Æskan - 01.09.1962, Síða 17
ÆSKAN
og yfir borðinu var lítill spegill í ramma úr ostruskelj-
um. Kalkaðir veggirnir voru snjóhvítir, og litla rúmið
var eins hreinlegt og snoturt og bezt varð á kosið.
Það eina, sent mig furðaði á, var, að þarna var mjög
sterkur þefur af fiski og hurnri, þó að við værum kipp-
korn frá sjónum.
Ég spurði Peggotty, hvernig á því stæði, og þá sagði
hún mér, að bróðir sinn væri fiski- og humrakaupmaður
og að hann geymdi fiskinn og humrana í klefa í bátnum.
Þegar við höfðum litazt um í húsinu, var okkur boðið
að borða, og við fengum soðnar lúrur með bræddu smjöri
og kartöflum. Það var ágætis matur, og borðaði ég mig
vel sáddan.
Meðan við sátum að snæðingi, kom herra Peggotty
heim. Hann var hár maður og nokkuð feitur, góðlegur
og með mikið skegg.
Hann rétti okkur höndina, kallaði Peggotty telpuna
sína og sagði við mig:
„Það gleður mig að sjá yður, og þér eruð velkominn
hingað. Við erum skikkanlegt almúgafólk."
Þegar hann hafði heilsað okkur, fór hann út úr herberg-
inu til að þvo sér úr volgu vatni, því að liann sagðist
aldrei ná af sér óhreinindunum, ef vatnið væri kalt.
Litlu síðar kom hann aftur, og þá tók ég eftir því, að
hann var blóðrauður á hörund, svo að ég hugsaði, að
það væri eins með hann og humrana: Þeir voru svartir,
þegar J)eir komu í heita vatnið, en rauðir Jjegar Jreir
komu upp úr því.
Þegar við höfðum drukkið teið og sátum svo notalega
og viðkunnanlega þarna inni, fannst mér þessi litla stofa
dýrlegasta dagstofa, sem hægt væri að liugsa sér. Emilía
litla, sem hafði verið dálítið feimin til að byrja með, var
nú orðin hin kumpánlegasta við mig og sat hjá mér á
litlu setkistunni í skotinu við arininn. Peggotty sat og
var að sauma, og bróðir hennar reykti pípu sína. Það
Var svo skemmtilegt og vistlegt Jjarna, að mig fór að
langa til að kynnast þessu ágæta fólki betur.
„Herra Peggotty," sagði ég.
„Já,“ anzaði liann, „hvað þóknast yður?“
„Hvers vegna hafið Joér látið hann son yðar heita
Ham?“
„Ég hef alls ekki gefið honum þetta nafn!“
„Ekki Joað. . . ? Hver hefur þá gert það?“
„Það hefur hann faðir hans gert.“
„Eruð þér þá ekki faðir hans?“
„Nei, Joe, bróðir minn, er faðir hans.“
„Er hann dáinn?“ spurði ég eftir stutta stund.
>,Drukknaður!“ anzaði Peggotty.
„En hún Milla litla þarna. . .. Er hún ekki dóttir yðar,
herra Peggotty?"
„Nei, Tom, mágur minn, er faðir hennar."
„Er hann líka dáinn?“ spurði ég liátíðlega.
ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaðið. Flytur fjölbreytt
efni við liæfi barna og unglinga, svo sem skemmtilegar framhalds-
sögur, smásögur, fræðandi greinar og margs konar þætti og þrjár
myndasögur sem eru: Ævintýri Litla og Stóna, Kalli og Palli og
Bjössi bolla. Síðasti árgangur var 244 síður og þar birtust yfir 500
myndir. Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að Æskunni, og
borga yfirstandandi árgang, 55 krónur, fá í kaupbæti HAPPA-
SEÐIL ÆSKUNNAR, en vinningar lians verða 12. — Þeir eru:
1. Flugferð á leiðum Flugfélags íslands hér innanlands. 2. Tiu af
útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali. 3. Innskotsborð. 4. Tiu
af útgáfubókuin Æskunnar, eftir eigin vali. 5. Pennasett, góð teg-
und. 6. Ævintýrið um Albert Schweitzer. 7. Aflraunakerfi Atlas.
8. Eins árs áskrift «ð Æskunni. 9. Fimm af útgáfubókum Æskunu-
ar, eftir eigin vali. 10. Ævintýrið um Edison. 11. Fimm af útgáfu-
bókum Æskunnar, eftir eigin vali. 12. Eins árs áskrift að Æskunni.
Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR
Ég undirrit......... óska að gerast áskrifandi að Æskunni og
sendi hér með áskriftargjaldið, kr. 55.00.
Nafn: ............................................................
Heimili: .........................................................
Póststöð: ............................................
181