Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 9

Æskan - 01.12.1972, Page 9
.,Nú er pabbi að koma heim með jólapakkana," hróp- aði Þóra fagnandi og stökk á fætur. „Já, það vælir ekki í neinum bíl, eins og bílnum hans pabba." Gísli stóð líka upp frá borðinu. „Ég veit, að pabbi geymir pakkana niðri á skrifstofu. Ég hef stundum kíkt inn í stóra skápinn," sagði Þóra °g augu hennar ljómuðu. „Skelfing geturðu verið hnýsin,“ anzaði Gísli, en það var auðséð á svipnum, að sjálfur var hann engu minna forvitinn. „Komum og flýtum okkur. Við verðum að sjá, þegar pabbi ber inn jólapakkana," hrópaði Þóra og ruddist út. „Skárri er það nú gauragangurinn. Það er mikið, að þú skulir ekki mölbrjóta hurðina," tautaði Gísli og snarað- lst út á eftir systur sinnij En Þóra gaf ekki orðum hans neinn gaum, og hljóp heim á harða spretti. Gísli dokaði ögn við, til þess að slökkva ljósið og loka húsinu. Það væri ekki gott, ef skefldist inn í höllina og hún hálffylltist af snjó. Síðan þaut hann í áttina að garðs- hliðinu. Hann vissi upp á hár, hvar pabbi var vanur að stöðva bílinn. Skyldu jólapakkarnir vera fleiri eða stærri en í fyrra? Kirkjuklukkurnar hringdu, mesta hátíð ársins, sem all- lr, bæði ungir og gamlir, höfðu beðið eftir, var runnin upp. Tilhlökkunin var þó mest hjá börnunum. Og ekkert vantaði nú fremur en endranær, fagurlega skreyttu jóla- trén, hátíðamatinn og gjafirnar. Börnin skemmtu sér við að rífa upp marglitu jólapakkana, skoða nýju fötin, fallegu leikföngin, myndskreyttu bækurnar, og ótal marga aðra hluti, sem of langt yrði upp að telja. En þótt undar- legt megi virðast, hvarf nýjabrumið furðu fljótt, dýrð nýjungagirninnar dvínaði, þegar umbúðunum hafði verið svipt í burt. Leikföngin lágu ef til vill úti í horni, nýju fötin á stólbaki og bækurnar inni í svefnherbergi. Fyrr en varði voru aðalhátíðisdagarnir liðnir, og það var komin annar í jólum. Þá fyrst gáfu systkinin, Gísli og Þóra, sér tíma til að huga að snjóhúsinu. Það stóð enn með sömu ummerkjum og þau höfðu skilið við það, enda hafði verið hörkufrost og stillur yfir jólin. „Úff, kuldinn bítur mig í andlitið," sagði Þóra og tog- aði úlpuhettuna lengra fram yfir andlitið. „Iss, skræfa," anzaði Gísli. „En ég skal samt flýta mér að opna, svo þú komist inn.“ „Almáttugur," hrópaði Þóra< „Nú man ég eftir, að við gleymdum að slökkva ljósin og taka af borðinu." „Það er nú heldur seint séð, en ég gaf mér tíma til þess að slökkva áður en ég fór. En annars er víst lítil hætta á, að það kvikni í snjóhúsi," svaraði Gísli og hló við, Hann byrjaði strax að fást við hurðina. En það virtist allt annað en auðvelt að opna hana. Snjóklumpurinn var 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.