Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1956, Qupperneq 6

Æskan - 01.04.1956, Qupperneq 6
ÆSKAN___________________________________________ Hann var að því kominn að segja eitthvað um Vormjöll líka, en hætti við það. Bezt var að vera varkár. Jú, sannarlega rataði hreinninn til Hyrnutrölls- ins, liann vissi meira að segja, hvernig hægt væri að stytta sér leið. Þorsteinn skyldi aðeins setjast á hak honum, og svo gæti liann riðið beina leið þangað. Og nú klifraði Þorsteinn á hak hreininum og liélt sér vel í liornin. Af stað fóru þeir yfir fjöll og mýrar, yfir tjarnir og vötn. Slíka þeysireið hafði Þorsteinn aldrei vitað alla sína ævi. Sólskinið var eins og hlý gola beint framan í hann. Að stundarkorni liðnu lá leiðin upp hratta jökul- hlíð, og ísinn glitraði og þyrlaðist kringum klaufar lireinsins. Þeir héldu hærra og hærra upp í sól- skinið. Niðri í jöklinum, i bláum sprungunum, heyrði Þorsteinn nið straumþungra vatna. Og hon- um fannst eins og hann sæi hinu stóra, loðna höfði fossbúans hregða fyrir, þar sem hann styngi því upp úr fossinum við ldiðina á málmgljáandi berg- eitli í fjallinu. Hann heyrði, lxvernig liann hringdi ísbjöllum. Fossbúinn í jökulánni er annar en sá, sem á heima undir fossinum niðri í dalnum. Sá efri liringir með stórum ísbjöllum. Sá neðri leikur á fiðlu. Þorsteinn mundi ekki, hver hafði sagt honum þetta. Ef til vill hafði Mikki refur sagt honum sögur af fossbúanum, einhvern tímann fyrrum, þegar þeir voru góðir vinir. En það var vissulega langt síðan. Allt í einu nam hreinninn staðar fyrir framan stóra, glampandi ísliurð á sjálfum klettaveggnum. — Hér á Hyrnutröilið lieima, sagði hreinbolinn. Þú átt að drepa sjö sinnum að dyrum, þá kemst þú víst inn. Þorsteinn klifraði niður af baki hreinsins. Hann var allur eins og lurkum laminn. — Þakka þér kærlega fyrir, að þú skyldir skjóta mér þetta! sagði hann og lók ofan skotthúfuna og hneigði sig. — 0, það er ekkert að þakka, svaraði hreinninn. Það ert þú, sem átt að fá þakkir fvrir að þii bjarg- aðir mér frá úlfinum. Svo lagði hreinbolinn aftur af stað niður jökulinn. Þorsteinn barði á jötnadyrnar. Það var ekki laust við, að hann væri farinn að skjálfa í hnjáliðunum, meðan liann beið eftir, að einhver kæmi og opnaði. Eftir langa mæðu var lykli stungið í innan frá og opnað. Það marraði og ýldi svo hræðilega í lásnum, að Þorsteinn varð að grípa fyrir eyrun til að verða ekki heyrnarlaus. 42 Vorið heilsar. Veturinn er að kveðja og vorið að nálgast. Þess er nú ekki langt að bíða, að öll náttúran v a k n i úr vetrar- dvalanum, og fögnuður barn- anna í sveitum landsins verður Veturinn kveður. þá mikill, er þau fá að gæla við ungviðið og sjá litlu lömbin, kálfana og folöldin fara að hoppa og skoppa í kringum mæður sínar úti um græna liagana. Fyrstu Á^gur, Ljósi* ,\/yllir' og lopf/da blá. Vorið WKr tindarf Dagar^'/jasi, og dirr""' >V á sjó. Bráð^> íbrek* ir "-c. ÆSKAN Eldgamall jötnaskröggur opnaði dyrnar í hálfa gátt og stakk höfðinu út i gættina. — Uss! Uss! — Þennan lás þarf að smyrja, sagði tröllið. Hann stóð þarna og velti vöngum. Síðast þegar ég opnaði, marraði ekkert mjög mikið, og það er ekki svo mjög langt síðan, aðeins sex- til sjöhundruð ár, muldraði hann. —- Ekki vænti ég það sé hérna, sem Hyrnutröllið á heima? sagði Þorsteinn. — Nei, þú ferð liúsavillt, skilurðu. Það er Bárður, Gnípudalsjötuninn, sem á hérna heima, svaraði gamlinginn. En Bárður fær sér gjarnan blund að loknum liádegisverði, hann var svo þreyttur, skil- urðu. Hann tók þátt í að draga tunglið upp, þegar það hafði hlunkazt niður í Fellavatnið. Þorsteinn smeygði sér samt inn. Hann labbaði í átt til eldhússins. Þar var mikill fjöldi jötna að reyna að draga hversdagspeysuna af Jökli, elzta syni Bárðar. Jökull átti að hafa fataskipti. En hversdagspeysan hafði frosið við hann, svo að ekki g-ekk vel að ná lionum úr henni. Mikið lá líka á, þvi að faðir hans ætlaði af stað til að sækja brúði hans. Ákveðið var, að brúðkaupið skyldi fara fram á miðju sumri, og tíminn var svo fljótur að líða, að það væri lcomið, áður en varði. — Hvaðan er brúðurin? spurði Þorsteinn. — Það er Vormjöll, dóttir Hyrnutröllsins, svaraði einn jötnanna. Hann var i miðju kafi að relca fleyg undir peysukraga Jökuls með stórri sleggju. Þorsteinn náfölnaði. í sama bili vaknaði Bárður sjálfur. Hann geisp- aði svo hátt, að bergmálaði í allri tröllabyggðinni. — Hvaða örverpi ert þú eiginlega? sagði Bárður við Þorstein. Þorsteinn sagðist aðeins heita Hrísa-Þorsteinn og spurði, hvort ekki mundi vera hægt að fá eitthvað að gera á stóra tröllabúinu, jafnvel þótt ekki væri annað en ydda gamlan skóplukk. Jú, það myndu verða einhver ráð með það, áleit Gnípudalsjötuninn. En gæti hann sagt þeim frá því, hvernig ætti að ná Jökli, syni sinum, úr peys- unni, þá skyldi honum það vel launað. Húskarlar jötunsins tóku eins fast á og þeir gátu til að ná Jökli lir peysunni. Framhald. 43

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.