Æskan - 01.09.1962, Qupperneq 5
ÆSKAN
hann til þess að vera duglegan að
draga.
Asnarnir tveir drógu líka a£ öllum
kiöftuni, en þar sem þeir voru svip-
aðir á stærð og álíka sterkir, hreyfð-
ist vagninn ekki úr stað.
„Hvað er nú að?“ spurði Mads og
leit undrandi á Mikjál. „Nú dregur
Gráni a£ öllum kröftum, en vagninn
hreyfist ekki. hað hlýtur að vera vegna
þess að hann Eyrnalangur hjálpar
ekki til.“
„Þvert á móti,“ svaraði Mikjáll
akveðinn. „Ég hef liorft á, hvernig
Eyrnalangur leggur alla sína krafta í
að draga vagninn, svo að vesalings
dýrið er að springa. En athugaðu,
hvort letinginn hann Gráni nenni
'iokkuð að hjálpa til.“
„Hvernig vogarðu þér að kalla
hann Grána letingja?" hrópaði Mads.
„Það er ekki til betri og iðnari asni
á allri Mols.“
„Ertu kannski að halda því fram,
ég skrökvi?" skrækti Mikjáll.
»Gættu þín bara.“
»Já, gættu þín sjálfur,“ svaraði
kfads og svo.......já, áður en tvær
'"ínútur voru liðnar voru þessir
fi°m!u vinir og nágrannar komnir í
hörku áflog. En asnarnir tveir stóðu
Þ°linmóðir og horfðu á sína skyn-
s°mu húsbændur slá og skamma hvorn
aOnan, þangað til fólk safnaðist að og
þeir voru skildir að.
„Það er Mikjáll sem er lygari og
Svikari,“ skrækti Mads. „Hann Gráni
Itl®n dregur af öllum kröftum, en
Asnarnir tveir drógu af öllurn kröftum.
vagninn er of þungur fyrir hann, en
Eyrnalangur hjálpar ekki til — og
hann er of latur til þess.“
„Nei, þetta er þveröfugt,“ hrópaði
Mikjáll. „Hann Eyrnalangur minn
erfiðaði sig nærri því í hel, en leting-
inn hann Gráni nennti ekki að hreyfa
sig.“
Þeir voru að því komnir að rjúka
saman á nýjan leik. Áhorfendur skipt-
ust í tvo hópa og hrópuðu liver upp í
annan. Nokkrir héldu með Mads en
aörir með Mikjáli, svo að allt útlit
var fyrir, að út brytust almenn áflog.
Þá kom til allrar hamingju ókunn-
ur maður gangandi og hann spurði:
„Hvað gengur á hér?“
1 fyrstu heyrðist ekki mannsins
mál og honum var ómögulegt að
komast að, hvað um var að vera. Að
lokum fékk liann þaggað niður í hin-
um háværustu og fékk þá að lieyra
íP1'll'HKBKBKBKHKBKB!BKBKHKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKH!HS-tt
StærðfrœðingurÍTin tók blað
og skrifaði á ]>að tölurnar 1, 2,
3, 4, 5, 6, 7 og 9.
„Segðu mér nú hverja af
bessuin tölum ]iú skrifar verst,“
sagði hann.
„Tvo,“ sagði ég, til að segja
eitthvað.
„Ágætt,“ sagði hann. „Marg-
faldaðu 2 með 9, og síðan
12345679 með 18. Hvað kemur
út?“
T
• •
O
L
U
R
Ég margfaldaði og útkoman
var 222222222.
„Kjóstu ]>ér hvaða tölustaf
sem ]iú vilt af þcssum átta sem
ég skrifaði i upphafi. Marg-
faldaðu hann með 9 og marg-
laldaðu síðan töiuna með öll-
um tölustöfunum (12345679)
ineð útkomunni. — og ])á
muntu ajltaf fá út tölu ein-
ungis með þeim tölustaf, sem
þú kaust þér i upphafi.“
’H’H:HKBKHCBKHKBKBKBKHKHKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKHKBKBKH>-ÖÖtKBKHKHS
málavexti. Hann horfði á vagninn,
sem asnarnir voru spenntir fyrir hvor
á sínum enda, og hann hristi höfuðið
og hló.
„Þið hafið báðir rétt fyrir ykkur og
á röngu að standa um leið,“ sagði
liann. „Gráni togar af öllum kröft-
um, en það gerir Eyrnalangur líka.
Hvorugur þeirra er latur.“
„Já, en hvers vegna hreyfist vagn-
inn þá ekki?“ spurðu Mikjáll og Mads
í senn.
„Af því að asnarnir toga hvor í
sína áttina," sagði maðurinn og leysti
Eyrnalang frá vagninum. Síðan
spennti liann asnann fyrir við lilið
Grána og sagði:
„Reynið nú að aka áfram.“
Mads steig upp í vagninn og hott-
aði á asnana. Öllum til mikillar undr-
unar rann vagninn nú greitt a£ stað.
Mikjáll liljóp á eftir. Hann vildi
sitja við hlið nágranna síns, því nú
voru allir farnir að hlæja að þeim.
„Sjá þessa fjóra asna,“ sagði maður-
inn og lagði af stað.
„Það eru aðeins tveir asnar,“ sagði
einn viðstaddra undrandi, „Gráni og
Eyrnalangur.”
„Tja, mér finnst Mikjáll og Mads
vera öllu meiri asnar,“ sagði ókunni
maðurinn og síðan hraðaði hann sér
á brott.
Endir.
169