannsóknaskipinu Dana um heimshöfin og öfluðu margvíslegrar þekkingar. Það kom á daginn, að niðri í regindjúpunum var veröld af lifi, veröld, sem áður var að mestu ókunn og að mörgu leyti ákaflega ólílc þcirri, sem menn þelcktu. i * | I * (] Það er ekki lengra síðan en um miðja síðustu öld, að menn héldu, að öllu lifi væri lokið, þegar kæmi niður í 5—600 metra dýpi. En nú er komið i ljós að miklu lengra niður er að finna hið fjölbreytt- ásta líf. Þegar komið er niður í um það hil 1000 metra dýpi er birtan algerlega horfin, þar er algert, þreifandi myrkur og sér engin skil dags og nætur. En þarna niðri sveima hinar fáránlegustu verur, sjálflýsand' fiskar, ólíkir að vexti og sköpulagi öllum fiskuni' sem hafast við á grunnsævi. Þeir eru sannarleg^ „upplýstir“, því að hér og hvar á skrokknum en1 ljósaugu, stundum á trýninu, stundum í röðum 3 hliðunum. Sumir hafa kjaft svo ferlegan, að undruH' sætir, og marhnúturinn má sárskammast sin við lilið' ina á þeim. Einn hefur geysilangan anga á hryggn' um, nokkurs konar veiðistöng, og getur veitt nie$ honum aðra fislca sér til matar. Talið er, að allí* þessir djúpfiskar séu ákaflega næmir fyrir hvert-1 hræringu í vatninu, og verði þannig varir við aðr11 fiska, sem koma í námunda við þá. Kemur þettí> þeim að góðu gagni við að ná sér í æti. Auðvita^ rikir þarna hnefarétturinn, sem svo er nefndut meðal mannanna, hinir sterkari háma þá í sig, seU1 eru minni máttar. Auk þess fá þeir alltaf æti ofa" úr efri lögum sjávarins, allt sem deyr þar og fersf fellur niður áleiðis til botns, en undirheimabúarnir grípa það „á lofti“ er það sígur niður. Það hlýtur að vera ævintýralegur heimur, þetts riki djúphafsfiskanna, undarlegur heimur sjálflý8' andi vera, sem sveima þarna um í hinum neðstu myrkrum. Tekizt hefur að veiða slíka fiska, ná þeiu1 lifandi og koma þeim í sjódýrabúr, þar sem reynt er (^amalt fiáÍLir. Otrúlegt er það, en samt er það satt, að báturinn á myndinni er talinn vera 10-15 hundruð ára gamall, Hann fannst I mýrarfeni í Suður-Jótlandi nálaegt 1860' og hefur síðan verið vandlega geymdur á safni einu í Kiel ( Þýzkal andi Var hann eldci meira fúinn en svo, að hann hélt sér algerlega, þegar hann var tekinn upp. Lagið minnir mjög á vikingaskipin> sem síðar komu til sögu, og voru hin fegurstu og vönduðustu skip, sem til voru á sínum tíma. ...% í í i i •t

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.