Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1948, Page 12

Æskan - 01.06.1948, Page 12
ÆSKAN ! Framhaldssaga. Eftir L. Fitinghoff. j Snædalabörnin 10. Endurfundir. Eitthvað viku seinna kom systkinahópurinn lötr- andi neðan hallana fyrir neðan skógarvarðarbústað- inn. Það var að vísu krókur að fara þangað, og livorki Andrés né Anna Lisa kærðu sig um það, bjuggust varla við að hafa upp úr því annað en ein- hvern brauðbita. Það hafði verið svo mikill fjöldi þurfamanna á ferðinni að undanförnu, hvar sem þau liöfðu komið. Það var von að fólk væri farið að þreytast á þessu. En Lena var álcöf að fara þangað. Hún sá ekki yfirborðinu, og gat hann því staðið í stöðugu sam- bandi við félaga sína uppi í mannheimi. Ljósvörpu hafði hann i kúlunni og gat beint geislavendinum út um glugga út í svartamyrkrið fyrir utan. Sá hann þá hina furðulegustu fiska sveima fram hjá. Meðan kúlan var á leiðinni niður, breyttust stöð- ugt litirnir i sjónum. Fyrst var hann grænleitur, þá grænblár, marinblár, en svo dimmdi og varð loks glórulaust myrkur. Það lilýtur að hafa verið í meira lagi undarlegt og spennandi að sitja innilukt- ur i þessari stálkúlu, þúsund metrum undir yfirborði liafsins, og sjá þrotlausan sæg af djúpfislcum og krabbadýrum sem sveimuðu látlaust í varpljósinu. Það var sízt furða, þó að Beebe gleymdi stundum að að síma með réttu millibili upp til félaga sinna, eins og ákveðið hafði verið. Hann glevmdi sér stundum við þessar furðusýnir og gaf sér varla tima til að anza, þegar þeir liringdu niður til lians, kvíðandi og órólegir. Enn er dýralíf i hinum dýpstu afgrunnum hafsins litt eða ekki rannsakað. Þó halda menn, að jafnvel niðri á 10 000 metra dýpi séu lifandi verur, senni- lega ólíkar öllu því sem menn þekkja og lifir i grynnri sjó. Kannske lifa þarna í myrlcrinu einhver undarleg skrímsli, miklu furðulegri en fjörulallar og lyngbakar þjóðsagnanna. Enn veit það enginn. En vísindamennirnir munu varla hafa eirð i sínum bein- um fyrr cn þeir geta með einhverjum ráðum kafað og kannað þessi dýpi. Þeir eru svo blessunarlega forvitnir, og það verður þeim aldrei fullþakkað. betur en húsið væri málað úr hrútaberjum og rjóma, og henni fannst litlu gluggarnir eins og hlægjandi augu, sem lokkuðu þau til sín. Og Hyrna var á sama máli og hún. Hún sneri alveg hiklaust inn á tröðina heim að húsinu og upp í trjágöngin, og systkinin urðu að lalla á eftir. Þau nálguðust húsið þögul og feimin. Ekki voru þau samt neitt hrædd við stóra, mórauða veiðihund- inn, sem kom geltandi á móti þeim. Hann var miklu fremur virðulegur. og höfðinglegur heldur en grimmdarlegur. Þau afréðu nú, að Eiki skyldi verða eftir úti lijá geitinni. En áður en börnin voru komin heim að dyrunum, sáu þau unga og velbúna konu koma akandi á sleða niður brekkuna við húsgafl- inn, og liún liafði litla telpu sitjandi á sleðanum fyrir framan sig. Telpan var i livítri geitarskinnskápu með hvíta prjónaliúfu á höfðinu og nýja og netta flókaskó á fótunum. Hún hló og spriklaði i kjöltu konunnar og skemmti sér auðsjáanlega vel. Konan reis upp, tók telpuna í fangið og kyssti hana. „Elsku litla Déta mín, nú skulum við koma inn, og þú skalt fá að borða og sofa svolítinn dúr, svo að þú verðir stór og væn stúlka. „Anni — Itta!“ Og telpan spriklaði og barðist um til þess að slítu sig af ungu konunni. Hún sneri hvatlega við. Hún sleppti telpunni, sem hljóp óðara frá henni, og henni féllust hendur, sorg og söknuður þyrindu yfir liana- Systkinin stóðu eins og steingervingar, orðlaus og agndofa. En Hyrna áttaði sig undir eins. Hún rak upp jarm og liljóp til Grétu. Eins og henni væri ekki sama, þó að stelpan væri orðin fin eins og lcóngs' dóttir. Þetta var nú samt sama krílið og liún vaf vön að gefa mjólk og orna í ullarstrýinu sínu. „Hidda — Hidda!“ Og Gréta vafði handleggja- stubbunum um hálsinn á geitinni. Svo teygði húa þá fram til systkina sinna. „Anni, Anni, tata Detu sína!“ Og Andrés lyfti henni upp og klappaði henni alh'1 og strauk. „Elsku Gréta mín, en livað erum búin að vera hrædd um þig.“ Telpan vafði sig enn fastar að stóra bróður, eins og hún ætlaði aldrei að sleppa honum aftur. En hin systkinin vildu lika fá að heilsa henni. Þau slógu liring um Andrés og Grétu, þau kepptust uiU að toga i handleggina og fæturna, klappa henUi- lialda í hana, gæla við liana. Blessunin liún Gréta litla, sem þau höfðu þráð og og saknað svo sárt. Þetta var hún sjálf, þó að húu væri komin í fín föt. Þau vildu ekki sleppa hönduU' 64

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.