Alþýðublaðið - 04.04.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1923, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kartöflur fást hjá Johs. Hansens Enke. byrjun i milljón dollará, en nú nemur hlutafé hans meir en 14 milljónum dollara. Erlend sínskejti. Khöfn, 2. apríl. ðeirðirnar í Essen. Frá París er símað: Skærurnar í Essen eru taldar ískyggileg- ustu atburðirnir, síðan hertakan fór fram. Essen hefir verið lýst í hergæzlu. Undirbúningur hefir verið gerður til þess að koma í veg fyrir meiri óeirðir. Fjórir af aðalframkvæmdarstjórumKrupps- verksmiðjanna hafa verið fangels- aðir. Stjórnleysingjar fangelsaðir. Frá Miinchen er símað: Lög- reglan hefir fangelsað forkólfana yrir óald arflokki nokkrum, er kallast >Alþjóðlegt stjórnleys- ingjasamband< og lengi hefir hart í frammi í Bajern ránskap og íkveikingar. Khöfn, 3. apríl. Ný friðarráðstefna. Frá Lundúnum er símað: Bandamenn og Tyrkir komu saman á nýja friðarráðstefnu í Lausanne í næstu viku. Bylting í Kúmenía. Frá París er símað: Ung- verskar fréttir fullyrða, að bylt- ing sé orðin í Rúmeníu. Kon- ungsfjölskyldan sé flúin. Um daginn og veginn. Frá Akureyri 22. marz. (Úr bréfi.) >Héðan er ekkert að frétta. Vegna góðu veðráttunnar hefir dálítii atvinná verið hér í vetur og líðan fólks góð eftir atvikum. Pólitískt Ut dauft og verklegar framkvæmdir litlar, nema hvað unnið er að hús- byggingum á stöku stað. Útgerð engin. Talið líklegt, að þilskipin standi uppi á landi, þar til gert verður út á síld,« „FramtíðiiP' heitir blað, sem byrjað er að koma út á Siglu firði. Ritstjóri er Hinrik Thoraren- sen læknir. Ekki telur það sig >neitt flokksblað<, en segist munu Ieggja það eitt til mála, >er það telur heillavænlegast og þjóðinni fyrir beztu.< Munu þessi ummæli ritstjórans hafa valdið því, að >Morgunblaðið< hér taldi blað hans verkamanna- bla§. Ingimundur Sveiasson og Sigríður eru nýkomin úr ferða- lagi. Héldu þau átta konserta, þrjá í Sandgerði, tvo með talsverðri aðsókn; annars staðar var mjög misjötn aðsókn. Bæir og borgir eru fámennar og fá- tækar. Þau komust suður í Grindavík. Hefir misjöfn tíð hamlað aðsókn stundum. Nú er ingimundur Sveinsson byrjaður aftur að syngja og spila með kraíti, en samt ekki jafngóður af kjálkabrotinu. x. Meinlegt. Einhver >Þ. J. J.< í >Vísi< í gær vill, að menn séu svo miklir sjálístæðismenn, að þeir þori að hugsá ísienzka hugsun, en meinlegt er það hjá honufn, er hanc virðist haida því fram, að vitleysan, sem hann boðar í grein sinni, sé sérstak- Iega íslenzk hugsun. Hvernig Iízt sjálfstæðismönnunum á? Baldýringarefni: Gull-og silfur- vír, Snúra, Pailettes og Cantille nýkomið á Vatnsstíg 4. Barnavagn til sölu á Norður- stíg 15. Fermingarkjóll til sölu á Lauga- veg 27 B. (kjallaranum). Tekjii-ogeignaskatt- u? eg aukaútsvar fyrir 1922, greidd fyrir 1. janúar 1923, verðá dregin frá tekjum manna á Skattstofunni eftir skýrslum frá lögreglustjóra og bæjargjaldkera, án þess að gjald- endur þurfi að annast það sjálfir, eða gela sig fram á Skattstof- unni í því skyni. Skattsfotan. Steinolía ,Súlarljds‘ 32 aura lítiplnn. G. Guðjðnsson, Skólavorðust. 22. — Sími 689, Hjðlhestadekk og slöngur, margar tegundir. Dekk frá kr. 6,00; slöngur frá kr. 2,75, Bjöllur, margar tegundir. Sæti, töskur, sætispúðar, stýri (enskt lag), keðjur, handföng, maigar tegundir, dælur, aurvar (skítbretti), Bögglaberar, petalar (gúmmí), gúmmikitti, vaseiín, keðjuboltar, dýnamó-luktir, keðju- strammarar, barnavagnagúmmí, reiðhjól. Gúmmívinnustofan Frakkastíg12 íslenzkt smjOr 2,40 pr. x/2 kgr., fyrsta flokks dilkakæfa 1,20 pr, J/a kgr., ostar, sardínur og pyls- ur. — Dósamjólk 3 teg’. frá 60 — 90 aura. G. bíuð jóneson, Skólavorðust. 22. — Sími 689. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Haílgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.