Alþýðublaðið - 04.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Hvað veldir? Eins og kunnugt er, samþykti bæjarstiórn 15. f. m. að banna alla sandtöku á Eiðsgranda með eins atkvæðis meiri hluta. Nú er öilum ljóst, að þótt tekin sé sandur niðri í flæðarmáli, getur það enginn áhrif haft á eyðingu grandans, og verður því mörg- um á að spyrja, hvað vaki fyrir meiri hluta bæjarstjórnarinnar í þessu máli og þá sérstaklega borgaistjóra, því að hann er, eins og kunnugt er, leiðtogi meiri hlutans. Stafar samþyktin af því, að borgarstjóri viljii koma í veg fyrir, að bætt verði úr húsnæðis- vandræðunum með því að byggja? Eða vill borgarstjóri auka at- vinnuleysi f bænum með því að svifta þá menn, sem hafa ekið sandinum til bæjarins, atvinnu sinni? Ef borgarstjóri gerir ekki betri grein fyrir þyí, af hverju megi ekki taka sand í flæðarmál- inu, mun almenningur neyðast til að svara spurningum mínum játandi. S. 0. „frá Svartárkoti“ Niðurlag greinar með þessari undirskrift birtist í »Morgun- blaðinu< á skírdag; ekki hefi ég séð upphafið. Aðalefni grein- arinnar er um lax- og silungs- vötn hér á landi, þar sem koma mætti upp klakhúsum. Er greinin skrifuð af slíku fá- dæma-þekkingarleysi, að furða er, að nokkurt blað skuli bera slíkt á borð fyrir lesendur sína. Höf. segir í niðurlagi greinar- innar, að hún muni vera í flest- um atriðum sönn og rétt, en það er víst jafnlangt írá því og er á milli upphafs og niðurlags hennar. Það er ekki nema »satt og rétt<, að æskilegt væri að koma klakhúsum á hér á landi, og hefði höf. átt að skrifa meira um það, en sleppa Iandafræðikafl- anum, sem gerir hann að at- hlægi allra þeirra, er nokkuð vita um land sitt. Hirði ég ekki að drepa á nemá örfá dæmi. Póröarhöfn minnist greinar- höf. á í Skagáfirði; hafa víst fáir heyrt hana nefnda. Líkt er með Hríseyjarkvísl, sem höf. teiur í sömu sveit. Um Sauðá segir höf.: >Hún kemur langt að sunnan með Sæmundarhlfðinnk o. s. frv. (!!), — dágóður fróð- leikur! í Húnavátnssýslu talar höf. um „Þingeyrarvatn og vötn vest- an og sunnan við Hnausa< (!!). Höf. segir, að í Blöndu, sem komi langt að — hann veit víst ekki hvaðan — , renni Þverá (!!), sem fáir vita víst um. Ekki hefir höf. spurt að í Sauðanesi, hvað Laxá á Ásum héti. »Hjá Staðarbakka rennur á út í Miðfjörðinn<, sem höf. veit ekki hvað heitir. ' Mætti þessa vitleysu lengi upp telja, en það yrði of langt mál, enda eru víst flestir betur að sér en greinarhöf. og »Moggi«, sem notar þetta endemi í eyð- urnar; það er ekki ein báran stök hjá honum, karlinum. Að lokum vil ég skora á höf. »frá Svartárkoti< ásamt »Mogga< að lesa bndafræðina vel og rækilega, áður en þeir bjóða mönnum næst álíka góðgæti og umtalaða grein. Á föstudaginn langa 1923. Surtur. Kveðskapr-kapp. Lesendum >Alþýðublaðsins< hefir ekki orðið skotaskuld úr að slá botn í vísuupphafið, sem þeim var fengið fyrra fimtudag. AIls komu 24 botnar, en nokkrir hafa sent fleiri en .einn án þess að láta krónu fylgja hverjum, sem vera átti, svo að krónurnar eru færri en botnarnir eða að eins 19. Dómnefndin telur bezta tvo fyrstu botnana, er hér 'fara á ettir, og vill skifta verðlaununum þannig á milli þeirra, að hinn fyrri fái 2/3. hluta þeirra, en hinn síðari 3. Höfundar vitji verð- launanna til ritstjórans. Botnarnir hljóða þá svo (höf- undarnöfnum er slept, því að blaðið telur víst, að hver þekki sitt, og þá er nóg); Hvérgí er betra að aaglýsa með smáauglýsingnm eftir ýmsu, er fólk vantar, eu í Alþýðublaðinu, sem er útbrefddasta blaðið í borginni. Kóngagrúi þjóðaþrá þykir drjúgum sneiða hjá, 1. aurahrúgum hreykinn frá hrækir múginn pfndan á. — 2. Ei skal kúgun lengur ijá lið né trúa glingrið á! — 3. d'Otna, kúga, þrælka, þjá; það er fúin stefnuskrá. — 4. drotna, kúga; þrælka, þjá, þarfir sjúga snauðum trá, — 5. Auma kúga, okra, þjá ýmsrá nú er stefnuskrá. — 6. Ekki Ijúgum lýðinn á; Ijósi snúum aldrei frá. — 7. Frelsið tiúum að eins á; allri kúgun víkjum frá. — 8. Því skal snúa fylki frá, fengna trúa reynslu á. — 9. því þeir trúa’ og treysta á tignarhúfu’ og völdin há. — 10. Oít þeir sjúga seyðið fá svöngum lúa-beinum frá. — 11. Því skal kúgun okkur á eiga frúin Kötlugjá. — 12. Burt að flú því böli frá bezt er nú, en hvertskal þá?— 13. Öllum trúi enginn sá, sem æflar hjúum satt að tjá.— 14. Burt má flú, en betri’ er sá, sem bættitrúogstjórnarskrá.— 15. Framar trúir enginn á auðvalds-hjúa stefnuskrá. — 16. og þar, sem kúgun kvílir á, kjarna rúinn niðjar fá. — 17. einvalds-kúgun; aldir spá, að örbirgð múgur bylti frá. — 18. Gullkálfshrúgu,erheimskirdá, hefnist kúgun lýðsins á. — 19. og þú skalt, búi! þess vel gá, þig að spúir djöfull á. — 20. en seinna, tvúi’ eg, sjáum þá sama snúa veginn á. — 21. Um metorð fljúgast ýmsir á; aðrir kúga, er völdin fá. — 22. Almúgann þeir einatt smá, arðinn sjúga snauðum frá. — 23. Styrjöld kúgun eykur á; ei við búa þetta má. — 24. Þessu trúa maður má; margur Iúinn þingi’ er á. — Næsta upphaf kemur ámorgun. Verið viðbúin, skáldl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.