Æskan - 01.09.1962, Page 20
ÆSKAN
staðar fyrir utan húsið okkar, flýtti ég mér niður úr
vagninum og hljóp grátandi af gleði inn til þess að faðma
móður mína að mér. En í yztu stofunni var engin lifandi
manneskja nema ókunnug vinnukona.
„Heyrðu Peggotty," sagði ég skelkaður. „Er hún mamma
ekki komin heim?“
„Ójú, hún er komin, Davíð minn. . . . En bíddu við, ég
ætla að segja þér nokkuð.“ Og síðan fór Peggotty hægt
og hátíðlega með mig út í eldhúsið, og þar tyllti hún sér
niður og setti mig í kjöltu sér.
„Mamma er þó ekki dáin?“ spurði ég með augun fló-
andi í tárum.
„Nei, nei, væni minn, ... en ... ja, ég hefði átt að
segja þér það fyrr, Davíð minn, en ég gat það ekki! ...
Þú ert búinn að eignast nýjan föður!“
„Nýjan föður?“ Það fór titringur um mig allan.
„Já, Davíð minn, „komdu nú og heilsaðu upp á hann.“
„Nei, ég kæri mig ekkert um að sjá hann.“
„En móður þína þá? Viltu ekki heilsa upp á mömmu?"
Ég lét undan, og Peggotty opnaði dyrnar að viðhafnar-
stofunni og ýtti mér inn fyrir.
Þar sátu þau móðir mín og herra Murdstone við arin-
inn. Móðir mín flýtti sér að standa upp til að fagna mér,
en Murdstone aftraði henni.
„Svona, Klara mín góð, vertu nú stillt! Mundu það,
sem ég hef sagt þér, og vertu stillt! Jæja, hvernig líður
þér, Davíð?"
Ég rétti honum höndina, og er ég hafði staðnæmzt
andartak, gekk ég til móður minnar og kyssti hana. Hún
kyssti mig líka, og síðan settist hún aftur í stólinn sinn.
Svona móttökur hafði ég aldrei fengið áður, og ég
skildi vel, að móðir mín þorði ekki að sýna mér meiri
ástúð en þetta.
Undir eins og ég sá mér færi, læddist ég út úr stofunni
og fór upp í svefnherbergið, en þar var þá allt orðið
gerbreytt, og ég átti að sofa í öðru herbergi langt þaðan.
Síðan fór ég aftur niður og labbaði nú um allt húsið
til að sjá eitthvað, sem væri eins og það hafði verið áður.
Mér virtist, að garðurinn bak við húsið væri það eina,
sem var óbreytt. En þegar ég kom út í garðinn, kom
ókunnur hundur þjótandi út úr hundabyrginu og ætlaði
að bíta mig í fæturna. Hann var svo svartur og ófrýnn,
að mér sýndist hann bara vera líkur honum nýja föðui'
mínum!
FJÓRÐI KAFLI.
Ég fell í ónáð.
Mér leið eins illa og nokkru barni getur liðið, og þeg-
ar ég konr aftur upp í herbergið mitt, lagðist ég fyrir 1
rúminu og breiddi upp yfir höfuð. Ég lá lengi grátandi
og grúfði andlitið í höndunum, en loks féll ég í svefn,
og þá gleymdust allar áhyggjurnar.
Seinna um daginn vaknaði ég við það, að togað var i
ábreiðuna, og þegar ég opnaði augun, stóðu þær móðu
mín og Peggotty við rúmið mitt.
„Heyrðu, Davíð minn, hvað er að þér?“ spurði móðn'
mín. Mér fannst þetta nú vera skrítin spurning, og uiö
leið og ég sneri mér til veggjar, anzaði ég stuttur í spuna:
„Ekkert!“
„Æ, Davíð, elsku litli drengurinn minn.“
Móðir mín tók mig og ætlaði að reisa mig upp, en
ég ýtti höndunum á henni frá og faldi tárin í rekkju-
voðinni.
„Þetta er Jrér að kenna, Peggotty," sagði móðir mín grát-
andi. „Það er ég viss um! Það ert Jrú, sem hefur æst
hann upp á móti mér!“
Aumingja Peggotty fórnaði höndunum og sagði með
titrandi röddu:
„Guð fyrirgefi yður, frú Copperfield! Bara þér iðrist
þess aldrei, sem þér eruð að segja núna.“
„Ó, ég held ég missi vitið," sagði móðir mín áköf-
„Það er hræðilegt, að þið skuluð vera svona upp á móti
mér og það meira að segja á hveitibrauðsdögunum mm-
um. Davíð, ólukku strákurinn Jrinn, og þú Peggotty>
skömmin þín!“
í þessum svifum kom Murdstone.
„Heyrðu, elsku Klara mín. Hvað er nú á seyði? Ertu
búin að gleyma því, sem ég sagði við þig? Svona, stillt
nú, Klara. Vertu stillt!"
KiiKHKBKBKHKBKBKHKHKBKHSlKBKHKHKBKHKBKHKHKBKBKHKHKHKHKHKHKHKlKHKBKHKBKHKHKBKBKBKHlBKBKHKtÚ*
HEILABROT. Svör: 1. Karen
lagði strax 2 tieyringa og cinn
5 eyring á borðið og bað um
ís, en hinar voru báðar með 25
eyringa. 2. Fyrstu verðlaun
voru 60 kr. 3. 780. 4. Dómariim
var rangeygður.
*
— Er ekkert baðhús bér i
bænum?
— Ég veit það ekki. Ég hef
ekki átt heima hér nema í átta
mánuði.
Nasreddin
Vilji hans
Nasreddiu átti stóran uxa, og
var svo breitt í milli horna, að
maður mátti sitja þar. Oft datt
lionum i liug, að gaman væri að
setjast á milli liorna uxans, en
sá þó jafnfi'amt, að það gæti
vcrið hættuspil.
Einu sinni lá uxinn með aug-
un aftur, jórtrandi í sólskininu.
Nasreddin fannst sem ekki
mundi bjóðast betra tækif®rl’
læddist að uxanum og settist
milli horna bans. Uxinn spratj
þegar á fætur, kastaði byrðim'1
af sér, og iá nú Nasreddin ]>ar’
meiddur og illa leikinn. KoHa
bans hljóp grátaTidi til og hu{í<'il
mann sinn dauðan.
Þegar Nasreddin kom til
sjálfs sin aftur, ieit hann upP
og mælti: Hljóðaðu ekki sVona
kona! Reyndar hef ég iuelt
mig mikið, en ég hef konii'
vilja mínum fram.“
184