Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1963, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1963, Blaðsíða 4
Og svo kom nóttin. Tunglið skein, tígrisdýr og úlfar fóru á kreik og Tai-fu gat ekki komizt niður af fjall- inu. Þá sá hann allt í einu skugga af einhverju hreyfast og varð mjög feg- inn. Hann gekk nær til að sjá, hvað þetta væri, og sá stúlku í glitgrænum Ijóma, sem var léttstíg eins og blóm, sem bærist í blænum. Hann fylgdi henni eftir, en hvað haldið þið að hann hafi séð? Hundruð tegunda fá- gætra grasa og blóma, sem spruttu beggja vegna í slóða hennar, sem bærðust í golunni, eins og þau kink- uðu kolli til hans. Hann byrjaði strax að tína og fyllti brátt körfuna. En þegar hann leit upp aftur, var stúlk- an horfin. Fyrir framan hann var straumþungt vatnsfall, en gegnt því snarbratt fjall, silfurgljáandi foss féll niður frá tindi þess í straumþungann fyrir framan hann. Þegar Tai-fu leit í kringum sig, varð hann undrandi að sjá beinan, sléttan veg lagðan fyrir framan sig. Sólin var næstum gengin til viðar, og hann hélt heim á leið. Upp frá því fór hann stað úr stað til að lækna fátækt fólk í veikindum þess. Dag nokkurn kom hann til sjúkl- ings með eymsli í hálsi, sem hann vissi, að aðeins gæti læknazt með hjálp villtra teblaða, sem uxu á steinum, en Tai-íu hafði ekkert af þeim. Þá fór hann aftur á Grasafjallið og leitaði dag og nótt án árangurs. Hann horfði upp til háa, bratta fjallstindsins, þar sem fossinn féll nið- ur og hugsaði, að kannske fyndi hann þau þar. En hvernig gat hann komizt yfir straumþungt vatnsfallið og klifið svona hátt fjall? Þá datt honum í hug stúlkan, sem hann hafði séð. Kannske gæti hún farið með hann þangað! Þá sá hann allt í einu grimmt tígris- dýr koma hlaupandi niður fjallið fyr- ir framan hann, með glennt gin, stór- ar, beittar vígtennur og spenntar klær. Tai-fu varð hræddur, en reyndi að leita sátta við það. „Kæra Tígrisdýr," sagði hann, „vertu svo gott að gera mér ekki mein, ég er kominn hingað til að tína te- blöð til að lækna með.“ Tígrisdýrið leit út fyrir að skilja. Það hallaði höfðinu, dinglaði rófunni og liorfði upp fjallið, eins og það vildi segja: „Ég skal fara með þig þangað.“ Tai-fu skildi, herti upp hug- ann og tók utan um rófuna á tígris- dýrinu, sem þaut eins og hviríil- vindur alla leið upp á tindinn á fjall- inu. Tindur fjallsins var þakinn sjald- gæfum blómum og jurtum. Drengur- inn hafði rétt beygt sig niður til að tína þau, þegar hann lieyrði einhvern segja: „Hver er það, sem tínir dýr- mætu jurtirnar mínar?“ Hann leit upp og sá fagra stúlku. Þetta er stúlkan, sem ég sá áður, hugsaði Tai-fu mjög liissa. „Ég er Blómadrottningin,“ sagði hún. „Ef ég á að segja þér eins og er, þá bað ég konung dýranna að koma með þig hingað upp.“ ■ Hún gaf honum körfuna sína og sagði: „Þetta er töfrakarfa. Það spretta úr henni óþrjótandi grös og blórn M öllum tegundum. Farðu og læknaði' látæka fólkið með þeim.“ Tai-fu ætlaði að svara, en Blómil' drottningin hvarf í silfurlitum skýja' ljóma. Var þetta draumur? Nei, hann hélt á körfu með ilmandi og marg' litum, fágætum jurtum í hendinnx- Tai-fu hélt nú til þorpsins, og f°r strax til sjúklingsins með veika há's' inn og lét hann drekka seyðið al 1C' blöðunum, en honum batnaði flj^11 og vel. Upp frá því voru allir, sem kom11 til Tai-fu, læknaðir án nokkurra1 þóknunar, og sífellt kom fleira °$ fleira fólk. Keisarinn lieyrði nú um þetta. Hann sendi sérstakan ráðgjM’1’ ásamt hirðinni, sem flutti keisaraleg*1 tilskipun um að biðja l’ai-fu að koma til höíuðborgarinnar og verða keisai'1 legur hirðlæknir. Ráðgjafinn reyndi fyrst að icú‘l hann á að koma, því ítæst ógnaði ha1111 honum. Hann reyndi allt, seni hax'11 gat, en fékk þó ekki talið TaM11 a að koma með þeim. Að endingu íyrl1

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.