Æskan - 01.09.1962, Side 8
0 Páll og Nancy hafa farið
langt inn í skóginn til að
finna Óskasteininn.
Lesið nú um óskir þeirra.
Þau sáu stórt rjóður. Það var þétt-
vaxið grasi og blómum. Sólin skein
í heiði, og börnunum fannst næstum
hátíðlega kyrrt og fallegt. í miðju
rjóðrinu var heljarmikill egglaga
steinn. Hann hvíldi á öðrum miklu
minni og leit út fyrir að vera ákaf-
lega þungur. Þau voru viss um, að
þetta var Óskasteinninn. Þau gengu
hægt að steininum og Páll lagði hönd-
ina varlega á hann, fremur til að
strjúka hann en af því að hann ætlaði
að hreyfa hann. En meira þurfti ekki
til. Steinninn fór strax á hreyfingu.
„Sjáðu, hann dettur!“ hrópaði
Nancy. En steinninn datt ekki. Hann
valt aftur í sama farið, reri svolítið
og lá síðan aftur kyrr.
„Og ég snerti hann varla,“ sagði
Páll undrandi. „Hvað ef ég hefði nú
ýtt fast við honum?“
„Hann hefði samt ekki oltið nið-
ur,“ svaraði Nancy. „Ungfrú Grale
sagði mér, að jafnvel fílefldir karl-
menn gætu ekki velt honum niður —
og því trúi ég vel — annars væri steinn-
inn ábyggilega ekki á sínum stað leng-
ur.“
Það var nokkuð til í því, fannst
Páli, og hann undraðist hvernig
steinninn var eiginlega þarna kominn.
„Eigum við ekki að óska okkur
einhvers?" spurði Nancy óþolinmóð.
„Jú, hvernig förum við að því?“
„Við leggjum bæði hendurnar á
steininn, þannig að hann rói dálítið,
og segjum um leið óskir okkar.“
Þau voru í hátíðlegu skapi, þegar
þau loks gerðu tilraunina.
„Við óskum — við óskum . . .“ byrj-
uðu bæði börnin í senn ... „að við
finnum Chow ... og...“
172
„ .. . og að Eiríkur komist fljótt á
fætur,“ hélt Páll áfram.
„ ... og að sumarfríið okkar verði
skemmtilegt,“ botnaði Nancy.
Þau þögnuðu bæði. Það var víst
varla viðeigandi að óska sér meira.
Og í sama vetfangi heyrðu þau
greinilega hund gelta.
ÓSK RÆTIST.
Hvað var þetta?
Börnin stóðu kyrr og lilustuðu. Skyldi
þetta hafa verið Chow, eða var þetta
einhver ókunnur hundur?
„Hljóðið kom héðan frá vinstri,"
sagði Páll og tók á rás eftir mjóum
stíg, sem lá inn í skóginn.
„Bíddu eftir mér, ég vil ekki vera
ein,“ hrópaði Nancy og hljóp á eftir
bróður sínum. Það fór allt í einu um
hana ónotalirollur. Hún minntist orða
ungfrú Grale, er hún sagði, að steinn-
inn hefði ef til vill verið fórnarstalhn'
í fornöld.
Þau hlupu nokkurn spöl, og nániu
síðan staðar og lögðu við hlustir. Ju>
nú heyrðist hundgáin aftur.
„Þetta er Chow,“ sagði Páll. Hann
var nú alveg viss um, að þau myndu
finna litla pekinghundinn, og hann
kærði sig ekki um, að þau færu langt
inn í skóginn, sem þau rötuðu ekkert
um.
Þau stönzuðu oft til að hlusta og
heyrðu annað slagið geltið, sem hvatti
jjau áfram.
Áður en varði stóðu þau fyrir frain-
an lítið kot og þaðan barst hundgáin-
Páll gekk djarflega fram og drap
á dyr. Enginn gegndi, en inni íy111
heyrðist ákaft gelt.
Nancy gægðist innum glugga. Síðan
sneri hún sér að Páli og sagði von-
svikin:
„Páll, þetta er alls ekki Chow, held-
ur lítill, svartur hundur. Ég veit ekki
hverrar tegundar."
Páll tók í snerilinn og hurðin opn-
aðist.
í sama vetfangi stökk lítill, svartur
" '7 ""
„Við óskum — við óskum ...“ byrjuðu bæði börnin í scnn.